Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1946, Blaðsíða 12

Fálkinn - 01.02.1946, Blaðsíða 12
12 *' A L K I N N Ragnhild Breinholt Nörgaard: 12 Oldur örlaganna Hún hafði nú heldur ekkert samband haft við þau svo lengi. Séra Emanuel hafði verið mjög hneyksl- aður á dauðaorsök Brenners læknis og hafði aðeins örsjaldan komið til þeirra Eriks hin síðari ár. Ef hún nú bæði hann fyrir Per og borgaði með honum, vissi hún, að Emanu- el mundi taka á móti honum, frændsem- innar vegna, en hann mundi jafnframt láta hann skilja, að það væri stór fórn, sem hann. legði fram með því. Henni fannst það óbærilegt að senda Per lilla í burtu og þó vissi hún, að það varð að gerast; það var ekki hægt að komast hjá því. Hann mundi einnig sakna foreldra sinna mikið, en skilja, að það væri aðeins um stundar sakir, sem hann yrði að vera að heiman, og það að fá livíld frá skólanum mundi verða honum til góðs og mundi ef til vill vega upp á móti söknuði hans. Þar að auki, hugsaði hún, mundi það leiða til þess, að hún gæti framkvæmt það, sem hún svo lengi hafði þráð, að létta peningavandræði Eriks, með því að hjálpa honum til að vinna fyrir heimilinu. Ef luin gæti fengið skrif- stofustarf, mundi hún ekki aðeins vinna fjTÍr meðgjöfinni með Per, heldur og líka eiga afgang af kaupi sínu fyrir heimilið. Þetta kvöld sagði hún Erik álit lækn- isins. Honum brá ennþá meira við þessa fregn en hún hafði búist við, og þegar hún sagði lionum fyrirætlun sína — að senda drenginn til séra Emanuels, tók hann því víðs fjarri. Per fer ekki til þess nirfils, nei, aldrei, sagði hann gremjulega. — Fyrir- gefðu, Inga, en þú veist að ég ber ekkert traust til bróður þíns. Mér fellur það ekki í geð að neinu leyti, og Per fer ekki undir siðalögmál hans, ef ég fæ nokkru til vegar komið til þess að sporna við því. Þú veist það sjálf, hversu viðkvæmur og hvernig....... Ó, að þetta skyldi líka þurfa að henda okkur, sagði hann ör- vinglaður. — Eg hélt að mælir ógæfu okkar væri fullur. Eg get ekki sent dreng- inn í burt frá okkur. Eg gel það ekki, Inga, þú mátt ekki krefjast þess. — En ef um heilsu lians er að tefla? Eg vil tala við Emanuel; reyna að koma honum í skilning um skapgerð drengs- ins og hvernig best muni að meðhöndla hann. Eg vil gera allt, sem ég get til þess að hann fái heilsuna, Erik. Ilún lagðist á kné fyrir framan stólinn, sem hann sat á og horfði til hans tárvotum augum. — Heldur þú að þetta sé elcki jafn þungbært fvrir mig og það er þér? spurði hún hljóð- lega. — Það er það sannarlega, því máttu trúa, en við eigum enga aðra úrlausnar- leið. — Ef við gætum sent Per eillhvað ann- að, þá mundi það ekki vera eins erfitt fyrir mig; þá mundi ég geta afborið það, sagði Erik og stóð upp og gekk um stund um gólf í stofunni. Svo staðnæmdist hann lijá konu sinni og horfði á hana, ákveðnu augnaráði eins og liann byggi yfir ein- hverri fastri ákvörðun. — Inga, sagði hann, — ég ætla að skrifa mömmu og biðja hana um tvö þúsund krónur. Að þessu sinni verðum við að brjóta odd á oflæti okkar, það er að vísu ekkert spaug, en við verðum að gera það. — Nei, Erik — ó-nei, sagði Inga, sem vissi hvað þessi ákvörðun hans tók á hann. — En andmæli liennar höfðu ekki áhrif á hann, og strax sama kvöldið sendi hann bréfið af stað. Ekkert svar kom frá frú Brenner. I viku biðu þau árangurslaust eftir svari, og vonir þeirra dofnuðu með degi hverj- um. Erik hafði ekki verið alveg viss um heimilisfang móður sinnar í París, þar sem hún hafði sesl að, og einnig gat það verið að hún væri flutt þaðan aftur. Að hún vildi ekki svara þeim, gátu þau ekki látið sér lil lmgar koma, þar sem um svo alvarlegt mál var að ræða fyrir þau. Að endingu gaf Erik samþykki sitt fyrir því að Per færi til séra Emanuels — að vísu sér þvert um geð — en drengurinn varð glaður við er hann heyrði það, að liann ætti að fá að fara i sveit, því fyrir honum var sveitin æfintýraland. Inga fór sjálf til bróður síns og talaði við hann, og það fór á þann veg, sem hún hafði búist við. Emanuel og kona lians lofuðu að laka drenginn með þvi að greitt væri fæði hans, en þau lögðu lítið upp úr bænum liennar og ráðleggingum varð- andi umgengni þeirra við drenginn, og um það, með tillili lil viðkvænmi lians, að vera ekki ströng við hann. — Þú talar á þann hátt, eins og þú haldir, að þú hafir meira vit á uppeldi barna heldur en ég, sagði séra Emanuel og leit myndugléga á systur sína. — Þú ættir þó að vita að drengurinn getur ekki komist á helra heimili en lil okkar hjón- anna. Ef þú bara hugsar um það hvernig við reyndumst þér, ættir þú ekki að hafa ástæðu til að vera með áhyggjur út af því að hafa drenginn hjá okkur. — Auðvitað ekki, auðvitað ekki, Eman- uel, sagði Inga, sem vildi ekki koma bróð- ur sínum i vont skap með því að fara að stæla við hann. — Fyrirgefðu mér, hélt hún áfram. En þú skilur að ég sé áhyggju- full, því að það tekur á mig, að þurfa að láta Per frá mér. Hann er lítill ennþá — og hann á ekki samleið með öðrum börn- um, af því að hann er svo veiklaður, Eg veit að hann verður í uppáhaldi hjá ykk- ur, enda er liann svo góður, að það er ekki annað hægt en að komasl vel af við liann. Hún þagnaði skyndilega og grát- urinn fékk vald yfir henni þar sem hún stóð fyrir l'raman prestshjónin, sem voru henni að vísu nákomin, en þó um leið svo fjarlæg sem liugsast gat. Þegar hún loks fór, fannst henni sem hún mundi aldr- ei geta gert alvöru úr að láta drenginn lil þeirra, sem var þó svo að segja afráðið. En það varð alvara! Morgun nokkurn fór Inga af stað með son sinn, sem var full- ur barnslegri gleði og eftirvæntingu yfir breytingunni, sem nú beið lians. Á járnbrautarstöðinni keypti hún tvær appelsínur og nokkur súkkulaðistykki handa honum, ásamt skrípamyndablaði, er þau skoðuðu á leiðinni í lestinni. Ilún vildi gera honum ferðina skemmtilega og eftir- minnilega, og drengurinn lék við hvern sinn fingur, og brátt var liann kominn í samræður við nokkra samferðamcnn þeirra í lestinni, sem að fyrra bragði gáfu sig á tal við hinn unga ferðalang, sem auðsjá- anlega var óvanur ferðalögum. Loks stigu þau út úr lestinni á lítilli járn- brautarstöð, og eftir það gengu spurningar drengsins viðstöðulaust og Inga svaraði þeim brosandi eftir ]>ví sem hún gat, þótl henni væri þungt fyrir brjósti. Þegar þau leiddust upp veginn, sem lá heim að j)rest- setrinu, hélt hann spurningunum áfram. Þegar þau gengu að garðinum sem var umhverfis prestsetrið, varð Ingu liugsað lil brúðkaupsdags síns. Þarna var það, sem hún hafði legið í grasinu brosandi af gleði og hamingju. Hún staðnæmdist um stund og reyndi að yfirvinna sálarstríð það, sem nú ásótti hana. I þá daga hafði allt vei-ið svo bjart og fagurt. Ilún minntist þess er tengdafaðir liennar kom þangað til hennar á brúðkaupsmorguninn — það var í fyx-sla sinn, sem þau sáust og hún minntist sam- tals Jxeii-ra, er þau gengu saman í garðin- um og út stiginn, þar sem hún var nú stödd með son sinn. — Ó, mamma! hrifning drengsins reif hana upp úr hugsunum sínum. Sérðu þennan fallega stóra garð. Já, hér hefir xnamma þín dvalið marg- ar stundir og hér ált þú einnig að njóta fegurðarinnar og vei'ða hraustur drengur, svaraði Inga og lagði hönd sína á axlir syni sínum og dró hann áslúðlega að sér. — Það verður dásamlegt, Per. Þú skalt bara muna, að gera allt eins og Emanuel frændi þinn og Anna konan lians segja þér. Þau vila að þú ert góður drengur, en — hún andvarpaði. — það getur verið að þau skilji þig ekki alltaf eins og; við pabbi þinn, en þótt þér finnist ef lil vill stund- um að þau séu óréttlát og ofurlitið hörð, þá verður þú að skilja, að þau eru öðru visi skapi farin en við, og þau vilja þér samt vel. Þú verður að muna ])að að fara I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.