Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1947, Qupperneq 11

Fálkinn - 24.01.1947, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 t Um stjörnulestur. Eftir Jón Árnason, prentara. Eg hefi breytt fyrirsögninni fyrir greinum minum nú um áramótin og nefni þær eftirleiðis stjörnulesiiir, þvi þa'ð gefur réttari hugmynd um það, sem i raun réttri fer fram. Það er lestur en ekki spár. Margir stjörnuspekingar, sem mæla og rita á enska tungu, gefa því nafnið „readings“ eða „deiineation“. lýs- ing. Ýmsir liafa bent mér á það, að rétt væri, að ég gæti um nokkur aðalatriði, sem birst liefðu í sam- bandi við spásagnir mínar og sem hefðu komið greinilega í ijós, til þess að menn áttuðu sig betur á Jjeim. Eg vil Jjví gera tilraun til Jjess að geta nokkurra þeirra atriða, sem komið hafa í ljós í Jjessu sambandi. Nýtt tungl 24. okíóber 1946. Sagði: Áróður gegn stjórninni frá hendi kommúnista. — Kommúnistar sögðu sig úr stjórninni er flugvallar- samningurinn var samþykktur á Al- þingi og stjórnin öll sagði af sér sem afleiðing af Jjví. Sagði: Atvik gætu komið til greina um misgerðir er væru i myrkrum huldar. — Komst upp um vopna- smygl. Sagði: Slys gætu átt sér stað á ferðalögum og í sambandi við skemmtanir. Gæti slíkt gerst fyrir- varalaust. — Maður og tvö börn lét- ust af sprengingu austur á Héraði og bátur sökk fyrir Hornafirði og fimm menn fórust. Drengur dó af bílslysi í Reykjavík og bílaárekstur varð suður á Vatnsleysuströnd og farþegi beið bana. Eg sagði: Eldur gæti komið upp í skemmtistað. Eldur og slys i skóla eða kennslustofnun. — Stór hús- bruni i Reykjavík og kom eldurinn upp í sambandi við matsölustað. Skemmtun hafði verið Jjar sömu nóttina og eldurinn kom upp. Brann verulegur hluti húss K. F. U. M. Þar er rekinn skóli. Eg sagði: Dauðsföll meðal eldrí manna og þeirra, sem eru í liáum stöðum og eru þjóðkunnir. — Lést Þórður prófessor Sveinsson, lands- kunnur maður fyrir störf sín sem frumherji í geðveikislækningum á íslandi og forstöðumaður geðveikra- hælisins á Kleppi um margra ára skeið og kennari við Háskóla ís- iands. Einnig lést l)á í sama mund Þorkell Þorláksson, aðstoðarmaður i stjórnarráðinu og starfaði hjá þvi opinbera frá því hann var um ferm- ingaraldur. Hann var hátt á áttræð- isaldri. Eg sagði: Að stjórnin ætti í örðug- leikum og að örðugleikar væru í þinginu. — Stjórnin varð að fara frá og langur tími hefir liðið og engin stjórn komin á laggirnar enn þá. Allt bíður málþola í Jjinginu vegna þessa og lítil líkindi til að fjárlög fyrir árið 1947 verði gefin út á réttum tíma. — Forseti veikur og liggur á spítala þegar þetta er ritað og lengir það frestinn að öll- um líkindum til stjórnarmyndunar. Það, sem hér hefir verið minnst á, eru nokkur síðustu atriðin, sem gerst liafa siðasta mánuðinn (nóv.- des.), því þessi atvik liafa verið mjög áberandi. Nú vil ég geta nokkurra eldri atriða. 1. ágúst 1943 var sólmyrkvi. — Um Iiann sagði ég, að konungar og ríkjaráðendur myndu lenda i örðug- leikum. Eg vildi ekki fullyrða, að einliver slíkra manna mundi deyja, jafnvel laó að ég liafi mörgum sinn- um veitt Ijví athygli, að eftir sól- myrkva deyja einn eða fleiri menn, sem eiga atvinnu sína undir þvi stjörnumerki, sem sólmyrkvinn birt- ist í. í þetta sinn var sólmyrkvinn í Ljónsmerki, sem er merki sólar- innar, konunga og ríkjaráðenda. Þegar tungiið var komið á þann stað, sem myrkvinn var á, sem var þann 28. ágúst, lést Boris Bulgaríu- konungur. Næsta dag, 29. ágúst, voru fyrrverandi Frakklandsforseti og frú hans flutt í fangabúðir eða til gæslu i Þýskalandi, og Kristján Danakon- ungur settur undir gæslu. Yorið 1944, nokkru áður en þjóð- aratkvæðagreiðslan fór fram hér á landi um uppsögn sambandslaganna, sagði ég, að truflandi áhrif mundu korna frá Kaupmannahöfn. Var það rakið í gegnum hús utanríkismála hér, 7. hús. Þetta birtist í „Fálkan- um á föstudag, en daginn eftir kom skeytið frá Kristjáni konungi um að liann viðurkenndi ekki sambands- slitin. í sambandi við sólmyrkvann 30. maí 1946 gat ég þess, að jarðskjálfti eða eldgos yrði á lengdarlínunni Ivamtshaka og Salómonseyjar. — Það getur oft liðið misjafnlega lang- ur tími frá því að afstaða sýnir jarðskjálfta og eldgos. Fer það eftir því live margar afstöður koma á eftir henni, sem hafa áhrif á hana og hve sterkar þær eru. 27. júní kom snarpur jarðskjálfti, sem fannst í Nýja Sjálandi. Hann hefði átt að eiga upptök sín á hinni fyrrnefndu línu á milli Ástralíu og Nýja Sjá- lands, en um þetta hefir ekki frétst, svo ég viti. En löngu siðar gaus fjall á Kamtshaka. í sambandi við nýja tunglið 24. sept. 1946 og samstæðu Mars og Júpíters benti ég á jarðskjálfta, sem gæti átt sér stað um Panama eða á þeirri lengdarlinu eftir 8. okt. Hans gæti og orðið vart í vestanverðri Norðurálfu, í Burma eða austan Nýja Sjálands. — 1. nóv. kom mikill jarð- skjálfti á Malayja eða nálægt þeirrí lengdarlinu, sem á var minnst. Og 12. nóv kom jarðskjálfti í Perú og fórust bundrað manns samkvæmt því er fregnir liermdu. Eg hefi í framanskráðu getið nokkurra þeirra atriða, sem fram hafa komið út af lestri mínum í stjörnunum. Eru það aðeins þau atriðin, sem einna augljósust reynd- ust. Mörg atriði eru minna áberandi vegna þess að örðugra er að fylgj- ast með þeim. Undir þeim lið eru talin atriði, sem t. d. teljast við- Ljómandi dragt úr mattbláu ullar- krepi með leggingu úr platínuref neðan á jakkanum, sem er nærskor- inn í mittið en slær út að aftan. Pilsið er mjög nærskorið og fell- ing á þpí að framan, svo að hœgt sé að hreyfa fæturna í því. LÚXUS! .— Þetta hepðaskjól úr hermelinskinnnm og bryddað með hermelinrófum, ásamt tilheyrandi handskjóli, er ekki miðað við kaup- getu fjöldans, en það er að minnsta kosti kostnaðarlaust að horfa á myndina. fangsefnum stjórnarinnar, sem oft og tíðum eru aðeins skrifstofuvið- fangsefni, en verða tiltölulega lítið kunn almennt. — Og í þriðja lagi eru verkefni, sem eigi koma i Ijós, en það á orsök sina í þvi, að þá er sýnilega enginn til, sem svarar á- hrifunum. — Almennt talið er það álitinn góður árangur ef 70 af hundr- aði þess, sem sagt er, birtist i lífi manna. Frakki fyrir grannar meyjar. Þið kannist við sniðið á þessum frakka, þvi að það hefir verið notað á kjólum áður. En það nýtur sin líka vel á frakkanum, með stórum kraga- hornum og tvíhneppt, og nærskorið i mittið. Því ekki það? — Parísarbúar mega eiga það, að þeir láta sér detla margt í hug, ekki síst þegar tískan er annars vegar. Er ekki sjáanlegt að þeim hafi farið nokkuð aftur í því efni við hernámið, nema síður sé. Varla var biíið að slá þvi föstu, að fjaðrir væru ákjósanlegasta hatta- skrautið þegar einn tiskukóngnrinn reyndi að bjóða betur og fór að sýna hatta, sem voru skreyttir út- stoppaðri hermelínul Það var lítill flauelshattur, sem bar þ.etta skraut uppi. íjí íj< í}< tj<

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.