Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1946, Side 14

Fálkinn - 17.05.1946, Side 14
i.** F Á L K 1 N N Laugardaginn 11. þ.m. vígði bisk- up íslands, dr. Sigurgeir Sigurðsson, hina nýju björgunarstöð í Örfirisey að viðstöddu fjölmenni. Atliöfnin var hin hátíðlegasta. Voru þarna mættir flestir prestar Reykjavíkur, og ekki dró skrúði þeirra úr há- tiðablænum. Athöfnin hófst kl 2% e. h. Henry Hálfdánarson, skrifstofustjóri Slysa- varnafélags íslands setti athöfnina og stjórnaði henni. Fyrstur talaði Guðbjartur Ólafs- son, forseti S.V.F.Í. Hann kvaðst vera á förum utan, þar eð' hann hefði verið valin í nefnd til þess að festa kaup á björgunarbáti. Færði hann öllum þeim, sem liöfðu stuðl- að að framkvænuluin við björgun- arstöðina, bestu þakkir f. h. S.V.F.Í. Næst tók til máls frú Guðrún Jónas- son. Minntist hún „Ingvarsslyssins“ sérstaklega og skýrði frá því, að mæðgunar Ingveldur Jóhannesdótt- ir og Bergþóra Júlíusdóttir liefðu nýlega fært kvennadeildinni 1000 kr. til minningar um Júlíus Kr. Árna- son, stýrimann, sem fórst með „Ing- vari“ 1900. Þá talaði séra Jakob Jónsson, formaður „Ingólfs“. Minnt- ist hann á hina göfugu hugsjón, sem lægi bak við björgunarstarf- semina. Að svo búnu tók til máls Tómas Jónsson, borgarritari. Ilann mætti fyrir hönd borgarstjóra og flutti samkomunni kveðju hans. Þakkaði hann Slysavarnafélaginu þá öryggisaukningu, sem björgunar- stöðin skapaði og óeigingjarnt starf í þágu allra björgunarmála. Því næst hófst hin eiginlega vígsla, og bisk- upinn lýsti yfir því, að björgunar- stöðin væri opin til afnota. Lúðra- sveitin Svanur lék þjóðsönginn að þessari athöfn lokinni. — Að lokum fór svo fram sýning björgunartækja. „Þorsteini“ var rennt á flot, skotið var úr línubyssu og merkjamál skips í sjávarháska og björgunarbátsins sýnt. Það eru svifblys mismunandi tegundar. Einnig var sýnd fræðslu kvikmynd um lífgun úr dauðadái. Ljósm.: Fr. Clausen. Merkileg nýjung í byggingariðnaði Byggingaiðnað okkar vantar mjög tilfinnanlega verkafólk, ekki aðeins faglærða heldur og ófaglærða verka- menn. Þetta er því tilfinnanlegra, þegar þess er gætt að mjög brýn þörf er fyrir aukið húsnæði og hundruð fjölskyldna biða eftir því að fá þak yfir höfuðið. Þegar þannig er ástatt, er það fagnaðarefni, þegar fregnir koma um það að verið sé að taka upp nýjungar i þessum iðnaði, sem geti haft það i för með sér að flýta framkvæmdum og spara vinnuaflið. Fyrir fáum dögum var tilkynnt að upp úr næstu áramótum muni taka til starfa hér í Reykjavík nýtt fyrirtæki, steinsteypustöð, er bland- ar og lirærir steypuna svo að hún verði fullbúin i mótin. Það er félagið „Orka“ sem gengst fyrir þessu, en Reykjavikurbær mun verða liluthafi í stöðinni. Stöð þessi verður reist í nágrenni sands- og malarnáms og þar er allt efnið i steinsteypuna sett í þar til gerðar bifreiðar, en á þeím eru tæki, sem blanda og liræra steypuna og aka henni beint á byggingastaðinn og þar er það aflient byggingamönn- um. Á stöðinni er gríðarstór trekt, sem er skift í fjögur hólf, í hólfun- um er byggingarefnið: sandur, se- meht, möl og pússningarsandur. — Efnið er flutt í trektina á flutnings- bandi, en undir trektina aka bif- reiðarnar og er byggingaefnið veg- ið á þær með sjálfvirkum vogum og helt á bifreiðarnar. Verður hægt að afgreiða hvaða blöndustyrkleika sem óskað er, en vatnið er einnig látið í um teið. Þetta er allt gert með hraðvirkum og sjálfvirkum vét- um, en þeim er öllum stjórnað af einum manni. Bifreiðin ekur síðan á ákvörðunarstaðinn og hrærir steypuna um leið. Steinsteypustöðvar eins og þessi hafa rutt sér mjög til rúms i Banda- ríkjunum og eru þær í hverri borg, sem hefir yfir 20 þúsund íbúa. Er þar framleiddur á þennan hátt, ÉG NOTA SUNLIGHT í ALLAN ÞVOTT. Ekkert erfitt nudd, Sunlight-sápan sér fyrir því, hún leysir óhreinindin upp svo auðveld- lega. Notið hana því í allan þvott og hrein- gerningar, og þér munið sjá hve vel liún fer með liendur yðar. Sunlight-sápan er algerlega skaðlaus. Sunlight-sápan: Freyðir vel, örugg í allan þvott. Sparið Sunlight- sápuna. X-S 1390-925 Kvöldvaka Tónlistar f éla oskór sins Síðastliðið miðvikudagskvöld efndi tónlistarfélagskórinn til kvöldvöku í hinu nýja, glæsta samkomuhúsi Sjálfstæðisflokksins við Austurvöíl. Ólafur Þorgrímsson, hæstaréttar- lögmaður, sem er formaður kórsins, setti kvöldvökuna með ræðu, en að því loknu hófust skemmtiatriði og kynnti Jón Alexandérsson þau. — Fyrsta atriðið á skemmtiskránui var kórsöngur, islensk lög. Söng- stjóri var dr. Victor Urbantschitsch. Þá lék liinn ungi cellósnillingur Erling Blöndal Bengtson, sem var gestur kórsins, nokkur lög við mikla hrifningu áheyrenda. Þá söng kór- inn ýmis óperulög með undirleik frú Katrínar Dalhoff Dannheim. Þvi næst koniu ýmsir léttir skemmti- þættir. Að lokum var stiginn dans. í danshléi léku harmónikusnilling- arnir Kristofferson og Lýður, áheyr- endum til mikillar ánægju. Vegna mikllar aðsóknar að kvöld- vöku þessari var ákveðið að endur- taka hana á sama stað 14. þ. m. meginhlutinn af allri steinsteypu, sem fer til húsabygginga, í gatna- og vega- og hafnargerðir. Eins og áður hefir verið sagt, sparar þetta ákaflega mikinn vinnu- kraft, svo að það getur mjög bætt úr þeirri vöntun, sem nú er á verka- fólki. Það var aðallega Jóhannes Björns- son verkfræðingur, sem hefir komið þessu máli á rekspöl, en hann kynntist þessum stöðvum á náms- árum sínum í Bandaríkjunum. Hann og Jón Einarsson framkvæmdarstj. „Orku“ skýrðu Nýbyggingarráði frá þessum stöðvum en það léði málinu fullan stuðning. í undirbúningi er stofnun hlutafélags um stöðina og munu Reykjavík og Hafnarfjörður verða hluthafar, en stöðnni er ætlað að framleiða steypu fyrir báða bæ- ina. Mun hún byrja starfsemi sina með 1G bifreiðum. Hér virðist vera um mjög þarft fyrirtæki að ræða og ber að fagna öllum slikum framförum. Þetta eru ekki fyrstu vélarnar, sem við fáum frá Bandaríkjunum er létta iðnað okkar og auka alhliða framfarir.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.