Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1946, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.09.1946, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN í greipum Grænlandsísa. 1 íslenskum blöðum hefir furðu lítið birst um það, sem gerðist á stríðsárunum í Grænlandi. En þar höfðu Þjóð- verjar veðurathuganastöðvar, sem Bandaríkjamenn upp- rættu, en þeir höfðu flota- og flugbækistöðvar á Suð- vestur-Grænlandi, og aðalmaður þeirra þar var Bernt Balchen ofursti, Norðmaðurinn, sem varð meðal hinna fyrstu til að fljúga yfir Atlantshafið cg fyrstur til að fljúga yfir Suðurpólinn. Hann var gerður út til þess að stofna flugstöð á Grænlandi súmarið 1941 og dvaldi þar síðan að mestu í tvö ár, én kom oft til íslands og ýmsar merkustu flugferðir sínar fór hann frá Keflavík, svo sem þegar hann var að uppræta þýsku stöðvarnar á Sabineey og Eskimóanesi á Austur-Grænlandi. — Mörg æfintýri gerðust í ferðum Bandaríkjahersins yfir Grænland. í þessu og næstu blöðum Fálkans segir frá einu þeirra, sem eigi stendur að baki hinum ferlegustu æfintýrum og hrakningum, sem á sjó hafa gerst. Hefir Fálkinn áður safft frá því frægasta þeirra. En í þessari sögu segir frá ameríkönsku flugvirki, sem strandaði á austanverðum Grænlandsjökli 9. nóvember 1942, á leið til Islands og þaðan til Englands. AGA ÞESSI er skráð af ameríska majórnum Oli- ver La Farge og kom á prent í bókinni „War below Zero“, sem hann gaf út á- samt Bernt Balchen og H. N. Olip- bant. La Farge var ekki sjálfur í ferðinni, en skráði frásögnina eftir viðtölum við þá, sem komust lífs af úr flugvélinni. Tveir þeirra fór- ust, en fimm mánuðir liðu þangað til síðasta manninum var bjargað. En af mönnunum, sem unnu að björguninni, fórust þrír. Vélin sem fórst var frá Loftflutn- ingadeild (A.T.C.) Bandaríkjaflug- hersins. En í björguninni tóku þátt bæði flugmenn (m.a. Bernt Balchen), landher og sjóher. — Hinn ö. nóv. 1942 var flugvirki flogið austur yfir Grænland. Það átti að fara til Englands og taka þátt í styrjöldinni. Flugmaður var Ar- mand L. Monteverde, stýrimaður Harry E. Spencer og leiðsögumað- ur William F. O’Hara, allir liðsfor- ingjar. Áhöfnin var Paul J. Spina, Loren E. Howarth og Alexander F. Toccanione. Einn farþegi var í flug- vélinni: Clarence Wedel. Þennan sama dag hafði verið til- kynnt að fiutningavélar hefði verið saknað, og Monteverde var skipað að taka þátt í leitinni. Dagarnir voru orðnir stuttir og allra veðra von, svo að ekki var hægt að gera ráð fyrir tryggu flugveðri. Monte- verde fór í leitarflug bæði 6. og 7. nóvember. Auk áðurnefndrar á- hafnar liafði hann fengið með sér tvo athugendur, sersjantana Lloyd Puryear og Clinton Best, sem báðir voru sambandsforingjar á flugstöð- inni. Þann 8. var ekki flugveður, en 9. nóv. var leitinni haldið áfram. Þeim hafði verið sagt að fljúga yfir þveran Grænlandsjökul og svo meðfram austurströndinni. Er þeir voru að kalla komnir austur yfir jökul lentu þeir í óveðurssvæði, sem var þvínær 2000 metra liátt. Þeir fíugu kringum það og reyndu síð- an að fljúga undir því til þess að halda leitinni áfram. Allir höfðu gát á sjálfum jöklinum og þeir þótt- ust vissir um að þeir væru í nægi- legri hæð. En vélin flaug „í mjólk“ — svo kalla flugmenn það er þeir fljúga yfir ís og varla sjást skil láðs og lofts — og nú átti óhappið að vilja til. Monteverde fann að vélin hoppaði og liristist og datt fyrst i hug að sprenging hefði orðið í Iireyflinum. En varla var sú hugsun á enda fyrr en vélin staðnæmdist skyndilega. Vinstri vængbroddurinn hafði rek- ist í ísinn og búkurinn svo rekist i jökulinn. Hann skrikaði áfram 60- 70 metra og hafði lokið sinni síð- ustu ferð. Búkurinn hafði brotnað í tvennt um loftskeytaklefann. Þurr skafrenningur úr skarasnjó lék um ísinn og buldi á vélinni eins og hagl, svo að Monteverde datt fyrst í hug að eldur hefði komið upp í vélinni og þeytti sér út gegnum gluggann. Nú fyrst sá liann hvernig skemmdirnar voru. Frammi við hreyfilinn lá maður, og það var blóð í snjónum. Maðurinn var Spina; hann hafði slengst fram úr vélinni og brotið báðar beinpípurnar fyrir ofan vinstri úlfnlið. Hanskar og skór höfðu tæst af lionum, og áður en liann var borinn inn i vélina hafði hann kalið á báðum höndum. Þær voru allar rispaðar og sömuleiðis var hann með skrámur á andliti. Best hafði slengst gegnum rúðuna fram í og var með sár á höfði. Wedel liafði fengið glóðarauga. -Hinir voru allir óskaddaðir. Nú kom OTIara að, og þeir Monte- verde báru Spina inn í vélina, en hinir týndu saman teppi, kodda og segldúk og bjuggu um hann í aftur- hluta vélarinnar. Þar var hest skjól og rýmst um þá. Þeir vissu um það bil hvar þeir voru, en þó ekki fyllilega. Vegna stormsiiis og hríðarinnar var ókleift að vera úti nema stutta stund i einu og jafn ómögulegt fyrir aðrar flugvélar að sjá til þeirra. Sendi- tækið hafði brotnað. Þeir voru í vetrarherklæðum, en höfðu engan heimskautafatnað með sér. Vistirn- ar voru eins og hráviði úti i fönn- inni, og ekki viðlit að ná í þær fyrr en veðrinu slotaði. Þarna var einn maður stórslasaður, nokkrir meidd- ir og alla hafði þá kalið meira eða minna á fingrum og tám. Þeir höfðu hvorki ljós né ofn. Nú var komið að kvöldi og ekki annars kostur en að reyna að byrgja rifuna í skrokkn- um með segldúk, vefja svo sjálfan sig í falllilífardúk, skriða i hnapp til að halda betur á sér hita — og bíða svo. Drungalegir dagar. Monteverde hafði verið skáti í bernsku og lært hjálp í viðlöguin. Hann setti brotið á Spina saman og batt spelkur um, og beinið greri alveg rétt saman. Svo lét hann hina æfa sig í hjúkrunarstörfum líka. hlúðu að Spina i þessum fáu værð- arvoðum, sem þarna voru, og sjálfir lireiðruðu þeir um sig sem þéttast og iðuðu fótunum i sifellu, til þess að halda á þeim hita. O’Hara hafði fengið snjó ofan í stígvélin, þegar hann var að bera Spina inn í vél- ina, en ekki hugsað um að sópa honum burt — það var um annað að hugsa þá. Loksins þegar fyrsta óðagotið var afstaðið sagði Monteverde: -— Þetta er jafn nýtt fyrir mig eins og fyrir ykkúr. Samkvæmt reglunni hefi ég stjórnina hér, en ég vil lilusta á allar tillögur, sem þið kunnið að vilja bera fram, og svo ræðum við þær í sameiningu. Þegar liann minntist á þetta æfin- týri síðar segir hann: — Það var lánið að ég hafði svona ágæta menn. Allir voru samhentir, annars liefði enginn okkar komist lífs af. Öllum fyrirmælum var hlýtt út í æsar, og allt gekk vel. Hríðin hélst alla nóttina. Storm- urinn rak snjóinn inn í vélarskrokk- inn og inn um saumana á fötunum. Piltarnir voru afar þyrstir. Monte- verde taldi geðlirifin við lendinguna vera ástæðuna til þess. Eini mátinn til að svala þorstanum var að eta snjó , og þetta gerði illt verra. — .Bensíngeymarnir i sprengjuklefan- um höfðu rifnað þegar vélin rakst á. Bensinið lak um allt og fyllti klef- ann með gaslofti svo að Monteverde þorði ekki að leyfa neinum að reykja. Vistin var yfirleitt fremur ömurleg. Svona hélst þetta bæði 10. og 11. nóvember, en þann 12. kom bjart og gott veður. Spencer og O’Hara vökn- uðu snemma um morguninn og fóru út. Þeir afréðu að ganga í suðaust- ur í þeirri von að sjá ströndina og opið haf, svo að þeir gætu ákvarð- að hvar þeir væru staddir — það var fyrsta skilyrðið fyrir björgun. Ekki höfðu þeir gengið nema nokk- ur skref þegar Spencer hvarf skyndi- lega ofan í sprungu. Þetta augnablik gekk hann á öruggum snjó, að þvi er virðist, en næsta augnablik var hann horfinn. Þar sem hann hafði staðið var ofurlítil hola eftir. — Sprungurnar reyndust vera mein- liættulegar. Þær ginntu mann í dauð- ann eins og slæg óargadýr. Þegar Spencer hrapaði — honum fannst fallið aldrei ætla að taka enda — hélt hann að úti væri um sig. Ilann hafði lesið um Grænlandsjökl- ana, og vissi að þetta var jökul- sprunga, sem líkelga væri hundruð metra á dýpt og að hann mundi verða að klessu þegar hann kæmi í botn. En þá lenti hann á jaka, sem var skorðaður milli sprungu- veggjanna. Hann lá á maganum yfir jakan þveran, en haugur af snjó hafði lirunið ofan á hann. Hann sóp- aði af sér snjónum og leit ofan í hyldýpið. Svo sneri hann sér við og þá skrikaði jakinn undir honum. En honum tókst að ná jafnvægi og nú stóð hann á fætur. Hann varð forviða á þvi sjálfur, að jiað sem honum datt fyrst i hug, var hve fallegt var þarna. Sólin var að koma upp. Fyrir ofan hann voru isbarmarnir, meira en 30 metra há- ir. Og efst skinu sólargeislarnir á gjárbarminn og hann gat eygt glitr- andi himinn og sólroðin ský. O’Hara kallaði á lijálp og Monte- verde kom lilaupandi og liinir á eftir. Monteverde hafði kalið svo illa á fótum að hann hafði þrautir í þeim marga mánuði á'eftir, þegar hann gekk. En liann hlífði sér aldrei. Sprungan var fimm metra við. Monteverde lagðist á sprungubarm- inn og kallaði. Það var rétt svo að hann heyrði svarið: að Spencer væri lifandi og lieill á húfi. Svo bundu þeir saman vað úr fallhlífar- snærum og renna lionum niður. Spencer batt spottann um sig og þeir drógu hann upp — nærri því upp undir brún. Þetta var erfitt þvi að snærið skarst inn i klakann. Allir nema Spina toguðu í, jafnvel Best, sem var veikur og lasburða eftir þeytinguna fram úr flugvélinni. En þeir urðu að sameina kraftana því að þeir voru magnlitlir. Þegar Spencer var kominn upp undir brún komu þeir lionum ekki lengra vegna þess hve djúpt snærið hafði sagast i klakann, og sjálfum fannst honum eins og verið væri að skera hann i tvennt, undan snærinu. Þeir létu hann því síga niður á jakann aftur og sendu honum falllilífaról- ar niður. Þegar liann liafði sett þær á sig leið honum betur. — Líka létu þeir síga til hans hníf. Með lionum molaði Spencer klaka frá snærinu neðan frá, en Monteverde molaði ofanfrá, og þannig tókst loks að koma Spencer upp. Þennan dag gátu þeir grafið mest af vistunum upp úr snjónum, og til þess að fagna björgun Spencers álcvað Monteverde að allir skyldu fá fullan matarskammt þennan dag.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.