Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1946, Síða 9

Fálkinn - 28.06.1946, Síða 9
F Á L Ii 1 N N 9 og' hugsaði um leið tii móður minn- ar, fátæklegu konunnar, sem alltaf virtist vera þreytt og úttauguð. Eg fékk ákafan lijartslátt, og loks gat ég ekki afborið að sitja þarna leng- ur. Eg stóð upp og sagði við Hin- rik: — Er þér ver við að fara núna? Eg er ekki vel liress! Pabbi hafði horft mikið á mig ailan tímann, og nú þekkti liann mig aftur. — Ástríður sagði hann. — Getur það verið að þetta sért þú? Þú ert orðin uppkomin stúlka, en ég þekkti þig samt. Átt þú heima hérna? Hvernig líður þér? Eg rétti úr mér og starði á liann. — Og það spyr þú um, sagði ég kuldalega. Þú, sem hefir gleymt því í tíu ár að ég væri til. Nú kemst ég af hjálparlaust — sem betur fer! Og án þes að bíða eftir að hann svaraði, strunsaði ég út úr veitinga- salnum. Eftir þetta var Henrik enn stima- mýkri við mig en áður. Hann hafði ekki grunað, að liinn ríki skifta- vinur hans væir faðir minn. Já, það er sárt að lnigsa tii þess, en svona eru mennirnir. Vitanlega varð að taka meira tillit til konsúlsdóttur en ungrar stúlku, sem hafði átt fá- tæka saumakonu fyrir móður. Hann reyndi daglega að fá mig til að komast í samband við föður minn, en ég lét ekki bifa mér. — Þú lilýtur að skilja, að mér er ómögulegt að tala við hann, sagði ég. — Eg' hefi sagt þér hvernig hann liagaði sér gagnvart mömmu, og live bágt við áttum. Ef þú kærir þig um mig, eins og þú segir, þá gerir þú svo vel að minnast ekki framar á þetta. Hinrik var fluttur að heiman frá sér, hjónaskilnaðarmál hans var haf- ið . Við ætluðum að gifta okkur, þegar það . væri útkljáð. Eg' vor- kenndi Henrik. Hann elskaði mig, og þó að hann vissi, að ég mundi aldrei geta endurgoldið ást hans á réttan hátt, gerði hann allt sem liann gat mér til geðs. Mér þótti vænt um þetta, og af því að hann var eini maðurinn, sem sýnt liafði mér umliyggju, var mér einskon- ar fróun í að vera honum góð — en sæl var ég ekki. Eg liafði liætt að starfa á skrif- stofunni, því að liann taldi að það væri betur viðeigandi, og það var einn dag, er ég leit inn lil hans, til þess að tala um liúsgögn, sem við höfðum skoðað, a'ð ég sá Gunn- ar aftur. Nýja biðstofustúlkan til- kynnti að málafærslumaður Stanges óskaði viðtals. Og það var Gunnar. Hann lirökk við þegar liann sá mig, og auðvitað heilsaði liann svo — mjög kurteislega. En af óeðlilegu brosinu sá ég hvað liann hugsaði. Að hans áliti var ég kona, sem hafði selt mig. Við löluðum ekkert saman og ég fór fljótlega mína leið. Þegar ég kom heim að húsinu mínu, stó'ð pabbi fyrir utan og beið min. — Eg þarf endilega að tala við þig, Ástríður, sagði hann lágt og i bænarróm. Lofaðu mér að koma inn til þín, bara nokkrar mínútur. Eg svaraði ekki en opnaði dyrn- ar og lét hann fara inn. Eg hafði meyrnað við að hitta Gunnar. Eg skammaðist mín l'yrir sjálfa mig, yfir líferni mínu og hatursliug. — Eg veit að þú ætlar að gift- ast Stange forstjóra, og að liann 7 I spurmngar 1. llve oft stendur talan ,,10“ á tiiikrónaseðli? 2. Iivað varð Hitler gamall? 3. Iivaða ríki tilheyrir Aserbaidjen? //. Hafa kol fundist í Grænlandi? 5. Hvað heitir fyrsti bókstafurinn i gríska stafrófinu? 6. Hvaða bokstaf nota Bretar til að skammst. penny? 7. Ilvað heitir forseti Argentíu? Svör á blaðsíðu 14. er a'ð skilja við konuna sína þín vegna, byrjaði pabbi. Eg hrökk við og fann hvernig reiðin fékk vald á mér á ný. — Þú getur varla haft neitt á móti hjónaskilnaði, s«gði ég harkalega. Nú varð þögn um sinn, svo sagði pabbi — rödd lians var'ð svo ó- endanlega mild: — Eg verð að út- skýra fyrir þér ýmislegt, sem þú kanslte ekki veist, barnið mitt. Þess- vegna kom ég hingað. Eg hafði verið skilin við móður þína i tvö ár þegar ég hitti Maríu, sem er kon- an mín núna. Það var engin kona sem skildi okkur móður þína að. Við áttum ekki saman, og Iijóna- band olckar varð smám saman ó- slitin röð af misskilningi og ósam- komulagi. Eg bað um að fá mig lausan og lofaði að þá skykli ég sjá fyrir ykkur á sem bestan liátt en hún vildi ekki skilja. Loks varð mér ekki vært lengur, ég fór, og' þegar skilnaðartíminn að bor'ði og sæng var liðinn, fékk ég lögskilnað. Eg sendi móður þinni peninga á hverjum mánuði, en póstávísanirnar komu jafnharðan aftur. Þú vissir þetta víst ekki, Ástríður? Eg neri hendurnar. — Segðu ekk- ert ljótt um mömmu, sagði ég. — Mér þótti svo óendanlega vænt um hana, ég. .. . Hann tók fram i. — Gó'ða barn, ég liefi alls ekki ætlað mér það. Eg veit að móðir þín var mikil trú- kona, og' að Iiún taldi hjónaskilnað syndsamlegan, og að hún var of stolt til að taka við peningum frá mér, eftir að ég var farinn frá henni. Og heiður sé henni fyrir það. Eg vildi aðeins seg'ja þér þetta, svo að þú vitir livernig málinu er liátt- að. Alla peningana, sem ég sendi mó'ður þinni, hefi ég lagt á banka á þitt iiafn, Ástríður. Þú ert orðin rík. Hann tók sér málhvíld og hélt svo áfram: — Það er ekki of seint enn að draga sig í hlé frá Hinrik Stange. Hann á þrjú hörn, Ástríður — það elsta er ekki nema níu ára. Hefirðu liugrekki 1 il að eyðileggja lif þessara barna? Þá gafst ég upp. Eg tók höndunum um hálsinn á pabba, og kjökrandi ha'ð ég hann fyrirgefningar á öilu þvi illa, sem ég haf'ði hugsað til hans öll þessi ár. Og áður en hann fór hafði ég skrifað Hinrik og beðið hann um að fara aftur til konunnar sinnar. — — — Nokkrum dögum síðar fékk ég bréf frá Gunnari, þar sem hann spurði, hvort allt gæti ekki or'ðið gott á milli okkar aftur. Hann elskaði mig lieitar en nokkru sinni, skrifaði hann. í kvöld á ég a'ð hitta hann í fyrsta sinn eftir viðskilnað- inn langa. Mér finnst eins og ég hafi vaknað af vondum draumi — og ég er sæl. BASTIANINI siðasti sendiherra ít- ala í Englandi fyrir strið, hefir undanfarið verið landflótta í Sviss en verður nú framseldur og dreginn fyfir lög og dóm i Beigrad fyrir stríðsglæpi. Myndin er frá mektar- dögum hans, þegar fasistakveðjan var enn notuð. PRINS AF NAPOLI. — Yiktor Eman- uel, prins af Napoli, og elsti sonur Umberto fyrverandi konungs var um tíma talinn liklegt konungsefni ítala. En nú er útséð iim það, þar eð lýðveldi var stofnað á ttalíu fyrir skömnui. INGIRÍÐUR IÍRÓNPRINSESSA liefir i vor og sumar farið fjórar ferðir li! Þýskalands til þess að sækja þangað fanga, er hafa veri'ð þar i haldi, og flytja þá til Sviþjóðar. Aö meðaltali liefir hún komi'ð með 450 fanga í hverri ferð, flest sjúk- linga og meirihlutann kvenfólk og börn. Hefir öllu þessu fólki verið komið fyrir á heilsuhælum og sjúkra húsum i Svíþjóð. í Gautaborg einni hefir 700 af þessum sjúklingum ver- ið komi'ð fyrir, en þar hefir skól- um verið breytt í sjúkraliæli til bráðabirgða. Flest af þessu fólki eru Pólverjar, en einnig Ungverjar, Rúmenar og Tjekkóslóvakar og' hefir margt af því verið i haldi í Þýska- landi öll stríðsárin. TVÆR FRÆGAR KIRKJUR í VIÐ- GERÐ. — / styrjöldinni hittu l'i sprengjur dómkirkjuna í Köln og skemmdist hún mikið. Það er talið Dómkirkjan í Köln. r ■" nmrgra ára verk að gera við liana, einkum vegna þess að efni vantar. Mgndin sýnir hlnta af þaki kirkj- unnar. Hin cr Sankti Stefánskirkjan i Vín, varð hún fyrir talsverðum skemmdum i bardögum um borgina. Þegar nazistahersveitirnar flýðu, kveiktu þeir i húsunnm i kring, St. Stefánskirkjan i Vín og þá kviknaði i þaki kirkjunnar, og þaö hrundi. Nú er vonast eftir nýju þaki, svo að kirkjan skemm- ist ekki frekar að innan en orðið er, en það mun taka að minnsta kosti tiu ár að gera við lxana til fulls. Hér sést hinn nafnfrægi tnrn St. Stefánskirkjunnar. *****

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.