Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1945, Blaðsíða 5

Fálkinn - 07.12.1945, Blaðsíða 5
ir stjórnmálum of< varö náinn vinur drottningarinnar í Neapel. Var það ekki óeðlilegt þó að liún yrði bráð- lega riðin við ýmsar stjórnmála- brellur, og 'að hún vakti umtal í öllum hirðsölum Evrópu. í sölum liennar hittust frœgustu menn þeirra tíma og það leið ekki á löngu þang- að til það var talin sérstök upp- hefð að vera kynntur henni. Þarf því engan að furða þó að sjóhetjan fræga, Horatio Nelson, væri boðinn þangað. En þarna urðu afdril'arikir samfundir Mars og Venusar. Þau urðu ástfangin livort af öðru. Lafði Hamilton lét sendiherrann sigla sinn sjó og fór á burt ineð Nelson. Nú liafði hún nefnilega orðið ástfangin i fyrsta sinn á æv- inni. Hún eignaðist dóttur með Nel- son og var lnin skírð Horatia, og þau elskendurnir settust að i litlu liúsi fyrir utan London. En þetta gaman stóð ekki lengi. Nelson féll, en lafði Hamilton liélt sig ríkmann- lega áfram og komst innan skamms á vonar'völ. ög nú varð hin fertuga, fagra kona aílt í einu gömul og ó- ásjáleg og lífsþrótturinn bilaði allt i einu. Skuldirnar hrúguðust sam- an, og loks sá hún ekki annað vænna en að flýja úr landi undan lánárdrottnunum. Og einn góðan véðurdag fannst kona i tötrum deyjani i lélegu gistilierbergi í Cal- ais. Hún kvaðst vera hin fræga iafði Hamilton, en var ekki trúað fyrr en sólargeislarnir koniu inn um gliiggann og hár hennar ljóm- aði gullrauðum lit'. Elísabet rauða. Elísgbet Englandsdrottning varð énn frægari en lafði Hamilton. Hún var dóttir Hinrilcs áttunda, sem stundum liefir verið kallaður Hrólf- ur bláskeggur, þó að skeggið á Elísabet Englandsdrottning. honum væri ekki blátt heldur eld- rautt. Og dótlir hans erfði liáralit- inn og varð frægasta rauðliærðá konan í lieimi. Hún fór sinar eigin götur og var ekki eins og fólk er l'lest —- afar liégómagjörn og met- orðagjörn, dutlungafull en liafði snilligáfu í stjórnmálum. Um hana hefir verið ritað mcira en nokkra drottningu aðra, meðal annars af sálfræðingum og læknum, en eigi hefir ennþá fengist full skýring á eðli þessarar undarlegu drotningar. Ýmsir liafa lialdið þvi fram að hún liafi verið lierfilega ljót, og að þetta sé skýringin á hégómagirnd F Á L K I N N liennar og hinum einkennilegu ásl- arævintýrum hennar. „Jómfrú- drotningin,“ sem alla sína ævi var að leita sér að manni, gerði sitt besta til að líta vel út í augum karlmanna. Það verður víst aldrei skýrt hvernig samband hennar og jarlsins af Essex í rauninni var. En þernur hennar sögðu, að hún hefði í þann veginn verið að fyrir fara sér daginn sem lnin rak þenn- an elskhuga sinn frá sér og undir- skrifaði liflátsdóm liaris. Hún varð að láta drepa hann — af stjórn- málaástæðum. Hún rindirritaði líka dauðadóm Maríu Slúart, en jafn rólega og liún undirritaði lögin, sem juku vald Englendinga. Elísahet var harðgerð- ari en nokkur karhnaður og hégóm- legri en flestar konur. Hún hafði nánar gætur á liirðmálurum, þegar þeir voru að mála liana, og gerði athugasemdir við þá, þegar lienni fundust myndirnar ekki nógu fall- egar. Húp var rengluleg í vexti og gat varla staðið undir liinuin þykku silkikjólum og öllu gullinu, sem hún skreytti sig með. í æsku hafði hún liaft mikið og þétt rautt hár, en svo fór það að þynnast — ein herbergisþernan ber það meira að segja út að drotningin væri nauðsköllótt —- sýndi sig aldrei öðruvísi en með rauða liárkollu. Annars var þeim orðrómi aldrei hnekkt að fullu, að Elísabet væri dulbúinn karhnaður! Sú saga var sögð að Elísabet liefði dáið úr svartadauða i bernsku og að strák- lingur einn liefði verið látinn ganga í liennar stað. En sagnfræðingar tcka ekki mark á þessari sögu. Lýs- ingin, sem ameríski prófessorinn gefur á rauðhærðu konunum, á á- gætlega við Elisabetu. Þar við bæt- ist að luin var undantekning að ]ivi leyti, að mannfélagsstaða hennar gaf lienni tækifæri til að þroska liina „rauðhærðu“ eiginleika sína úr hófi fram: takmarkalausa met- orðagirnd, takmarkalausa refjalöng- un og snilligáfu í stjórnmálum. Tízian og Tizianrautt. Þegar nútímastúlka vill likjasl Greer Garson, biður liiin um að láta lita liárið á sér „tizianrautt". — Þessvegna verður að minnast nokkr- um orðum á stúlkuna, sent á sök á þessu litarheiti. Hún hét Lavinia og var dóttir liins mikla málara Tizians. Hann lireyltist aldrei á að mála myndir af dóttur sinni, en frægust þeirra varð „Lavinia með blómakörfuna'“. í fyrstu voru það aðeins listþekkj- endur, sem töluðu um tizianrautt hár. Konur eiga með þessu lieiti við koparrautt hár, en Lavinia hafði ekki þann háralit! Það var gull- rauður blær á hári liennar, blær, sem aðeins tveir hársnyrtimenn i Hollywood liafa getað náð. En Tizian sjálfur málaði aldrei þann lit, sent nú er kallaður „tizian- rautt.“ Tizian var ekki eini málarinn, sem liafði rauðhærðar fyrirmynd- ir. Hér hefir verið minnst á Rom- ney, Englendinginn, sem málaði lafði Hamilton. Líka mætti nefna Rubens. Hann dáði rauðliærðar kon- ur með hvitt liörund. Meðal þeirra var Helene Fourment fremst. Rubens var orðinn frægur lista- maður þegar lionum var bent á Helene sem fyrirmynd. Hún var fimtán ára þá og þótti mikið til um upphefðina. Eu meistarinn varð svo hrifinn af henni, að hann sagði öllum hinum fyrirmyndunum sín- um upp vistinni. Þó að Ilelene væri ekki eldri en 15 ára virðast allar myndirnar af henni sýna fullþroska konu. Eftir eitt ár kvæntist Rubens lienni. En hún varð ekki langlif, hún dó ung úr lijartasjúkdómi. Er hún grafin við hlið Riíliens í Ant- werpen, undir altaristöflu eftir ineist arann, Maríumyndin á töflunni er með svip Helene Fourment. Rauða hárið í Hollywood. Fyrsf eftir aldamótin var rauða liárið látið liggja milli hluta. Það var litfilman og sjónvarpið, sem gerðu það dýrmætt. Þó að Kat- lierine Hepburn væri rauðhærð varð liún samt ekki til þess að vinna rauða hárinu gengi, heldur var það ljóshærð leikkona, Ginger Rog- ers. Hún sá hvað á spýtunni liékk og litaði hárið á sér rautt. Og best klædda konan i Hollywood, Rita Hayworth, imyndaði sér að hún hefði haft rautt hár alla æfi. Við- gangur Ann Sheridan er eigi síst þvi að þakka að hún hafði ljómandi fallegt rautt liár, áður en það komst í tisku og Paulette Goddard er öfunduð vegna þess að hún þarf een O’Hara er rauðhærð, enda er hún írsk. En fremst af öllum er Greer Gar- son. Hárið á henni er jafn ekta á litinn og leikur hennar er i „Frú Madame Znpescu. Miniver“. En það var háraliturinn, sem olli því að hún komst að kvik- mýndunum, þó að leikur hennar væri vitanlega ekki þakkaður rauða hárinu. Greer Garson er komin af prest- um og vísindamönnum. Þegar liúii Framh. á bls. 1 k. ekki að lita hárið á sér rautt. Maur- Sparið yður áhygggjur. Örfáir dropar daglega af VASE- LINE HAIR TONIC verja hár yðar ofþurld. Flasan minkar. Hárið verður fallegra, og yður líðnr betur i hársverðimun. VASELINE HAIR TONIC vinnur með þeim eðlilegu öflum sem viðhalda hárinu. Það inniheldur engan vin- anda, eða annað það, sem þurkar hárið. Nuddið því vel inn í hársvörðinn, fyrir hár-þvott. Verkun þess er tvíþætt. Það hefir góð áhrif bæði á hárið og hársvörðinn. Vaseline HAIRTONIC REC. U. S. PAT. orr. selst meir en nokkur annar hár-vökvi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.