Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1947, Side 9

Fálkinn - 24.01.1947, Side 9
FÁLKINN 9 Sjúkling'ar ákalla Sankti Antonius. Fyrir skömmu var haldin St. Anton- íusar-vika á eynni Möltu, og í til- efni þess söfnuðust þúsundir sjúkra og örkumla manna þar saman til þess að biðja hinn heilaga Ant- onius af Padova um hjálp. Hátíðin náði hámarki, þegar biskup einn gekk fram með röð hinna sjúku me helgan dóm, sem verið hafði eign dýrlingsins. — Myndin sýnir biskupinn með hinn helga dóm fyr- ir framan sjúkling, sem er lamaður á báðum fótum. leiðina frá Ástralíu en að gefa hoií um undir fótinn. Og fram að því augnabliki að frú Matheson kom um borð, virtust tilraunir hennar ætla að bera góðan árangur. Milli Hong- kong og Miðjarðarhafsins hafði hún að mestu leyti haft majórinn fyrir sig, og allt þangað til þjófnaðurinn var franlinn, virtist hann una sér vel i návist hennar. En siðan varð hún að viðurkenna að takið, sem hún hafði liaft á homim var að bila. Það hafði komið mjög flatt upp á liana er hann var farinn að ganga með frú Matheson. Það var í fyrsta sinni, sem frú Matheson hafði sést með einum manni um borð. Þegar frú Pellering fór niður í klefann sinn, liálftíma eftir að majór- inn var farinn, varð liún lieldur en ekki hissa að sjá majórinn, sem hún hélt að væri háttaður, — með frú Matheson. Þau stóðu við borð- stokkinn og voru niðursokkin i að tala saman. Hún strunsaði áfram fokvond — bálreið yfir þvi að sitja á liakanum fyrir öðrum eins kven- manni. Frú Pellering kveikti i íbúð sinni — hún hafði tveggja klefa farrými. í svefnklefanum stóð opið koffort. Hún hafði beðið um að fá koffort- ið inn til sín upp úr lestinni, til þess að ná i kjóla, sem liún þurfti að nota. Suma þeirra hafði hún lagt á rúmið. Hún hafði sagt við þern- una, að hún mætti ekki snerta þá. Efst lá kjóll, sem hún vissi að fór henni sérstaklega vel. Hún hafði vonast eftir að þessi kjóll gengi i augun á majórnum. Hún tók liann upp og ætlaði að hengja liann inn i skápinn. En þegar ——- það lá við að hún hljóðaði, en svo kæfði hún niðri i sér hljóðið og hélt hendinni fyrir munninn. Svo beygði hún sig og snerti á einhverju, sem lá undir kjólnum, og sem hún hafði ekki hugmynd. um hvernig þangað var komið. Hylki úr grænu leðri. Meðan hún stóð svona eins og lömuð og horfði á þetta með skelf- ingu, var barið á dyrnar að setu- stofunni hennar. Hún hikaði við um stund, svo fleygði hún skrín- inu í rúmið, lagði kjólinn ofan á það og gekk fram til að opna dyrn- ar. Það var majórinn, sem stóð fyr- ir utan. — Afsakið að ég trufla, sagði hann hægt og seint. Eg ætlaði bara að segja yður, að ég var að tala við farþegastjórann i þessu. Hann sagði mér að allir farþegaklef- ar yrðu rannsakaðir áður en við kæmum til Marseille á morgun. Og þá kemur vitanlega á daginn hver þjófurinn er. Frú Pellering tók hendinni um liandlegginn á majórnum, náföl og skjálfandi. — Komið þér inn fyrir rétt sem snöggvast, sagði hún. — Hér hefir nokkuð gerst, sem er ótta- legt! Lokið þér hurðinni fljótt. Æ, það er hræðilegt! — Hvað er eiginlega að? Frú Pellering fór með hann inn í innri klefann og sýndi honum skrínið. — Lítið þér á! sagði hún. — Drottinn minn! Majórinn leit á skrínið og frú Pellering á vixl. Þér — og enginn annar, frú Pell- ering! — Eg? Hún starði á hann. — Eg? Vitanlega ekki. Eg liefi ekki hug- mynd um hvernig skrínið hefir kom- ist hingað. Það var hér ekki fyrir miðdegisverðinn. Einliver hlýtur að hafa laumað því liingað — raun- verulegi þjófurinn. Skiljið þér það ekki, Davenmort majór? — Þér — þér virðist ekki trúa mér? — Eg er að hugsa um hverju aðrir muni trúa, frú Pellering, muldraði hann. — En þér verðið að trúa mér — auðvitað trúið þér mér? Það var öryænting í röddinni. — Þér hljótið að trúa mér — er það ekki? bætti hún við livíslandi, — Jú, ég. En ekki hitt fólkið. — Drottinn minn! Hún hló kulda- lega. — Við erum nú bjánar, bæði tvö. Hver — hverjum dytti í hug að trúa svona nokkru um mig? Eg — ég að stela svona skartgripum? Eg sem á kynstur af skartgripum og peningum, meira en ég get nokk- urntíma notáð. Eg get vitanlega ekki annað en farið til farþegastjórans eða kapteinsins og sagt þeim hvernig komið er. Rétti þjófurinn hefir líklega orðið hræddur um sig. — Þetta er mjög sennilegt. Ég ætla að minnsta kosti að trúa þvi. En ég veit ekki livort kapteinninn eða farþegastjórinn eða Isaacs-hjón- in fást til að trúa því. — Hvað geta þau sagt? Ekki neitt. Þetta er scinnleikur — einber sann- leikur! —-• En það er ýmislegt grunsam- legt við þetta. Ilugsum okkur að þau haldi, að þér liafið orðið lirædd og ’ liafið viljað meðganga áður en komið var i eindaga. Jafvel forrík- ar konur stela stundum skartgripum, af hreinni og beinni ágirnd, eða að gamni sínu. Það hefir maður svo oft heyrt áður. Þér getið hafa gert það .... — Og svo er, bætti hann við — annað • atriði, sem er grun- samlegt. Þér voruð í klefanum yðar þegar þjófnaðurinn var framinn. Og það voruð þér, sem ákænðuð frú Matheson. Það gæti bent á það, að þér vilcluð koma gruninum af yður. — Þetta er hreinasta fásinna. Það er ómögulegt að þér meinið þetta. — Eg er að tala um hvað annað fólk meinar. Einhverjum dettur ef- laust í liug, að þér liafið ætlað að fela skrínið i koffortinu sem á að fara ofan i lestina aftur — i von um að geta smyglað því í land í Soutliampton. — Þetta er óttalegt, stundi frú Pellering, og hné náföl niður á stól. Hvað í óslcöpunum get ég gert? — Það er ekki nema eitt fyrir yður að gera, frú Pellering. Þér verðið að afhenda eigandanum skrin ið aftur, og segja hvernig í öllu ligg- ur. — Og ef frú Isaacs trúir mér ekki? — Þér verðið að láta skeika að sköpuðu um það. Það er eina ráð- ið. — Gæti ég ekki — vilduð þér ekki — taka þetta viðbjóðslega skrín og henda því í sjóinn fyrir mig? — Það gæti maður vitanlega gert, sagði majórinn hægt og horfði beint í augun á lienni. — En mundi það vera liyggilegt? Mundi það ekki benda til að þér liefðuð einhverju að leyna? Munið þér hvernig frú Matheson tók ákærunni frá yður? — En það var nú annað. Hún hafði engu að leyna. — Og þér, frú Pellering? — Eg? Þó að einhver fyndi skrínið hérna, mundi hann trauðla trúa þvi, að ég væri sek. — Þér sjáið sjálf hversu auðvelt það er að fá fólk til að trúa sekt onnara. Einliver te!-ur upp á þvi að fela skrínið ínni hjá yður, og þá lítur undir eins út fvrir að þér séuð sú seka. Frú Maíheson gat gert grein fyrir sinu máii, en þangað til hún gerði það þá mælti ailt með því að hún væri sek. Það er svo auðvelt að sverta fólk, frú Pellering. — Hvað eigið þér við? lirópaði hún upp. Hún fann liina þöglu á- kæru i orðunum. — Lítið þér bara á tilfellið með frú Matheson, sagði majórinn. — Hún kom um borð i Hongkong — seint, en það gat komið fyrir hvern sem vera skyldi. Það var engin á- stæða til að fetta fingur út i það. En sjáið þér til! Allir — og fyrst og fremst þér — sögðu, að hún hefði komið „eins og þjófur að nóttu“ Jæja, það útaf fyrir sig var nú meinlaust. En ekki var látið þar við sitja. Þið konurnar gátuð ekki séð hana í friði. „Hún liafði for- tíð“ — „liafði aðhafst ófyrirgefan- legan hlut“ — „var ævintýramann- eskja“ — o. s. frv. Frú Pellering bandaði liendinni til að taka fram i fyrir honum. — Kvenfólkið segir slikt án þess að meina nokkuð illt með því, sagði hún. — Og ég lield fast við mina skoðun, að frú Matheson hafi ein- hverju að leyna. — Það gerir hún líka, sagði ma- jórinn mjög alvarlegur. — Og ég skal segja yður livað það er. Hún var gift þorpara, sem dó á mjög viðeigandi hátt; liann var hengdur fyrir morð. Þetta var lienni léttir, en stimpillinn „morðingjaekkja“ er vitanlega ekki sérlega skemmtilegur og þessvegna hefir hún verið fá-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.