Fálkinn


Fálkinn - 01.08.1947, Síða 12

Fálkinn - 01.08.1947, Síða 12
12 FÁLKINN Kathleen O’Bey: Framhaldssaga. — 5. Augu blinda mannsins ekki. Og ])að var ómögulegt að sjá á andliti lians Jivað liann liugsaði. — Eg lieiti Lilly Tarl, sagði lmn loksins og rétti úr sér. Og ég er komin liingað til að sækja um lausu stöðuna, sem ritari. . . . I>að er undarlegur Jieimsóluiartimi, sagði maðurinn þurrlega. Og undarleg leið að fara inn.... — Eg l)arði að aðaldyrunum, tök lu'tn frani i. — Mig Jangaði til að liafa tal af einhverjum, úr því að ég var lcomin þessa löngu Jeið, en af því að enginn kom til dyra hinumegin þá leilaði ég fyrir mér hérna megin og fann dyrnar að fjósinu og þaðan komst ég hingað. . . . Hver hefir sagt yður frá þessari lausu stöðu? spurði hann stutt. Eg var niðri í kjallaranum, og þessvegna hefi ég ekki heyrt þegar þér börðuð. Hún liikaði augnablik. -— Eg, ég fékk að vita um hana á skrifstofunni hjá Mulberg málaflutningsmanni, svaraði hún. Hann kinkaði kolli. Jæja, komið þér þá inn fyrir. Hann lokaði dyrunum bak við sig og gekk inn ganginn. Hún var mjög forviða er hún tók cftir að hann hélt báðum böndum fram, eins og hann þyrfti að þreifa sig áfram. Nú varð lienni ljóst að maðurinn fvrir framan hana var blindur. Hann fáhnaði sem snöggvast eftir lásn- um, en fann hann fljótt og opnaði dyrnar og lét hana ganga á undan sér inn i stofuna. Gerið þér svo vel að fá yður sæti, sagði hann og var nú alúðlegri. En sjálfur gekk hann varlega inn gólfið og fann skrifborðið, með þvi að þreifa fyrir sér. Hann settist i stólinn innan við það. Hvern ætluðuð þér að lala við? spurði hann loksins. Það fór bros um andlitið á Lily þegar hún átti að segja orðið, sem lienni liafði fuildist svo hjákátegt. — Eg ælla að tala við „Demantakóng- inn“, svaraði hún. — Mér var sagt að liann vantaði ritara. . . . Blindi maðurinn liló. — Demantakóngurinn er dáinn fyrir heilu missiri, sagði hann, og hún varð eigi lítið hissa. En ég er fulltrúi hans og1 mig vanlar einkaritara. . . . eða kannske öllu fremur. . tvö augu. Hann hikaði augnablik, eins og hann væri að lmgsa sig um, en loksins virt- ist hann hafa ráðið við sig livað bann ætl- aði að gera: Eg kann vel við röddina yðar, sagði hann hægt. — Það er ekki feg- urð hennar, sem ég á við, þó að ég viður- leenni luslega að röddin sé falleg, en ég hefi traust á henni, og manneskjunni sem ég fæ mér til aðstoðar verð ég að treysta, því að ritarinn minn veður að ljá mér augun sín, eins og ég hefi sagt. — Eg hefi skilið það, sagði hún blítt. — Þér eruð blindur. Hann kinkaði kolli. —• Já, það var ráðist á mig sama kvöklið sem ég kom liingað frá Afríku, fvrir rúmum mánuði, það kÖst- aði mig sjónina og mánaðar legu. Að öðru levti er ég hress, en það er slæm vöntun að geta ekki séð, sérstaklega þegar miáður, tins og ég hefi alltaf verið á verði fyrir. . Hann þagnaði skýndilega, eins og hann hefði þegar sagt of mikið, svo ldó liann aftur, stutt og þumbaralega, og héll áfram: — Það er engin áslæða til að gera yður órólcga að óþörfu. — Ef þér óskið eftir stöð- unni, þá getið þér fengið liana. . að minnsta kosli fyrst um sinn, þangað til ég hcfi gengið úr skugga um hvort þér eruð eins og ég held.... Blind, augu hans störðu á líana, og svo liélt lumn áfram og lalaði hægt. — En ef ég kemst að raun um, að þér eruð i sam- bandi við aðra, þá. ... þá skýt ég yður, sagði bann hrottalega. Ilún skildi ekki við hvað hann átti, en taldi ekki hvggilegt að spyrja hann frekar út í það, eins og sakir stóðu. Eitthvað dularfullt virtist hrærasl í hverjum krók og kima þarna, og það var ekki síst þetta, og svo alhygli hennar á þessum undarlega manni, sem ýlti undir hana að svara játandi. — Eg er fús til að taka að mér stöðuna, sagði hún rólega. — Gott. Hvenær getið þér byrjað, það verður að vera sem allra fyrst. — Hvenær óskið þér að ég byrji? —- Getið þér byrjað undir eins? Henni kom þetta á óvart, en hún var fljót að ráða við sig og kinkaði kolli. -—- Það get ég vel. En ég kemst ekki hjá því að fara inn í borgina bráðlega og sækja dótið mitl og segja upp íbúðinni. — Auðvitað. Eg þarf að fara bráðlega inn í borgina sjálfur, og þá getum við orð- ið samferða. — Kaupið — 200 krónur á mánuði og allt frítt — gerið þér yður á- nægða með það? — Já, þakka yður fyrir. — Þá er þetta afgert mál. Þér verðið kyrr hérna og á morgun skal ég kynna yður hitt heimilisfólkið. En það er best að ég segi vður það undir eins, að ef þér sjáið nokkra manneskju bér á lóðinni — utan lieimilis- fólksins — þá verðið þér að tilkynna mér það samstundis. Það er þessbáttar, sem þér verðið að hjálpa mér mcð líka, því að sjálfur sé ég engan. Og ef nokkur kemur hér ó- boðinn inn fyrir dyr þá skjótið þér! — Skýt ég! Hún tók öndina á lofti. Hann kinkaði kolli ofur rólega. - - Já, þér skjótið, á mína ábyrgð. Ef yður vex það í augum þá getið þér farið. Síðustu orðin voru liörð og þjösnalega sögð, en vöktu um leið þráann í Lilly. — Eg er ekki hrædd, sagði bún róleg. — Jæja, takið þá þessa skammbyssu, hún er ekki hættuleg, en gerir mikinn hávaða og er góð til að hræða fólk. Hann rétti henni litla silfraða byssu og liún tók við henni. Hann stóð upp. — Svo er víst ekkert fleira að athuga í kvöld. Ef þér þurfið á peningum að halda strax þá segið mér til þess. — Þakka yður fyrir, ég þarf þeirra ckki. — Nú skal ég sýna yður herbergið yðar, ungfrú.... afsakið þér,. en ég hefi gleymt nafninu. — Lilly Tarl, svaraði hún. Ágætt, ungfrú Tarl, má ég leggja hönd- ina á öxlina á vður, þá gengur þetta fljótar. Auðvitað, sagði hún og gekk til hans. Hann lagði höndina á öxl henni og hún leit ósjálfrátt upp til han. Henni virtist hún sjá líf í augunum bak við svörtu gleraug- un, en þau störðu þó beint fram. — Eg verð að vísa yður til sængur sjálf- ur, sagði hann er þau gengu gegnum stof- una, því að ég er aleinn heima. . . . Henni varð aftur á að líta til hans. Það var ekki satt þetta, sem liann sagði núna, því að liún hafði heyrt tvær raddir tala saman þegar hún stóð fyrir framan húsið. Þjónninn minn kemur ekki aftur fyrr en seinna, og allt hitl fólkið er í bakhúsinu, svb að við erum alein Iiérna, sagði liann. Eg var niðri i kjallaranum þegar þér komuð, og þessvegna heyrði ég ekki til yðar. . . . Hann þagnaði og það var eins og hann væri að hlusta, og Lilly virtist hún hevra dauft hljóð líka, en ekki gat hún gert sér grein fyrir hvaðan það kom. Hann opnaði liurð og nú komu þau inn í vistlegt herbergi, en ekki stórt. Þetta herbergi liefi ég hugsað mér handa yður, sagði hann. — Og þér verðið að afsaka, að ég verð að láta yður vera eina i kvöld, því að ég hefi epnþá ýmsu að sinna niðri í kjallaranum. Við tölum betur saman á morgun. Ofurlítið bros fór um andlitið á lionum er hann hét áfram: — Meðal annarra orða, liefi ég sagt yður nafn mitt? Eg man það ekki, en ég heiti Sveinn Karter. Verið þér nú sælar, ungfrú Tarl. Það hafði komið svoddan asi á hann allt i einu, og hún vissi ástæðuna til þess. Því að hún hafði lílca heyrt fótatak einhvers- staðar i liúsinu. Lilly stóð grafkyrr og hlustaði eftir fóla- taki Sveins Karters fram ganginn fyrir utan. Hún lieyrði hann opna dyrnar að kjallaran- um, og svo heyrði hún greinilega hvíslandi rödd segja: Hver var þetta, Sveinh? Það er ein- hver ókunnugur kominn í húsið! 4. kapítuli. Það var karlmannsrödd, sem liún heyrði, dálítið hás og með hrjúfum hreim. Og svo heyrði hún rödd Karters. — Eg licfi sagt að ég sé aleinn í husinu. Vertu rólegur, nú kem ég. Lilly stóð í sömu sporum og hlustaði. Hún heyrði dyrnar lokast að baki bonum

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.