Fálkinn


Fálkinn - 29.08.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 29.08.1947, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Marjorie Kinnan Rawlings: Grísinn er borgaður Eg lieltl aö livergi í lieiminum tíðkist frumstæðari vöruskiptaversl- un en í Cross Creek. Eiginlega cru það livorki skipti né verslun. Við látum bara greiða koma á móti greiða. Boss gamli fær lánaðan vörubílinn minn þegar liann þarf að kom grænmeti á stöðina, og í staðinn fæ ég lánaðan múlasnann lians, þá sjaldan ég þarf að plægja skika. Við höfum aldrei metið þetta til peninga, þvi að hitt kemur al- veg í sama stað niður. Eg er sú eina í Cross Creek sem á pekanlré. Á hverju hausti koma tvær til þrjár fjölskyldur og bjóðast til að rýja þau fyrir mig. Fyrir þetta fá þær eins mikið af hnetum og nægir þeim til vetrarins. Þær vilja ekki peninga fyrir vinnuna. Eg liefði ekki fengið þær til þess að gera þetta fyrir kaup. Þegar þröngt er í búi kemur veiðimaður og fær lánaða hjá mér nokkra dollará. 1 staðinn liefi ég innistæðu, sem ég get alltaf tekið fisk út á, og liún þverr aldrei. Annar fær ián hjá mér þegar hann er atvinnulaus og svo kemur hann óbeðinn þeg'ar frostin byrja og ég þarf að láta liita upp í lundinum vegna ungu trjánna. Stundum er tveggja eða þriggja nátta vinna í kuldanum miklu meira virði en peningarnir, sem hann hefir fengið til láns. En hann neitar að láta borga sér mismuninn. „Þér skuldið mér ekki grænan eyri,“ segir hann. Einu sinni komst ég í skuld, sem hafði í för með sér svo marg- víslegar flækjur, að ég hélt að aldr- ei mundi greiðast úr þeim aftur. Það var iíkiega refsingin fyrir að hafa skotið einn af grísum mr. Martins. Eg iiafði aldrei ætlað mér að skjóta grísinn, og ég get svarið að ég vissi ekki að mr. Martin átti hann. Að öðru leyti stóð mér alveg á sama. Fjandinn sjálfur gat hafa átt þennan grís, og það var mér eiginlega næst að halda stundum á morgnana. Eg er þolinmóð kona, þegar skepnur annarra manna eiga í hlut. Eg veit hvernig' skepnurnar eru. Ef ég hefði verið grís mundi ég vitanlega liafa sójtt þangað sem bestur var liaginn, alveg eins og grís mr. Martins gerði. Hefði ég vitað iivar hægt var að finna und- anrennu, livíta og fallega i stórum opnum köggum, mundi ég líka liafa skriðið undir gaddavír til þess að geta stungið ofan í hana trýninu. En jafnvel þó að ég hefði verið grís þá hefði mér aldrei dottið i liug að rífa petúníur upp með rót- um. Grísirnir voru átta. Það fyrsta sem ég heyrði í aftureldingu, var allur grísahópurinn, sem ruddist með hávaða gegnum girðinguna og skreið inn undir svefnhekbergis- gólfið mitt til þess að byrja daginn með því að nudda hrygglengjunni við bitana undir gólfinu til að klóra sér. Þegar þessi athöfn, sem fór frain með tilbærilegu snörli og lirot- um, var búið, hélt hópurinn áfram á nýjan stað. Eg sneri mér á hina bliðina til þess að fá ofurlítinn blund. En meðan ég lá svona milli svefns og vöku, höfðu grísirnir kómist í trogin með ungamatnum, mjólkina og petúníurnar. Petúníur eru mjög viðkvæmar jurtir. Fræið eins dýrt og gullsandur og eins fíngert. Það líða margar vikur áð- ur en það fer að spira. Stiklingarn- ir eru afar viðkvæmir þeir eru mjög næmir fyrir súg og öllu mót- læti. Þegar þeir loks eru fullvaxn- ir, eftir marga mánuði, eru stóru, marglitu blómin á þeim ljómandi falleg, enda hefir vel þurft að vanda til uppeldisins. Jafnvel þó að ég gæti sætt mig við að fóðra annarra manna grísi með kjúklinga- mat og undanrennu þá get ég ó- mögulega fyrirgefið þetta með pet- úníurnar. Fjórum sinnum voru þær eyðilagðar fyrir mér. í fimmta sinn fann ég hvernig citthvað dul- arfullt fór að gerast innan í mér. Eg lagðist í fyrirsát. Eg sá, að foringi var fyrir hópn um. Hann var einn allra falleg- asti grísinn, sem ég liefi séð, með háralit a la Tizan og frjálslegur i framgöngu. Vöxtur lians var orð- inn bústinn og lokkandi eftir bið langa eldi á kjúklingamatnum, und- anrennunni og petúníunum. Það var hann sem vísaði veginn gegnum girðinguna, liann sem í kæti stjórn- aði nuddinu undir gólfbitunum lijá mér og hann sem með trítlandi danssporum og hringaða rófu hopp- aði á matstaðinn. Bræður lians og systur eltu hann bara. Ekki bafði ég hugmynd um iivaðan þau komu eða hvert þau fóru eftir sólarlag- ið. Eg vissi bara að þessi rauði naggur var óvinur minn. Hann þrammaði inn i garðinn til þess að eyðileggja fjórðu sáninguna af petúníunum mínum. Eg stóð upp eins og' ég væri í miðilsástandi, tók byssuna niína, gekk að petúníu- beðinu og skaut hann. Hann dó samstundis. Dómstóll sálfræðinga mundi liafa komist að þeirri niðurstiöðu að morðið liefði legið í leyni í með- vitund minni. Þetta var ekki á- setningsmorð, en viljinn til að drepa var reiðubúinn. Eg man bara það eitt að ég hleypti af íueð gleði og í sigurvon og var hróðug er ég sá óvin minn ligg'ja í valnum. Nú var skotið loku fyrir fitueldi þessara lögbrotsdýra, sem höfðu étið minn mat og mínar petúníur. Eg fór að hugsa um hver ætti skepnurnar. Það gat ekki vcrið neinn af næstu grönnum mínum. Eg leit aftur á rauða iitinn. Grís- inn var óvenjulega feitur og mjúk- ur. Eg lyfti honum upp á rófunni, lagði hann á vagninn og ók með hann inn til Gitre. Eg fékk mr. Hoga til að gera hann til og Ward pakkhúsmann til að setja hann í frystihúsið. Svo símaði ég til Nor- tons vinar míns í Ocala: „Hafið með yður tíu til tólf til að éta glóðarsteiktan grís á iaugardags- kvöldið!“ Þetta var afbragð. Kjötið var hvítt eins og undanrennan og pet- úníaræturnar. Svo las ég' ritgerð Charles Lambs um „Steiktan smá- grís“ upphátt. Þetta var gott kvöld. Sunnudaginn átti Tom granni minn leið hjá og spurði, með svo einkennilegu augnaráði: „Hafið þér liaft grísa-rövl?“ „Já, en nú er það afstaðið." „Það er nú kannske fyrst að byrja núna. Þekkið þér mann, sem heitir Martin?“ „Hefi aldrei heyrt hann nefnd- an.“ „Jæja. Hann býr hinumegin við ána. Hann kvað ekki vera lamb að leika sér við. Fljótur til mcð skammbyssuna. Ja, mér datt bara í hug......“ Svo fór hann. Mánudagsmorgun heyrði og ein- hvern drepa á dyr við litlu sval- irnar. Þar stóð mjög' liár maður með barðabreiðan Stetson-hatt í hnakkanum. „Daginn! Eg heiti Martin.“ „Góðan daginn, mr. Martin. Hvað er yður á höndum?“ Hann flutti likamsþungann yfir á liinn fótinn. „Ungfrú Rawlings, munið þér að það var rigning á mánudaginn var? „Nei, mr. Martin, svei mér að ég man það ekki.“ „Jæja, en það var nú rigning. Ungfrú Rawlings, muriið þér að þér lánuðuð Dorsey Townsend vörubíl- inn yðar á mánudaginn var?“ „Já, það man ég vel. Eg man ekki hvort það var á mánudaginn, en það var einhvern daginn i sið- ustu viku.“ „Það var á mánudaginn, ung- frú Rawlings,“ - hann skakkskaut augunum upp í loftið - „niunið þér að það heyrðist byssuskot á mánu- dagin var? Kaliber 12 eða kannske l(i. Það hefði líka vel getað verið 20.“ „Já, það man ég vel,“ sagði ég. „Það var ég sem skaut. Eg skaut grís. Eg veit ekki hver átti hann. Hann var forustugrís fyrir hóp, sem troð sér gagnum gaddavirsgirð- inguna. Hann var að gera útaf við mig. Ja, þér hafið kannske ált þenn- an grís, mr. Martin? Hann var markaður með hálfmána á öðru eyranu og rifu á hinu. Hann dró djúpt andann. „Það var grís frá mér,“ sagði liann. Hann hvessti á mig augun. „Eg vil auðvitað borga hann. Að vissu leyti var ég í minum fulla rétti að skjóta hann, þvi að liann hafði gert spell bjá mér. En að vissu leyti hafið þér réttinn yðar megin. Það er ekki girðingar- skylda hérna í sveitinni, og þér liafið leyfi til að láta skepnurnar yðar leika lausum hala. En ég vil gjarna borga grísinn. Þér getið ekki hugsað yður, mr. Martin, livc mikil ánægja mér var að þvi að skjóta hann.“ Hann steig nokkur skref fram og aftur og horfði fast á mig. „Þessir grísir voru gælubörnin mín,“ sagði bann. „Þeir gerðu sig mjög lieimakomna og það var gallinn á þeim.“ „Þér hefðuð getað tekið þá með höndunum," sagði liann sár. „Já, en þá hefði ég ekki haft ánægjuna af að skjóta.“ Allt í einu minntist ég þess, að Martin væri gjarnt að grípa iil byssunnar. „Að vísu leyti þykir mér þetta leiðinlegt, lierra Martin. „En ég er nú einu sinni svona gerð. Venju- lega er ég ósköp stillt og gæf og geri ekki flugu mein, en svo kem- ur það yfir mig eins og þruma úr heiðskíru lofti að ég veit ekkert hvað ég geri. Eg gríp byssuna og skýt á hvað sem vera skal, ef mér gremst við það. í þetta skipti var það grís. Stundum er ég hrædd um að einhverntíma geti það orðlð manneskja. Mig mundi iðra þess sárt eftir á. En ])á er það of seint, er ekki svo?“ Hann þerraði ennið á sér. „Eg vcit ekki livað á að halda,“ sagði hann. „Eg hefi ekki vitað það strax frá því fyrsta. Eg fór til allra nágranna yðar og þeir sögðu allir það sama: „Slíku og Jiviliku mundi ungfrú Rawlings aldrei geta fundið upp á.“ En þó var eitthvað innan i mér sem sagði mér, að ef að þér yrðuð nægilega reið, þá gæti vel farið svo að þér gerðuð þetta.“ „Það er hræðilegt, finnst yður ekki?“ Eg samhryggðist honum. „Sérstaklega þegar manni þykir það svo leitt eftir á.“ Nú talaði hann af meira trún- aði. „Eg' heyrði skotið og reiknaðist lil að það hefði verið lieypt af einhversstaðar liérna á þessum slóðum. Og svo var það að gris- inn kom ekki heim. Eg’ stöðvaði Dorsey og fékk út úr honum að hann liefði heyrt yður skjóta. Svo fór ég til Citra og tókst að grafa upp liver ætti að gera grísinn til og hver geynuli hann í frysti, og þar sögðu þeir allir, „jú, það var ungfrú Rawlings, sem kom með grís, sem hún sagðist hafa skotið.“ Svo gaf ég mig á tal við afgreiðslu- manninn, en það kom á daginn að liann var einn af vinum yðar, því að hann hló bara að þessu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.