Fálkinn


Fálkinn - 05.02.1948, Blaðsíða 4

Fálkinn - 05.02.1948, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN OAK RIDGE * BÆRINN ATÖM- f />4'í‘///’• • ' a Atóm-sprenging við Ilikiniegjar. í hringnum að ofan er mgnd frá Oak Ridge. ' * ý/ S "'K ’ it*?-/,/ < r Oak Ridge heitir staðurinn, sem Bandaríkjastjórn valdi til þess að framleiða atóm-sprengjurnar ú. Hann er bet- ur varinn en nokkrar fangabúðir, því að mörgum mundi vafalaust hugleikið að hnýsast í hvernig vinnubrögð- unum er háttað þar. Robert Jungk, höfundur þessar- ar greinar, er einn þeirra sem fengið hefir að koma til Oak Ridge, þótt ekki fengi hann að sjá nema sumt. ÉR sjáið greinilega mun- inn! sagði ungur maður frá TVA (Tennessee Valley Autho- rity) og benti á ásana umhverfis vatnið. Við stóðum á liæð og horfðum yfir Fort Loudon- stífluna. Eg sá muninn. Öðru- megin við ásinn var gróðurinn grænn og safamikill, hinumeg- inn blasti mórautt moldar- flagið. — Áður en TVA kom til sög- unnar, áður en stíflan var gerð og áður en nokkuð var yfirleitt gert við þetta ófrjóa land, var það allt eins og moldirnar þarna. En á tíu árum liefir Tennes- seedalurinn, sem áður var ör- fokaland, gerbreyst. Þarna hafa verið gerðar stórar stíflur í ána, sem jafna rennsli liennar og framleiða rafmagn lianda stórum iðnaðarverum. Knox- ville, sem áður var óásjálegt þorp, er nú orðin iðnaðarhorg og verslunarmiðstöð. TVA hauð svo ódýra raforku, að ýmsir stóriðjuhöldar sóttust eftir að flytja sig um set í Tennessee- dalinn. Svo kom stríðið og allt hækkaði í verði. Knoxville og bæirnir í kring þöndust út, urðu „boom-towns“. Árið 1942 kom átta manna hópur til Knoxville. Þeir náttuðu sig á Ilótel Faragut og tveir þeirra skrifuðu í gestabókina nöfnin Marshall ofursti og Nichols ofursti, en hinir sex skrifuðu sig „verkfræðinga frá Stone og Webster Engineering Corijorat- ion“. Morguninn eftir óku þeir í bifreiðum áleiðis til smábæj- ar sem heitir Clinton og þaðan enn áfram nokkurra ldukku- tíma leið, en vegurinn var svo slæmur að þeir urðu oft að fara úr bílunum. Þeir rannsökuðu jarðveginn, rýndu í uppdrætti og ýmist hristu þeir höfuðið eða kinkuðu spekingslega kolli. Daginn eftir fóru þeir til Wash- ington og skýrðu frá ])ví, að um 70 fermílna svæði norðvest- ur af Knoxville væri „hentugur staður fyrir fyrirtækið“. „Fyrirtækið“ var fyrsta verk- smiðja veraldarinnar til atóm- sprengjuframleiðslu. Hinn 2. nóvember komu fyrstu graftar- vélarnar, svo kom byggingar- efnið og í júlí 1943 fluttist fyrsta fólkið í nýja bæinn, sem nefndur var Oak Ridge. Þetta var hær, sem fyrir 6. ágúst 1945 (daginn sem sprengjan

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.