Fálkinn


Fálkinn - 01.08.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 01.08.1947, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Á víð og dreif um 3 Landbúnaðarsýninguna séin brýni fró Fo'ss, Bruslettoljáirn- í næstsíðasta blaði lauk fljótlegri lýsingu á sýningum þeim, sem sjálf sýingarnefndin hefir annast um í aðalskálanum. En í samá skála voru básar einstakra sýnenda, sumir á íslenskri framleiðslu en flestir á út- lendum vélum og tækjum, sem gerð hafa verið til þess að ltta bændum jarðyrkjustörfin og húsmæðrum innistörfin eða miða að því al- mennl að fræða almenning og gera lilveruna betri en áður. Þessir sýn- ingarbásar voru 80 talsins og jæss- vegna verður ekki hægt að fara að lýsa neinum þeirra sérstaklega, því að þá yrði einhverjum öðrum gert rangt til. Skal því eigi sagt frá neinum sýningum, en hinsveg- ar vikið að stærsta sýnandanum á Landbúnaðarsýningunni, sem er Samband ísl. samvinnufélaga. Það liafði reist sérstakan sýning- arskála, áfastan aðalskólanum og til liægri þegar inn var gengið að- aldyrnar. Sambandið er sameignár- félag bænda og gerir sér þessvegna meira í'ar um að sinna hinum marg- Idiða þörfum þeirra á betri Iiátt en nokkur annar aðili getur gert. Er því ekki að furða þótt þatttaka þess í sýningunni væri mikil og fjöl- breytt. Fyrst mætir auganu á Vélasýn- ingu S.Í.S. aragrúi af landbúnaðar- vélum frá stærsta firma heimsins í sinni grein, International Harvest- er Company. Þar má nefna dráttar- vélar, sem bcita má fyrir jarðýtur, þá hina léttu Farmall-dráttarvél, sem sést svo víða i sveitum nú orð- ið, með allskonar verkfæri í eftir- dragi og jafnvel er notuð sem bif- reið. Þarna eru plógar, herfi, sláttu- vélar, heyýtur, múgavélar, heyvagn- ar og kartöflugref, sem bæði taka upp kartöflurnar og flokka þær eftir stærð. — Frá Arvika Verken í Arvika ber fyrst að nefna sláttu- vélina Herkules, sem mun liafa ver- ið fyrsa sláttúvél, er nothæf reynd- ist hér á landi. Arvika Verken sýna einnig snúningsvélar, kartöflugref ýmissa tegunda, kornhreinsivélar og kornsláttuvélar. Siðan koma ýms firmu frá Englandi, Canada, Dan- mörku og Svíþjóð með allar þær vélar, sem nægja mundu til fylli- lega vélræns búskaparlag's. — Næst eru tæki, sem ýmist vita að eldri tækni jarðyrkju og heyskapar, svo Br unabótafélag Islands. vátryggir allt lausafé (nema verslunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrifstofu, Alþýðuliúsi (sími 4915) og lijá umboðsmönnum, sem eru 1 hverjum hreppi og kaupstað. ir kunnu, sem útrýmdu skotsku ljá- unum, eða innanhúsgögn til ýmissa þárfa: skilvindur, mjólkursigti, kvarnir fyrir refafóður, handverk- færi og hestafæri, sem flest eru frá Kyllingstad Plogfabrik i Noregi, auk svo fjölda margs annars, sem tug- þúsundir sýningágesta liafa horft á með athygli. í sérstakri deild eru allskonar tæki, svo sem kæliskápar, hræri- vélar, þvottavélar, þvottapottar o. fl. Þá sýnir ullarverksmiðjan Gefjun á Akureyri á einkar skemmtilegan hátl starfsemi sína. Þar var einn af vefstólunum i gangi og sýndi hvern- ig bandið varð að dúk. Þar voru og sýndar afurðir verksmiðjunnar, svo sem lopi, kambgarn, hand ullar- teppi o. fl. en á öðrum stað fatnað- ur, sem gerður liefir verið úr fram- leiðslu Gefjunar bæði á konur og karla og til slits og ferðalaga. Iðunn, sem er samhýling’ur Gefj- unar á Akureyri sýndi allskonar sútaðar húðir og skinn, ásamt þvi, sem úr þeim má gera. Skinnin koma úr sinni umbreytin'gu i verksmiðj- unni fram sem úrvals vara í ýms- um litum, eins og sannfærast má um er fólk sér hariskana, sem gerð- ir eru úr skinnum Iðunnar og eins, þegar litið er á hina fjölbreyttu sýningu á skófatnaði frá þessu fyr- irtæki. Að hægt væri að gera það úr ísleiisku skinni það scm nú er gert, liefði verið sagt lygi fyrir tuttugu árum, en nú er það sannað. Þessvegna var sýning Iðunnar sér- staklega athyglisverð. Undir beru lofti. Þar eru líka sýningar á allskon- ar vélum til landbúnaðar og hey- vinnslu frá ýmsum firmum og höfðu flest þeirra líka sýningar inni í Að- alskálanum. Mest bar þar á sýningu h.f. Orku, sem var t. v. þcgar geng- ið var inn í aðalskálann. Þar voru fjölbreyttar sýningar frá canadisku firma, Massy Harris í Toronto, sam- nefndu firma í Englandi, Olivier Corporation í Bandaríkjunum og ýmsum fleirum, og vil ég þar sér- staklega geta súgþurrkunartækjanna, sem þurrka má með hey í lieitu blásturslofti, og firra það á þann veg skcmmdum þeim, sem nú hafa orðið bændum að miklu tjóni á vf- irstandandi rosasumri. í sambandi við þau skal þess getið, að annars- staðar á sýningunni (bás nr. 15 frá Rafvirkjanum) var sýnd súgþurrk- unarútbúnaður eftir islenskan hug- vitsmann. Hefir aðferð hans reynst prýðilega. Þegar bændur fá ódýrt rafmagn heim til sín, verður ekk- ert heyskaparheimili án þessarar aðferðar til þess að bjarga heyi sínu i hús með fullu notagildi og límar „hrakningsins" eru úr sög- unni. Iín þar með er leyst úr tor- veldasta vandamáli bænda og sigur unninn i baráttunni við rosann. Firmað Kristján Ó. Skagfjörð hafði einnig sýningu úti á bresk- um múga- og snúningsvélum, rakstr- arvélum og herfum (frá Dening & Co.), Sláttu og rakstrarvélar frá A..B. Vasterásmaskiner og ennfrem- ur á prjónavélum sænskum (IJIv- sund 1), tékkneskum saumavélum (Lada) og dönskum áburðardreif- ara og forardælu. Þá sýndi og i þessum flokki Heildverslunin Edda garðplóga, en sama firma hafði fjölbreytta sýningu á ýmsum jarð- yrkjutækjum inni í skálanum. At- hygli vakti og á útisýningunni bif- reiðaskúr, gerður úr næfurþunnri steypu af Vilberg Hermannssyni. Sýnandinn var heildverslunin Alfa. Enn má nefna í þessari deild rakstr- arvélina fornu, sem sýndi á eftir- tektarverðan hátt, hve mikla þýð- ing'u það hefir að verja vélar ryði. Hún var ryðguð og ljót að hálfu en á hinum helmingnum sést, hvern- ig liægt er að verja þetta með lakk- málningu frá Hörpu. Brautryðjendur. Svo má kalla fyrstu vélknúnu jarðvinnslutækin, sem notuð voru hér á landi. Þar skipar öndvegi þúfnabaninn, sem byrjað var að nota í Fossvogi sumarið 1921. Harin er o.rðinn gamall og ryð- brunnin, en sómir sér þó vel sem fulltrúi þess tíma seiri liann kom til landsins á. Máske var það hann, sem mcð verki sinu sannfærði þjóð- ina um, að hægt væri að rækta landið öðruvísi en með hestaverk- færum. Og þarna standa þrjár dráttarvélar: Fordson, International og Centaur. Siðastnefni vélhestur- inn hefir aftan í sér sláttuvél. Þeg- ar hann starfaði fyrst liafði slík tækni aldrei sést fyrr á íslandi. Og fólk, sem hafði spurnir af þessu, kom langar leiðir til þess að sjá hvort það væri ekki lygi, sem sagt var: að þeir væru farnir að „slá með bíl“. Þetta var mjög eðlilegt, ])ví að ekki voru riema líu ár liðin síðan það hafði sannast, að bifreið gat komist leiðar sinnar á íslenskum vegi. Lifandi þjónar. Þessar greinar Um Landbúnaðar- sýninguna eru orðnar langt mál, en rúmið hinsvegar lítið í þessu blaði. Þó að mikið hafi verið rætt um véltækni og það sem koma skal, má þó ekki gleyma því, að á sýningunni voru líka aðilar, sem liafa réttmæa kröfu til þess, að þeirra sé getið: lífgjafar þjóðarinn- ar frá upphafi hennar, þjónar henn- ar og vinir hennar — hesturinn nautgripurinn og sauðkindin. Þessi verðlaunasýning húsdýra getur ekki talist almenn landssýning vegna þess að landið er svo stórt, og vegna þess að allir landsfjórðung- ar hafa ekki tök á að sækja hana. Þessvegria eru sýningar haldnar í héruðum og landsfjórðungum. En það er eftirtektarvert um |)essa sýningu, þó að einkum væru þar l'ulltrúar austanfjalls frá og' of- an úr Borgarfirði, hver áhrif það hefir að vel sé vandað til undaneld- isgripa. Enginn sá, sem athugaði uppruna feðranna og mæðranna á sýningunni miklu komst hjá þvi að sjá, að þarna stóð að haki ræktun- arfélag. Tökum t. d. þá Hreppa- menn, í Hrunamanna- og Gnúp- verjahreppi. Þeir voru vist einna fyrstir til að stofna hrossaræktar- félag, fengii sér fallega stóðhesta og ólu upp eftir vænum hryssum. Tökum einstaka menn, eins og Hrafnkelsstaðabóndinn. Hann legg- ur rækt við gott hrossakyn, ekki aðeins stærðina heldur lík reiðhest- gæðin. Roði hans var að mínu á- liti fallegasti hesturinn á sýning- unni (eign Hrossaræktarfélags Hrunamannahrepps), þó að Aust- ur-Skaftfellingurinn Skuggi hæri sig'ur úr býtum í fegurðarglímunni seni þeir kóngarnir háðu fyrir aug- um dómnefndarinnar. Hann fékk Sleipnisbikarinn, fegursta farand- bikar, sem nokkurntíma liefir sést á íslandi. Og það er vel, að eigandi besta hestsins á íslandi, sé um leið handhafi fallegasta bikars sem gef- inn liefir verið til verðlauna á Is- landi. Því að „þarfasti þjónninn“, sem kallaður var, hefir einnig orð- ið til þess að vera andlegur vinur íslandingsins,, þegar enginn annar vinur var til. Og hann var lika metnaður íslendingsins — þegar hesturinn var góður treysti hann a hann, hvort sem það var í hestaati, undir Þinghól við Rangá eystri, í Njálu eða hvort það var Sörii sem „er heygður Húsafells í túni“ og Grímur Thomsen yrkir um ve!. Landbúnaðarsýningunni var lokið á miðvikudaginn í næstsíðustu viku. Mér fannst það leiðinlegt. Eg veit, að aðsókn hefði haldið áfram við- stöðulaust, eina eða kannske tvær vikur enn. En svo var annað. Fjór- um dögum éftir að sýningin læsti hliðum sínum komu hingað í kynn- isför og erindi 80 góðir menn frá Noregi, undir forsæti ríkisarfa síns. Þeir áttu allir að koma á Land- búnaðarsýninguna, vegna þess að íslandi var heiður að hcnni. Þann heiður, sem ein þjóð gerir sjálfri sér — i lcyrrþey —mega og aðrir sjá, ekki síst sú þjóð, sem vér er- um fæddir af. En ])rátt fyrir það endurtek ég þakkir mínar til allra aðstandenda sýningarinnar. Og ég veit að þau sextíu þúsund manna og kvenna, sem komu á sýninguna, munu taka undir það. Sk. Sk. Sykur varnar glæpum. Læknar og sálfræðingar við fang- elsi á Nýja Sjálandi hafa nýlega birt eftirtektarvert álit um ástæðuna til glæpa, og ráð til að draga úr þeim. Þeir hafa rannsalcað fjölda glæpamanna og komist að raun um að þeir liafi allir of lítið af sykri (glykóse) í blóðinu. „Vöntun á blóðsykri veldur því að menn rasa um ráð' fram og fremja grimmdar- verk, gerast lirottalegir i framkomu og verða fjótir að reitast til reiði, segja þessir vísindamenn. „En þessi auðkenni hverfa undir eins og við- komandi menn fá meira af sykri.“ Það er ef til vill sykurskorturinn, sem á þátt í því að glæpum liefir farið fjölgandi á stríðsárunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.