Fálkinn


Fálkinn - 29.08.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 29.08.1947, Blaðsíða 3
F Á L Ii I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprení SKRADDARAÞANKAR Það er hásumar, lengstu dagar ársins nýlega liðnir, en i liönd fer annatínii j)eirra, scin lifa af undir- stöðu allra jijóðjirifa — jörðinni sjálfri. Það var liagan og skipun af náttúrunnar hálfu, að þorskgengd- in i hafinu skyldi ekki lenda á saina tíina og uppskerustörfin á ís- lensku jarðríki, þvi að j)á hefði farið svo, að meiri hluti landsbúa Jiefði orðið að afla sér ársviðurvær- is sins á sama tíma, en nota meiri lduta ársins til að melta jiann feng. Sílitin kom svo lil sögunnar og gerðist keppinautur lieyskaparins, og' síldinni vilja menn ekki afneita sem jjjóðarverðmæti. þó að fæstir íslendingar fáist til að éta hana sjálfir. Á þeim meiði rikir ennþá sá forni hugsunarháttur, að allt sé „fullgott í andskotans kaupmann- inn,“ t. d. í Svia — sem annars eru nú taldir einna matvandasta þjóð heimsins, og öllu góðu vanir. En mjólkin er undirstaða allra þjóðþrifa, og hún cr framleidd úr islenskri mold, — og stundum, að dálitlum hluta úr síldarméli. En nú er sá gallinn á, að vinnuaflið hér á iandi er orðið of dýrt til þess að framleiða mjólkina úr grasinu, og jafnvel til jiess að framleiða gras- ið sjálft, fram yfir það, sem nátt- úran sjálf skilar |)ví óbeðin. Og ó- áran dýrtiðarinnar og yfir-skipu- lags veldur þvi, að mjólkurpottur- inn kostar nú tvær krónur, eða nær- fellt fjórum sinnum meira en lijá nágranna])jóðunum, jafnvel Norcgi, sem er miklu lakara búnaðarland en ísland. Það er ekki moldin, sem skapar þetta verð heldur verkalaun- in. Þau eru ólieilbrigð, sköpuð af hernaðarvinnu hér á landi og hern- aðarvitleysu í Bretlandi. Því ið þjóðir í stríði gleyma öllum hug- myndum iim sparnað, fyrir hinu að: „fá ])að, livað sem það kostar“. Á ])ví græddu íslendingar, en þeir fengu líka að finna, að „kerling vill líka hafa nokkuð fyrir snúð sinn“. Útlenda varan varð dýr. En það virðist svo að íslendingar ætli að kaupa hana samt — alla leið fram í sömu ógöngurnar og verslun lands ins lenti í fyrir strið — eða jafnvel enn lengra. Er ekki tími til að gá að sér.? GufnaUsstoðin við Elliðaár Á aðalfundi Sambands íslenskra rafveitna fyrir fáum árum, sagði Steingrímur Jónsson, rafmagns- stjóri, að tvær leiðir kæmu til greina til þess að fá aukið raf- magn fyrir Reykjavík. Onnur væri ný virkjun í Sogi, en hin gufuaflsstöð við Elliðaár. Fleiri leiðir væru að vísu til, en vart færar. Gufuaflsstöðina kvað Stein- grímur ekki mundu standast sam- anburð við vatnsaflsstöðina, og hún yrði líka dýrari orkugjafi. — Þessvegna hafa verið áformaðar auknar virkjanir í Soginu. En svo stórkostlegu fyrirtæki, sem nýja Sogsvirkjunin kemur til með að verða, verður ekki hrund- ið í framkvæmd á skömmum tíma og því yrði fyrirsjáanlegur mikill rafmagnsskortur í Reykjavík og víðar, ef eigi hefði verið hafisi handa um byggingu gufuaflsstöðv arinnar við Elliðaár. Sú stöð er að ínestu fullgerð, og stendur eitt- hvað á nauðsynjahlutum til véla- samstæðunnar. Það verður eigi aðeins, að stöð þessi bætir úr hinum daglega skorti á rafmagni, sem gerir vart við sig, heldur er gufuaflstöð miklu öruggari en vatnsaflsstöð, og hefir því mikla kosti sem varastöð. Hér birtist mynd af gufuafls- stöðinni eins og hún lítur út nú. Ljósm.: Fálkinn. Hnattflugsmenn í Beykjavík Ferð umhverfis jörðina er vafa- laust að verða mesta „sport“ mannsins, og slík ferð hefir ver- ið hulin einhverjum ævintýrahjúp í augum mannanna allt frá því er Jules Verne skrifaði bók sína „Umhverfis jörðina á áttatíu dög- um“. Menn fara ýmist gangandi, á hestbaki, í bílum eða flugvélum og allskonar bátum. Þeir, sem fara flugleiðis reyna venjulega að setja met af einu eða öðru tagi. Hinir, sem ferðast á annan hátt, gera það sennilega oftast af ævin- týralöngun eða frægðargirnd. Nú um helgina komu hingað til landsins tveir Ameríkumenn, sem eru í hnattflugi. Þeir heita Cliff Evans, frá Washington og George Truman frá Los Angeles. Þeir tvímenningarnir eru á litlum flugvélum af „super-cruizer“-gerð frá Piper Cup verksmiðjunum í Pennsylvaníu, og þeir ætla sér ekki að setja neinskonar met, held ur aðeins að sýna það, að smáir einstaklingar sem þeir geti flog- ið umhverfis jörðina ,án þess að stofna fjárhagnum í beinan voða. Að vísu segja þeir, að ferðin verði nokkuð kostnaðarsöm, „but they will make it“. Hvor vél kost- ar 22 - 23 þúsund krónur, og auk þess kostar bensínforði og alls- konar útbúnaður talsverða fúlgu. Evans og Truman lögðu af stað í ferðina frá New York 10. þ. m. Flugu þeir til Grænlands, þar sem illviðri og veikindi töfðu för þeirra. Á sunnudaginn var héldu þeir svo af stað frá Grænlandi til Islands og gekk sú ferð vel. Ef allt hefði gengið að óskum telja þeir, að þeir væru núna komnir austur yfir Evrópu og Asíu, fast að Kyrrahafi. Flug- Páll Ólafsson, kaupmaður í Fær- eyjum, verður 60 ára 30. þ. m. Empire State Building'. stundir frá New York til Reykja- víkur hafa verið 32, en alls er áætlað, að þær verði um 250, svo að þeir eiga góðan spöl eftir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.