Fálkinn


Fálkinn - 01.08.1947, Side 4

Fálkinn - 01.08.1947, Side 4
4 F Á L K I N N Heimsókn Norðmanna í síðasta blaöi var sagt frá fyrstu þremur döguni Norðmannaheim- sóknarinnar, til mánudagskvölds. Hér verður sagt frá siðustu fjórum dögunum og er þá fyrst þar til að taka að á þriðjudagsmorgun bauð bæjarstjórn Réýkjavíkur gestunum i Þingvallaför. Var iagt upp úr bæn- um kl. 9 og fyrst lialdið upp að Reykjum og numið staðar við dælu- stöð hitaveitunnar. Þar bauð Gunn- ar Thoroddsen, borgarstjóri, gest- ina velkomna með stuttri ræðu og iýsti hitaveitunni og á hvern hátt hún væri til orðin. Helgi Sigurðs- son, verkfræðngur, gerði þvi næst grein fyrir iiinni tæknilegu hlið jmssa merkilegasta fyrirtækis hæj- arins og íslands, sem iivergi á sinn tika i heiminum. Þótti gestunum merkilegt að sjá þetta mannvirki, sem þeir áður voru kunnir af af- spurn og allir öfunduðu Reykvik- inga af. Nú var haldið rakleitt til Þing- yalla og fyrst numið staðar við op Almannagjár og liorft yfir liinn sögu- fræga stað. Var þá glaða sólskin og' staðurinn í sinum besta töfraskrúða. Á Löghergi var næst staðnæmst og var þar alskreytt íslenskum og norsk um fá'num. Pálmi Hannesson rektor sagði jarðfræðisögu staðarins i stuttu erindi en síðar voru húðar- rústirnar í þingihu skoðaðar og svo lialdið i Valhöll, þar sem sest var að hádegisverði. Fyrstu ræðuna und ir borðum flutti Gunnar Thoroddsen borgarstjóri. Drap hann þar á hina sögulegu þýðingu staðarins og livers virði hann hefði verið fyrir þjóð- ina frá því að þing var fyrst sett þar, og hve nátengd frelsiskennd þjóðarinnar væri Þingvelli. Siðan sneri han máli sínu til Norðmanna og baráttu þeirra og vék að þvi, er Nordal Grieg segir i Ijóði sínu, að „friliet og iiv er ett“, og ætti jmð jafnt við um íslendinga sem Norð- menn, enda væru þeir allra þjóða skyldastir. Bað hann menn að hrópa húrra fyrir Hákoni konungi, Olav krónprins og norsku þjóðinni. Næsti ræðumaður var Nils Han- sen, oddviti borgarstjórnarinnar í Bergen, og lýsi Jiann innilega þeim tilfinningum, sem Norðmönnum kæmu i brjóst er þeir væri staddir á helgasta stað íslands. Hann minnt- ist síðan Reykjavíkur, og taldi hana vera liöfuðborg j)jóðar sinnar í rík- ara mæíi en aðrar höfuðborgir sinna þjóða og nefndi þar til hvc borgin hefði margt af' nýtísku tækni að bjóða, en sérstaklega minntist hann á hitaveituna, sem hann kvaðst öf- unda Reykvíkinga af. Næstur flutti Arnfinn Vik forseti horgarstjórnar- innar í Osló kveðju frá Osló, en Jakoh Loth ])ingforseti frá Stór- þinginu en Gunnar Thoroddsen ])akkaði kveðjurnar. Eftir að staðið var upp frá borð- um var gengið um staðinn, á Spöng, að Öxarárfossi og víðar og dáðust gestirnir mjög að náttúrufegurðinni. En kl. 4 var haldið til Reykjavíkur. Nokkur hluti mannfjöldans á Snor rahátíðinni. Myndin er tekin af þaki skóluhússins. seta, ríkisstjórnar, bæjarstjórnar Reykjavíkur og margra annarra, sem við liöfum iiaft tækifæri til að kynn- ast. Gestrisni er íslendingum í l)lóð borin, það þekkjum við frá forn- sögunum. íslendingar eru fastheldii- ir á gamlar venjur og eins þessa. Við höfum í dag liaft þá ánægju að heimsækja Þingvelli, þar sem Al- þingi íslendinga var haldið liátt í þúsund ár. Það cr einkennilegt fyrir okkur, að standa á Þingvöllum, láta hugann reika til baka lil þeirra miklu viðburða, sem þar liafa gerst og sögurnar skýra frá. Vér höfúm áður haft Þingvelli í huga, en sú mynd raunveruleikans, sem birtist okkur í dag er langtum glæsilegri en allar vorar fyrri hugmyndir. Það g'ripur okkur hátíðleg tilfinnihg, cr við í fyrsta sinn stöndum á þeim stað, er stofnað var hið íslenska réttarríki, þar sem lögin voru sögð fram og dómar dæmdir. Erfða- venjan um réttarrikið er gamall þjóð ararfur Norðmanna og íslendinga, grundvöllur laganna, sem kunngerð yoru frá Lögbergi. Þau lög er fyr.st voru þar sögð, voru runnin frá Gula- þingslögum. Landnámsmennirnir komu hingað, sneru síðan aftur til Noregs til að fá þar fyrirmynd fyr- ir lög sín. Virðingin fyrir lögunum hefur verið og verður aðalsmerki norrænna þjóða. í vitundinni um, að löghlýðni er grundvöllur frels- isins, höfum við skapað okkur rétt- arríki. Lögunum er hægt að breyta og verður að breyta, en konungur getur aldrei framfylgt neinu Öðru en því er þau á bverjmn tíniá fyr- irskipa". Var ræðu ríkiserfingjans tekið með miklum fögnuði og má með sanni segja að hún lireif hugi allra viðstaddra. Þingvallaför. — Kvöldboð norska sendiherrans. — Gullfoss og Geysir. — Þjórsárdalsförin. — Kveðjusamsætið. Olav krónprins og forseti íslands ganga inn á hátíðarsvæðið í Reykholii. Boð norska sendihefrans. Kl. 7.30 hafði T. Anderssen-Rysst sendiherra boð inni i Sjálfstæðis- liúsinu fyrir Norðmennina og fjölda islenskra gesta, alls á þriðja hundr- að manns, og sátu þar í öndvegi forseti íslands og Olov krónprins. Sendiherra bauð gesti velkomna en nokkru eftir að sest var að snæð- ingi kvaddi ríkisarfinn sér hljóðs og flutti skörulega og hjartnæma ræðu fyrir íslandi. Meðal annars mælti hann á þessa leið: „Við Norðmenn, sem hingað er- um komnir í tilefni af aflijúpun Snorrastyttunnar í Reykholti höf- um hér með gripið tækifærið til þess að sjá nokkra al' íslenskum vinum okkar, áður en við hverfum af landi burt, til þess að þakka þéiin þá einstöku gestrisni, sem oss hefir verið sýnd hér af hendi for-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.