Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1946, Qupperneq 3

Fálkinn - 28.06.1946, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltcstcd Skrifstoía: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpre/i/ SKRADDARAÞANKAR íslendingfum hefir lengi verið legið á hálsi fyrir það, og oft með réttu, að þeir kynnu ekki að meta sérþekkinguna. Þetta hefir breyst, enda er það iifsnauðsyn, því að visindi og kunnátta eru nauðsynleg í hverju starfi ef það á að bera þann árangur, er lögmál samkeppn- innar krefst. Og hið opinbera hefir verið örlátl á styrki til manna sem vildu afla sér sérþekkingar, enda fjölgar þeim óðum. Hópur vísinda- manna starfar t. d. að rannsóknum í þágu atvinnuveganna og að hagnýt- tim rannsóknum yfirleitt. En of mikið að öllu má þó gera. t)g það virðist of langt gengið þeg- ar erlendir húsameistarar eru sólt- ir með ærnum kostnaði í önnur lönd til þess að teikna stórhýsi þau, sem lanítið byggir. Það gat staðið á þeim tíma, sem Alþingislnisið og Landsbókasafnið var byggt, en ekki nú. Því að þá var enginn íslenskur lnisameistari til en nú eru þeir marg- ir. Þegar tnn byggingar er að ræða, sem sérstaklega skal vanda lil/virð- ist það einfaldasta ráðið að efna til teikningasamkeppni, og þá ekki aðeins meðal innlendra húsmeistara lieldur láta hana ná tit húsameistara annara landa. Það hefir oft borið góðan árangur. En að fá ákveðin mann frá annari þjóð, til þess að taka að sér að ráða gerð íslensks stórhýsis, er bæði misráðið og rang- látt og þjóðarniðurlæging. Það er engin trygging fyrir því, að honuni takist betur en öðrum, jafnvel þó að því sé hossað að hann hafi ein- hverntíma gert fallegt hús annars- staðar. Og að öðru leyti virðisl sá þjóðar- metnaður eiga að vera fyrir liendi, í byrjun liinnar nýju lýðveldisald- ar, að menn liefðu ekki gaman af að þurfa að segja, um leið og þeir sýna gestum fallegt liús, i höfuð- staðnum: „Það var Ameríkumaður sem teiknaði það, við liöfðum eng- an inann til að gera það. Við þurfum enn tæknilega lijálp utan að í svo mörgum greinum. En liagnýta list, eins og stórhúsabygg- ingar, verður þjóðin að leggja kapp á að framleiða sjálf og gefa öllum islenskum mönnum kost á að leggja það til málanna, sem þeir best kun na. Nú víkur sögunni í sumarbústað Ástu Magnúsdóttur ríkisféhirðis, sem er þarna skammt frá. í bústaðnum voru: Ásta, frú Ásdís Magnúsdóttir, kona Péturs Hoffmann Magnússonar, bróður Ástu, Guðrún dóttir þeirra 17 ára, Magnús Karl, sonur þeirra, 10 ára, og Sigrún Tryggvadóttir 13 ára. Sat jictta fólk að kaffiborði i bústaðnum klukkan 4, er skyndilega var liarið að dyrum. Var þar komin Margrét Ólafsdóttir starfsstúlka í sumarbústað Ólafs Thors forsætis- ráðherra. Sagði hún að slys hefði orðið úti á vatninu, að tveir menn liefðu verið þar á báti, honum hefði hvolft og báðir mcnnirnir fallið í vatnið. Sagði hún að enn sæist lil jieirra beggja. Spurði liún um bát, sem Ólafur Magnússon, ljósmynd- ari, á og er þarna við bústað syst- ur hans. Frú Ásdis hljóp þegar af stað til bátsins, ásamt þeim Guðrúnu og Sigrúnu. Drengurinn var send- ur í næsta bústað til að liringja í Valhöll og tilkynna um slysið og biðja um að hringt yrði til Reykja- víkur eftir lækni, en Ásta varð eftir í bústaðnum til að undirbúa svo að hægt væri að veita mönnun- um aðhlynningu ef tækist að bjarga þeim. Frú Ásdís og stúlkurnar sáu lúif- uð á tveimur mönnum upp úr vatn- inu skammt frá landi og þóttust þær sjá að þcir væru með árarnar í höndunum því að þær komu upp við og við. Stúlkurnar settusl nú undir árar og reru allt hvað þær máttu áleiðis til mannanna, en frú Ásdís stjórnaði bátnum og liéll stefnunni. Þegar þær nálguðust þá kölluðu þær til þeirra og heyrðu þær að annar mannanna svaraði. En jiegar þær voru næstum alveg komnar til þeirra sáu þær aðeins á annan manninn og sá bara á hönd lians upp úr vatninu. Þær réru nú fast að manninum og tókst Framh. á bls. 15. Hátiðahöldin 17. júni *T\, Að ofan: Stefán Þorvarðarson og Margrét Ólafsdóttir, — Aö neðan: Frú Ásdis Magnúsdóttir, Sigrún Trgggvad. og Gnðrún Pétursdóttir. Hátíðahöldin 17. júni hér í bæ, fóru frani með hinum mesta glæsi- brag, og sjaldan mun eins mikill mannfjöldi hafa safnast saman á götum Reykjavíkur og skemmtistöð- um. Enda var veður gott fram eftir deginum, en svo rigndi lítið eitt síðari hluta dags. Hátíðahöldin hófust með skrúð- göngu frá Háskólanum. Fylkingin hélt svo sem leið liggur niður að Austurvelli. Messa hófst i Dómkirkj- unni kl. 13,30 og messaði biskup- inn yfir fslandi, Sigurgeir Sigurðs- son. Að messu lokinni lagði forseti ís- lands, Sveinn Björnsson, blómsveig við fótstall minnisvarða Jóns Sig- urðssonar. Síðan var þjóðsöngurinn leikinn, en þvi næst flutti Ólafur Thors, forsætisráðherra, ræðu. Að svo búnu hélt skrúðgangan suður í kirkjugarð. Þar lögðu þeir Jakob Hafstein, formaður þjóðhátíðar- nefndar og ,Bcn. G. Wáge, forseti Í.S.Í., sinn blómsveiginn hvor á leiði Jóns Sigurðssonar. Síðan lióf- ust frjólsar íþróttir ó íþróttavellin- um og var keppnin fjölsótt. Um kvöldið var skemmtun í Hljómskólagarðinum. Jakob Hafstein Forseti tslands gengur inn á íþróttavöllinn. setti skemmtunina, en Guðmundur Ásbjörnsson, forseti liæjarstjórnar, flutti óvarp. Ivarlak. Fóstbræður og Karíakór Reykjavíkur sungu en dr. Einar Ól. Sveinsson flutti - ræðu. Pétur Jónsson, óperusöngvari, söng einsöng og Lárus Pálsson, leikari, las upp. Síðan söng Þjóðkórinn og Lúðrasveit Reykjavíkur lék nokkur Jög. Það hafði verið fyrirliugað að liafa bændaglímu, en lnin fórst fyrir vegna slæmra skilyrða. Undir mið- nætli hófst svo hið nýstárlega skemmtiatriði: Dans á Sóleyjargöt- unni. Hljómsveit Bjarna Böðvars- sonar lék fyrir dansinum. Flugeldum var skotið öðru hverju um kvöldið. Fóru liátíðarhöldin fram með hinni mestu prýði. Fræltileg: björgnn Mánudaginn 3. þessa mánaðar •arð hörmulegt slys á Þingvalla- vatni. Ungur niaður Skafti Stefáns- son, veitingaþjónn, drukknaði, en félagp lians, Stefáni Þorvarðarsyni, var bjargað á síðustu stundu. Minna hefjr verið sagt frá þessu björg- unarafreki en ástæða er til og skal það nú gert liér. Telur Fálkinn að fidl óstæða sé til þess að skýra frá því þegar slík afrek eru unnin. Þeir Skafti og Stefán munu hafa farið út á vatnið á fjórða timanum. Voru þeir á nýjum gúmmíbát, en gúmmíið er strengt á grindur. Munu þessir bátar vera ákaflega valtir og viðsjárverðir. Skafti mun liafa hreyft sig dáltið snögglega í bátn- um en við það valt hann og báð- ir mennirnir steyptust í vatnið. Náðu þeir í sína árina livor, en Skafti missti sína ár og sökk og Stefán litlu siðar. Veður var á landssunnan og mun hafa hvesst nokkuð skyndilega, allmikil undir- alda var á vatninu. Slysið mun hafa viljað til um það bil liálfan km. út af Kárastaðanesi.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.