Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1947, Side 4

Fálkinn - 24.01.1947, Side 4
4 FÁLKINN Það pr eftirtektarvert, að stundum eru það hálfgerð að- skotadýr, sem gerast foringjar þjóða, sem þeir eru ekki í eiginlegum skilningi sprottnir af, og valda aldaskiftum með þeim. Napoleon kom frá Kor- siku, sem var frekar ítölsk en frönsk, Hitler var Austurríkis- maður og Sverrir konungur Færeyingur. og Josef Vissario- novitj Djusjvili er Georgiubúi. fæddur í Gori, skammt frá Tiflis 21. desember 1879 eftir gömlu tímatali (eða 2. janúar 1880 eftir því nýja). Stalins- nafnið tók hann ekki fyrr en löngu síðar. Það var eitt af mörgum felunöfnum, sem liann notaði á þeim árum, sem hann var ófriðhelgur útlagi. En nafn- ið er dregið af rússneska heit- inu á stáli. Georgia er fjallaland með stríðum ám og liáum tindum, svo ólíkt rússnesku sléttunum sem hugsast getur. Þarna var gamalt menningarsvæði i Kák- asus og Georgíubúar höfðu alla reiðu fyrir 2000 árum kynni af menningu Miðjarðarhafsþjóð- anna. Þeir urðu miklu fyrr kristnir en þjóðflokkarnir kring um þá, og kirkjurústir frá gam- alli tíð bera þess merki, að byggingarlistin í Georgíu hafi verið á háu stigi. ust ýmisleg plögg, sem gáfu lögreglunni átyllu til að gefa út skipun um að fangelsa Stalin og má segja að upp frá þehn degi og fram að byltingunni liafi hann alið aldur sinn ým- ist í felum, fangelsi eða útlegð í Síberíu. Aðeins einu sinni sat hann fangelsistíma sinn á enda en fjórum sinnum tókst hon- um að fiýja frá Síberíu til Rúss- lands. Flestir mundu hafa látið hugast undan því, sem Stalin varð að þola, en liann var hraust- menni o.g stóðst allar raunir. Og svo er sagt að i livert sinn sem liann sat í fangelsi, hafi klef- inn lians verið miðstöð allrar undirróðurstarfssemi í liéraðinu Hann liafði gífurlegt þrelc og ókúganlegan vilja, og í þessu felst skýringin á því að honum tókst að sigrast á öllum and- stæðingunum heima fyrir og komast frá öllum kepiiinaut- um sínum. Milli þess er hann dvaldist í fangelsi vann hann að skipulagsmálum flokksins og sem ritstjóri meira og minna forboðinna blaða, þar á meðal „Pravda“ (Sannleikurinn), sem þá var óásjálegt litið og liálf- vegis bannfært blað í Pélurs- borg. Siðast var Stalin fang- elsaður 1913. Þá hafði lögregl- an kominst að raun um, að sérstalcar ráðstafanir þyrfti að ÍOSEF STALIN Faðir Stalins var skósmiður en lélegur heimilisfaðir, svo að móðirin varð að sjá heimilinu farborða. Hún var af öðrum þjóðflokki, sem Osetínar nefn- ast mjög trúhneigð og lókst með miklum erfiðismunum að koma Stalin á prestaskóia, en það var eina menntabrautin, sem um var að ræða þar um slóðir. Stal- in lauk undirbúningsnámi í Gori með lofi og innvitaðist svo á prestaskólann í Tiflis. En hann hneigðist meira að sliórninál- um og félagsmálurn en guð- fræðinni, og var rekinn úr skól- anum. Stalin lét sér það liggja í léttu rúmi, en móðir hans tók sér það* nærri. Framabrau'tin, sem hún hafði hugað syni sín- um, var að engu orðin. Knicker- bocker, blaðamaðurinn ameríski hafði viðtal við gömlu konuna hér á árunum, þegar hann var að skrifa Rússlandsgreinar sín- ar. Hún hafði þá nýlega verið í orlofsferð til Kreml. Hann spurði hana hvort hún væri ekki stolt af syni sínum. „Jú“, svar- aði hún, „en hefði hann hagað sér sæmilega á prestaskólanum gæti hann verið orðinn biskup núna.“ Leiðlogum rússnesku bylting- arinnar má skifta í tvo flokka: þá, sem fyrir byltinguna lifðu landflótta í Vestur-Evrópu, og þá, sem höfðust við „neðan- jarðar“ í Rússlandi, hundeltir af yfirvöldum keisarans. Stalin var í flokki hinna síðarnefndu. Hann talar ekkert útlent mál — nema ef til vill ofurlitið í ensku — og hefir aðeins fjórum sinnum komið út fyrir landamæri Rúss- lands og aldrei til langdvalar. Hann hefir verið á flokksfund- um í Stokkhólmi og Tammer- fors, og hann hefir einu sinni hitt Lenin meðan hann var í út- legðinni. Svo leið nærri því mannsaldur þangað til hann hitti Churchill og Roosevelt í Teher- an. Það segir sig sjálft að það var öruggara og rólegra að dvelja í París eða Geneve en fara huldu höfði í Rússlandi sem réttdræpur skógarmaður. Þessar tvær tegundir manna voru því að mörgu leyti ólíkar og kom það glöggt á daginn eftir að byltingunni var lokið. Aðeins einn maður hlaut aldrei ámæli af því að hafa flúið land, og það var Lenin sjálfur. — Hann var hafinn yfir alla gagnrýni. Hinn 22. maí 1901 gerði lög- reglan húsrannsókn á eðlis- fræðistofnuninni í Tiflis, en þar hafði Stalin fengið undirtyllu- starf eftir að liann var rekinn af prestaskólanum. Þar fund- gera til að missa hann ekki, og hann var sendur norður á ísháfsströnd Siberíu. Þaðan var óhugsandi að flýja og þar var hann þegar byltingin varð. Það var deilan við Trotski, sem fyrst gerði Stalin kunnan utan Rússlands. Síðan er nafn hans nátengt öllum rússneskum stjórnmálaaðgerðum, þær og Stalin eru eitt. Fimm ára áætl- anirnar, Moskvamálin, lireins- anirnar“ og síðast slríðið við Hitler — Stalin er bak við þetta allt. En hann hafði löngu áður unnið merkilegt starf og var orðnn einn af mestu áhrifa- mönnum sovjet-samveldisins. —• Það má velta því fyrir sér, hvort Rússar hefðu haft nokkra Stal- ingrad að verja 1942-43, ef Stalin hefði ekki getað haldið þessari horg — sem þá hét Tsaritzyn — árið 1918, þegar gangnbyllingamenn og útlent

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.