Fálkinn


Fálkinn - 01.08.1947, Qupperneq 14

Fálkinn - 01.08.1947, Qupperneq 14
14 FÁLKINN Sýning hafin á norsku myndinni »Englandsfaramir« HREINSAR FLJÓTT OG ÖRUGGT K-V 44w-j<5 Ný oerð strætis- vagna á leiömni Reykjavík —Hafnar- fjörður. Síðastliðinn föstudag var friun- sýnd í Tjarnarbíó hin mikla norska mynd, „Englandsfararnir“. Stúdenta ráð Háskóla íslands annaðist frum- sýninguna og bauð þangað gcstum fyrir liönd Guðrúnar Brunborg, sem siðar mun sýna myndina víðs- vegar um landið. Allur ágóði af sýningunum rennur í sjóð, sem frú Guðrún Brunborg hefir stofnað til minnangar um son sinn, Ólaf, sem lét lífið í fangabúðum Þjóðverja í styrjöldinni. Hann var enn á æsku- skeiði, og missirinn er Guðrúnu því mikill og' sár. En Inin hefir hafist handa með dugnaði og elju um að varðveita minningu hans með þvi að stofna sjóð til styrktar norskum og íslenskum stúdentum. Og það er veglegt minnismerki, sem á að stuðla að meiri samhug og gagnkvæmum kynnum meðal norskra og ís- lenskra stúdenta. Við Oslóarháskóla er minningarsjóðurinn þeg’ar orðinn álitleg' upphæð, og vafalaust verð- ur Iiann einnig orðinn það við Há- skóla íslands þegar í haust, því að kvikmyndin „Englandsfararnir“ er slík, að allir verða að sjá Iiana. Hún er óður lil þeirra þúsunda eða milljóna manna, sem deyja ungir, en þrungnir af lífsþrá og kafti. Hún er átakanleg harmsaga byggð á sönnum heimildum, og ýmsir leik- endur sýna frábæran leik. Áður en frumsýningin hófst á- varpaði frú Guðrún Brunborg gest- ina. Hún lýsli sjóðstofnuninni og minntist j>ess, hve góða dóma kvik- mynd þessi liefði hvarvetna fengið. Kvaðst hún vona og vita, að henni yrði vel lckið hér sem annarsstaðar. Færði hún liáskólaráði og stúdenta- ráði bestu þakkir fyrir alla aðstoð scm j)eir aðilar hefðu veitt sér. Sið- an hófst sýning myndarinnar og stóð hún yfir í 2 klukkutima. Efni hennar er harmsaga 17 karlmanna og einnar stúlku, sem flest eru á besta aldri. Þau ætla að komast til Bretlands og gerast virkir aðilár í baráttunni fyrir endurheimt föður- landsins. En þau eru gripin fyrir innan skerjagarðinn og flutt í fang- elsi. Karhnennirnir hafna í dauða- klefanum á Grini og árla morguns einn daginn horfir Hildur, hjúkr- unarkonan, sem var með þeim, á eftir þeim, er þeir hefja hinstu göngu sína. Þeir eru allir skotnir. Eins og kunnugt er, hefir póst- og símamálastjórnin haft áætlunar- ferðirnar til Hafnarfjarðar nú um nokkurt skeið. Hefir hún fest kaup á „Skoda“-bifrciðum frá Tékkósíó- vakiu til ])ess að lialda uppi ferð- um þessum. Eru það nýtísku vagnar, sem rúma C1 farþéga, og búnir ýms- um þægindum umfram það sem hér hefir þekkst áður. Alls eru vagnarnir 8, en auk þess 8 tengivagnar, sem rúma 35 far- þega liver, og eru ])eir gerðir til þess að tengja þá aftan i aðalvagn- ana. Vafalaust mun almenningur fagna koniu péssara nýju vagna, og 'Vcrða þeir mikil úrbót á samgöngum milli Reykjavikur og Hafnarfjarðar. Heimsókn Norðmannanna. Framh. af bls. 5. margskonar jarðfræðilegan fróðleik um slaðinn. Hákon Bjarnason flutti þá erindi um endurræktun dalsins og fyrirætlanir um skógrækt. Sig- urður Nordal kynnti gestunum sögu Gauks Trandilssonar mjög itarlega. Ank rústanna að Stöng var Gjáin skoðuð og Hjálp'arfoss. Að Ásólfsstöðum var borðað fyrir og eftir ferðina inn í dalinn. Á tún- inu þar töluðu þeir Páll Stefánsson á Ásólfsstöðum; Steinþór Sigurðs- son, sem skýrði frá gangi Heklu- gossins, og frú Gladtved Prahl. Tengdasonur hennar er íslenzkur, og er frúin mikill íslandsvinur og einkar skýr kona. Skilnaðardagurinn, Laugardaginn upp úr nóni skyldu gestirnir halda af stað með „Lyra“ til Björgvinjar. Ilafði norska Snorra- nefndin efnt til skilnaðarsamsætis kl. llVz þann dag í Sjálfstæðishús- inu og boðið þangað forsetahjónun- um og fjöhnörgum öðrum ísending- um, svo að hvert sæti var skipað í húlsinu. H. Shetelig prófessor, varaform. Snorranefndarinnar norsku, bauð forsetahjónin velkomin og lýsti hrifningu sinni og annarra gesta yfir komunni hingað. Hún hefði eigi aðeins orðið til þess að skýra bet- ur hugmyndir Norðmanna um hið gamla ísland heldur eigi síður lil þess að kynna hið nýja ísland og framfarir þess. Forsetinn svaraði og gat þess hve ánægjulegt hefði verið að fá gesti þcssa, undir forustu Olavs rikis- arfa, sem nú væri kominn heim til sín. Bað liann viðstadda að hylla Hákon Noregskonung og var það gert með húrrahrópi og ræðan þökk- uð með lófataki. Nú tók til máls A. Skáslieim, bankastjóri, ritari Snorranefndar- innar og hélt hann aðalræðuna. Hann rakti sögu minnisvarðamáls- ins frá öndverðu, hvernig norsku ungmennafélögin hefðu beitt sér fyrir því og hvernig önnur félög' og einstaklingar hefðu stutl það, þánnig að segja mætti, að öll þjóðin stæði að minnisvarðasöfnuninni. Hann gat komu sinnar hingað til lands árið 1912, og þess að hann varð sam- ferða Matthíasi Jochumssyni lil Reykjavikur og þjóðskáldið flutti eldlieita ræðu fyrir Noregi. Einnig minntist hann próf. Guðbrands Vig- fússonar og Noregsfarar hans, og hve glöggur hann var á skyldleik- ann milli íslendinga og Vestlen I- inga. Var ræða hans hrífandi enda dundi lófatakið við cr Skásheim hafði lokið máli sínu. Af íslendinga hálfu hélt Jóh. Þ. Jósefsson, fjármálaráðherra aðal- ræðuna og talaði fyrir hönd rikis- stjórnarinnar. Hann minntist kveðju þeirrar, sem Norðmcnn sendu ís- lcndingum við útför Jóns Sigurðs- sonar og vitnaði í útvarpsræðu próf. Francis Bull kvöldið áður, cr liann sagði að báðar þjóðirnar hefðu sama hugsunarliátt, sömti trú og lifsskoð- anir. Einnig tóku til máls Ólafur Thors, Johan E. Mellbye, sein m. a. þakkaði Andersen-Ryssl sendiherra alla að- stoð, en hann svaraði, og Jónas Jónsson, form. ísl. nefndarinnar, er afhenti Mellbye að gjöf vandað skrautbundið eintak af Heimskringlu. Loks talaði Sveinn Björnsson, forseti, og ilrap á gildi vináttunnar, sem móteiturs gegn hatri og ófriði í heiminum. Var öllum ræðunum á- gætleg'a tekið. Að lokum voru sungn- ir þjóðsöngvar beggja þjóða. En nú leið að skilnaðarstundinni. Klukkan var orðin þrjú og liéldu gestirnir allir til skips. Frá þilfar- inu á „Lyra“ kvað við „Ó, Guð vors lands“. Og þegar skipið leið hægt frá hafnarbakkanum söng mannfjöldinn á bryggjunni „Ja vi elsker“. Það var það síðasta sem norsku gestirnir heyrðu frá íslandi í þetta sinn. Þannig lauk þessari fyrstu stór- lieimsókn Norðmanna. Bæði náttúr- an og mennirnir hjálpuðust að því að gera hana góða. Og í hugum þeirra, sein þar áttu hlut að rnáli mun hún seint fyrnast.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.