Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 17.10.1947, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpre/;/ SKRADDARAÞANKAR íslendingar ákalla stundum sína eig- in sniæð, ýmist sér til afsökunar eða vegsemdar. Stundum þykjast þeir vera greindust og myndarleg- ust þjóð í heimi ,,að tiltölu við fólksfjölda“ en hitt veifið eru ]>eir allra ])jóða fátækastir og biðja aðra um að virða sér allt til vorkunnar, vegna þess að þeir séu svo fáir og smáir. Metnaðurinn er ýmist í ökkla eða eyru og kennd nieiri- og minni- máttar skiftist á i sífellu, eins og dagur og nótt. Þetta er niáske slæmt, en hitt er þó lakara, sem oft er verið að hrýna fyrir þjóðinni, að hún sé svo Jítil að það muni ekkert um liana. A stríðsárunum var þáð viðkvæðið, að ekki væri þörf á að skammla íslendingum útlendar vörur, þvi að þeir þyrftu ekki meira til fæðis og klæðis á lieilu ári en Banda- rikjamenn á þriðjungi úr sólarhring. Og síðan hefir þessi sami söngúr kliðið í eyrunum. Þó að milljónir manna — ómálga hörn og óvinn- andi gamalmenni og allt þar á milli — svelti þá er engin ástæða l'yrir okkur til að draga nokkuð úr neyslunni. Við erum svo fá- menn, að veröldina munar ekkert um þó við drægjum úr matarskammt inum að t. d. tíunda hluta. Við hefðum betur gert þetta fyrr, því að þá fengjum við ekki þá neyðar- skömmtun nú, sem gjaldeyrishörg- ullinn fyrirskipar. íslendingar framleiða hlutfallslega meiri mat en nokkur þjóð i ver- öldinni. Samt segja þeir: það mun- ar ekkert um okkur! Það munar ekkert um allan þorskinn, og svo er hann svo dýr, að enginn vill kaupa hann fyrir sannvirði nema síldarlýsi fáist með honum. Það er að segja: það er hægt að se lja liungruðu m þjóðum l'iskinn „upp á krít“ en við gctum ekki selt til láns, ])ví að 1 )á er ekkert til að kaupa fy rir. Alheimsviðskiptin e ru bundin á klafa hafta og skri ffinsl ai. í stað þess að tala um að -• ið séum svo smáii að ekkert muni um okknr, væri hollara að gera sér það ljóst, að við verðum þó að lifa eins og aðrir menn, og að Við verðum að leggja meira á oklcur lil að geta lifað, en aðrir, þvi að efnalega erum við enn merglaus þjóð. Við megum ekki láta það spyrjást til langframa, að ])að þurfi ekki nema eitt síldarleysisár til að drepa okkur. Islendingahús í Kaupmannahöfn RáShústorgiff i Kaupmamiahöf n, með rúðhúsinu l. h. oy Ahsalon fíaard og Palace Hotel til vinstri. Það hefir löngum loðað við ís- lendinga erlendis, að þeir hai'a ver- ið einstæðingar, jafnvel þar, sem svo margir þeirra voru búsettir, að hægt hefði verið að halda uppi öfl- ugu félagslífi. En viðast hefir skort það, sem nauðsynlegast var til þess félagslífs, nefnilega fastan samastað, sem hægt væri að hverfa að sem sinu eigin heimili. Vestur-íslend- ingar, liafa haft svo öfluga safnaðar- starfsemi að kirkjan varð þeirra aðal miðstöð, þar sem þeir héldu ekki aðeins guðsþjónustur heldur og hljómleika og fyrirlestra og aðr- ar samkomur, og þar höfðu þeir lestrarstofur. Það virðist vera samhuga vilji allra hugsandi íslendinga að á kom- andi árum verði menningarsam- handi lialdið uppi við frænd])jóð- irnar á Norðurlöndum fyrst og fremst. Þeim fjölgar sifellt, sem fara til námsdvalar til Noregs og Sviþjóðar, og til Danmerkur hefir öldum saman legið leið íslensks námsfófks. Verslunar- og stjórn- málatengsl landanna urðu einnig til þess að margir íslendingar i- lentust í Danmörku, svo að um langt skeið hefir fjölmennasta byggð Íslendinga, utan íslands, i Evrópu verið i Kaupmannahöfn. Þó að stjórnmálatengslin séu nú að fullu slitin má enn gera ráð fyrir frarn- haldandi verslunarsambandi milli landanna, svo og námsferðum ungra íslendinga til Danmerkur. Eins og sakir standa skipta íslendingar í Dánmörku þúsundum. Það er því eðliegt, að h.revfing komi á það mál, að Íslendingar eignist miðstöð, íslendingaliús i Kaupmannahöfn. Slíkar stofnanir munu með tímanum koma uþp bæði í Stokkhólmi og' Osló (þar hefir þegar verið safnað nolckrum tugum þús. kr. til íslendingaliúss). En íslendinganýlendan í Khöfn er NIELS BOHR, kjarnorkujræðing- urinn heimsfrægi, iðkar skíðaí- þróttina ákaft. Hér sést liann í Guðhrandsdalnum í Noregi, vel „gallaður“ og hraustlegur. margfalt fjölmennari en á hinum staðnum, og þessvegna er þörfin brýnust þar. A undanförnum árum hefir mynd- asl vísir að tveimur sjóðum, til að standa undir störfum íslendinga- húss í Kaupmannahöfn. Að öðrum þeirra standa félögin tvö, sem lengst hafa starfað þar. íslendipgafélagið og Félag ísl. stúdenta í Kaupmanna- höfn. Skipulagsskrá ])essa sjóðs er frá 14 febr. 1945, o,g lieitir liann •Býggingarsjóður íslendinga í Kaup- mannaliöfn. Það er markmið þess sjóðs, samk'v. 2. gr. stofnskrárinnar, „að afla fjár til byggingar húss eða til kaupa á húsi i Kaupmannahöfn, er verði samastaður Islendinga. Þar er ætlast til að verði bústaðir lianda námsfólki, vistarverur handa gam- almennum, bókasafn, lestrarstofa o. fl.“ Fimm manna stjórn skal skip- Oswaldo Aranha fulltrúi Brasilíu á þirtgi samein- uðu þjóðanna. Hann gegnir nú forsetastörfum þingsins. uð fyrir sjóðinn, íslenskir menn, búsettir i Danmörku og er stjórn- in ábyrg gagnvart ríkisstjórn ís- lands, sem hefir höpd i bagga með um framkvæmdir allar og skipar sjóðnum endurskoðanda. Samkvæmt 12. gr. laganna getur sjóðsstjórnin komið á fót fjársöfn- unarnefndum i Danmörku og á ís- lendi. Samkvæml því hefir nú i sumar verið sett nefnd á laggirn- ar hér á landi, fyrir frumkvæði Martins Bartels, bankafúlltrúa í Kaupmannahöfn, sem hefir verið lífið og sálin í þessu húsbyggingar- máli. Nefndin er þannig skipuð: Ólafur Lárusson prófessor er for- maðnr, Þorsteinn Sch. Thorsteins- son varaform., Vilhj. Þór forstjóri er gjaldkeri og' aðrir i nefndinni eru Stefán Jóh. Stefánsson forsætis- ráðherra, Guðmundur Vilhjálmsson Framhald á bls. Í4. Georgi Zarubin, sendiherra Rússa í London, sem skgndilega var kvaddur heim til Moskvu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.