Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1947, Síða 6

Fálkinn - 24.01.1947, Síða 6
6 FÁLKINN I Æfintýralegur flótti. í aftureldingu 26. maí 1940 kom- ust þau fáu hundruS enskra her- manna er skipuðu baksveitir varnar- liðsins í Calais, niður í fjöru. Þeir voru særðir og magnþrota, en vildu samt ekki gefast upp. Þarna stóðu þeir í fiæðarmálinu og kúlum Þjóð- verja rigndi yfir þá. Þegar ekki var annað hergagna eftir en ein Brenbyssa og ein vél- byssa var vörn Calais lokið og nú kom síðasta skipunin: Bjargi sér nú hver, sem best hann má! Gordon Instone, 23 ára, var einn þeirra uppgefnu manna, sem Þjóð- verjar umkringdu. Tíu mánuðum seinna kom hann til Gíbraltar eflir æfintýralegan flótta. Dag eftir dag dragnaðist fanga- lestin áfram þjóðveginn suður eftir Frakkiandi. Þó að Instone væri þreyttur reyndi hann samt tvivegis að flýja. 1 fyrri tiirauninni náðist hann er hann var að reyna að kom- ast gegnum limgirðingu inn í skóg- arholt. Hann var rekinn inn í fanga- röðina aftur og látinn vita, að hann yrði skotinn ef hann reyndi aftur. Þó reyndi hann aftur, um hábjart- an dag, er fangarnir drógust á- fram gegnum þorpið St. Paul. Þar rann á meðfram veginum. Instone fleygði sér í hana og faldi sig í sefinu undir bakkanum. Þar stóð hann klukkutima i vatni upp í liáls, meðan verið var að leita að honum í runnunum i kring. Loks gáfust Þjóðverjar upp á leit- inni og fangalestin hélt á fram. In- stone var aumur þegar hann kom upp úr. Herklæðin voru svo ötuð í for, að ómögulegt var að sjá að þarna færi enskur hermaður. Bóndi nokkur hjálpaði honum og daginn eftir hélt hann norður til strandar og var nú kominn í blá- an samfesitng. Hann liikaði ekki við að fara þegar að vinna spell, þar sem tækifæri gafst. Þar sem hann rakst á þýskan jarðsíma skar hann sundur leiðsluna og skeytti einangrunina svo saman, þannig að ekki væri sjáanlegt að siminn væri slitinn. En hann var gersamlega þrotinn að kröftum og fékk auk þess hita- sótt. Tókst honum að fá vist á geð- veikrahæli og var hjúkrað þar á- gætlega. Einn daginn komu nokkrir Þjóðverjar á hælið, er Instone var úti í garðinum, en honum tókst svo vel að leika geðveiklinginn að Þjóð verjarnir kenndu í brjósti um liann. Yfirlæknirinn kom honum í kynni við breskan flugforingja, sem Trea- sy hét og hafðist við á laun í þorpi einu skammt frá. Þeir lögðu nú upp saman í þeirri von að komast til sjávar. Instone kunni dálítið í frönsku og kom það oft að góðu haldi. Þeir náðu sér í bát en var ómögulegt að komast á burt og af- réðu því að fara aftur þangað, sem Treasy hafði verið áður. Instone hafði bólgnað mjög á fótum á göng- unni, svo að þeir skildu. Um þessar mundir voru Þjóð- verjar farnir að skrásetja Frakka, til þess að senda þá í þrælkun til Þýskalands. Instone vissi um þessa hættu, og lést nú vera belgiskur flóttamaður, en hvernig sem á því stóð fór svo, að einn daginn var hann settur inn í brautarvagn og látinn vita að liann ætti að fara til Þýskalands. Hann var einráðinn i að nota hvert tækifæri sem hugsast gæti til þess að komast hjá þrælkuninni. Hann sat i vagninum og lést sofa, en greindi þo að annar varðmann- anna, sem andspænis honum sátu, hafði sofnað, en liinn tekið af sér hjálíninn og sat með byssuna milli hnjánna og' var að eta. Rétt hjá Instone lá þungt járnstykki og þreif hann það og rotaði báða varð- mennina án þess að þeir fengju ráð- rúm til að æpa. Og skarkalinn í vagninum bar rothöggin ofurliði. Instone stökk af vagninum á fullri ferð og tókst að fela sig i skóginum. komst svo um síðir til Parísar ásamt frönskum lautinant, sem hann hitti á leiðinni. Fékk hann að vera hjá honum og konu hans og lést vera frændi þessa gistivinar síns. Á daginn vann Instone að bif- reiðaviðgerðum og dyttaði að þýskum sjúkrabílum en á nóttinni eyðilagði hann þýskar símalínur til þess að vega á móti dagsverk- inu. Honum tókst að ná sér i skil- ríki er sýndu að hann væri fransk- ur maður, sem leystur hefði verið frá herþjónustu. Stimplana á þessi plögg skar hann út úr lirárri kart- öflu. Út á þessi skilriki fékk hann svo skömmtunarseðla og' fékk greidd liermannaeftirlaun. Auk þess fékk liann ferðaleyfi og ávísun á hús- næði. Aðstaða hans var nú orðin sæmilega trygg. Instone afréð að hverfa á burt frá París og komast til Marseille. En það þýddi að hann varð að fara yfir markalínuna milli þess hluta Frakklands, sem var hernámssvæði Þjóðverja, og hins, sem Vichystjórn- in réð yfir að nafninu til. Hann varð ekkert smeykur þegar tveir þýskir hermenn tóku hann á landa- mærunum og fóru með hann til yfirmanns síns; svo vel treysti liann skilríkjunum, sem hann hafði upp á vasann. Hann sagði foringj- anum átakanlega sög'u af konu sinni og barni, sem væri í dauðans kverk- um á sjúkrahúsi i Lyon, en sagan lireif ekki. Hann var látinn vita að liann hefði farið yfir landamærin í leyfisleysi og þessvegna yrði liann sendur í nauðungarvinnu til Þýska- lands. Enn einu sinni var hann kominn „undir lás“, í þetta skifti í biðsaln- um á járnbrautarstöðinni i Chalon. En með snarræði sínu barg liann frelsinu á ný. Hann spurði varð- manninn livort liann mætti kaupa sér matarbita inni í veitingasaln- um. Á leiðinni þangað gat hann snúið varðmanninn af sér, hljóp fram stéttina og fram hjá dyrum með þýskri áritun. Nú mátti engan tíma missa. Hann opnaði dyrnar, fór inn og sá að þarna var þýsk veitingastofa. Sátu þar sex Þjóðverjar og drukku öl. Þeir góndu á hann. En Instone brá sér hvergi og gerði sig heima- kominn. Hann varð að látast vera POSTULÍN, MÁLMVÖRUR, pottar, pönnur, hnífapör — VIM hreinsar feiti og rgð án hess að skerða gljáann á yfirborðinu. HREINSAR FLJÖTT OG ÖRUGGT X-v 44--_>*5 rafmagnsviðgerðarmaður, enda i vinnufötum og með tösku. Hann gekk að einum lampanum skrúfaði úr peruna, skoðaði hana og skrúfaði hana i aftur. Svo gekk liann að snerlinijm, sneri honuin nokkrum sinnum til að athuga livort ljósið væri í lagi. Siðan hneigði hann sig fyrir þýsku foringjunum og fór út. Varðmennirnir, sem voru á mið- stéttinni komu auga á hann, en kom- ust ekki yfir teinana til hans því að í sama bili rann vörulest inn á stöðina. Þeir tóku til fótanna til þess að komast yfir á stétlina geg'n- um undirgöngin, en á meðan hljóp Instone þangað er margar konur stóðu á stéttinni og voru að af- ferma járnbrautarvagn. „Enskur flóttamaður!“ hvíslaði hann lil þeirra og þær áttuðu sig undir eins. Þær umkringdu hann á alla vegu en liann kúrði sig' niður, en kvenna- hópurinn mjakaðist ófram af stétt- inni og út á götuna. Þar hvarf hann inn í vegfarendahópinn og stefndi út úr bænum. En það var fjarri því að liann væri orðinn frjáls maður. — í Mar- sellie lenti hann í félagsskap and- stöðulireyfingarmanna og óður en hann vissi sat hann í St. Jean- fangelsinu. En hann toldi ekki lengi þar. Honum tókst að flýja ásamt 5 öðrum hermönnum og um hávetur Hendur Roosevelts í gips. — Ung amerísk listakona, Roty Shaw, hefir fengið þá hugmynd að gera gips- mynd af höndum Roodevelts heit- ins forseta, sem svo lengi héll fast á stýrishjóli Bandaríkjanna og tólcst það svo giftusamlega. Starfið er margt - en velliðan, afköst og vinnuþol er 006* þvi að fatnaðurinn sé hagkvæmur og traustur VSK VDNNQJiFAirAtEŒtRfÐ óSlLAhlDS % REYKJAVÍK Elzta. staeiata pg lullkomnasm veifeBmiðjQ stnnat gieinai ó Islandl komst liann suður yfir Pyreneafjöll til Spánar, en var tekinn þar og settur í fangelsi, þar sem hann leið verri kvalir en nokkru sinni áður. Hann var ekkert nema bjór ög bein. En andlega var hann í fullu fjöri og loks var honum sleppt. Hann var sendur til Gibraltar í mars 1941, og í veislunni sem honum var hald- in þar át liann fjórtán bjúgu og sex egg, áður en liann háttaði í gott rúm — í fyrsta skifti í tíu mánuði. Þessi hattur kemst varla i tísku, þó slcrítinn sé, það er sólhjálmur með viðtœki. Stúdentinn sem gerði liattinn er að láta félaga sinn heyra í tœkinu.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.