Fálkinn


Fálkinn - 05.02.1948, Blaðsíða 11

Fálkinn - 05.02.1948, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LEIKARAMYN DIR — LEIKARARAB B Nýja stjórnin í Danmörku Robert Cnniinings .4 barnsaldri. Einu sinni reið sú alda yfir Broadwáy, að enginn leikari þótti maður með mönnum, ef hann hafði ékki tamið sér enskan mállireim og forkastað hinum ameríska. Þá var það að Robert Cummings komst á sviðið. Robert Cummings er fæddur í Joplin, Missouri, sonur frægs lækn- is, Charles Cummings. Skírnarnafn hans minnir að þvi leyti á nöfn konungborinna manna, að hann lieit ir 4 nöfnum auk ættarnafns, Char- les Clarence Robert Orville Cumm- ings. Orville-nafnið er eftir Orville Wriglit, flugkappanum fræga og brautryðjandi á sviði fluglistarinn- ar. Trúr nafninu byrjaði Robert i æsku að iæra flug, sem síðan hefir verið helsta áhugamál lífs lians. I’öður lians geðjaðist ekki allskost- ar að þessum starfa Roberts. „Flug- mennska er jú góð, en ekki fyrir Bob minn“, sagði hann. Að loknu námi í menntaskóla fékk Robert áhuga á leildist og fór lil New Yorlc lil þess að læra. En Fnllvaxla. honum var hvarvetna vísað frá. „liann vantaði enskan málhreim." Það fannsl Cummings þó ekki svo mikið. Enskt blóð rann i æðum hans, og hann yrði fljótur að ná hreimnum, ef hann dveldist stund- arkorn í Englandi. Tók hann sam- an pjönkur sinar og fór til Eng- lands. Ferðaðist hann um á reið- hjóli í nokkrar vikur. — Síðan för hann aftur vestur og vann sig upp í ]iað, sem hann nú er. Flaut hann i fyrstu á enska hreimnum, sem nú hefir smámsaman horfið þótt hann skeri sig samt ennþá úr hópi am- erisku leikaranna. Af myndum Cummings er sérstök ástæða til að minnast tveggja. Önn- ur er „Three Smart Girls Grow Up“ með Deanna Durbin i mót- blutverkinu. Varð sú mynd til til að gera hann viðfrægan einmitt á þeim tíma, sem enski hreimurinn var farinn að tapa sér og Gummings var að gefa upp allar framtiðar- vonir um góðan leikferil. Hin mynd- Það ætlaði að ganga erfiðlega að mynda nýja stjórn í Danmörku eft- ir kosningarnar 28. okt. því að eng- inn flokkur fékk meirihluta en báð- ir þeir flokkarnir, sem næst stóðu að mynda stjórn bættu við sig þingsætum við kosningarnar. Jafn- aðarmenn bættu við sig 102.280 at- kvæðum, en kommúnistar töpuðu 114.189, svo að atkvæðaaukningin til vinstri er 48.091. Á hinn bóginn bætti bændaflokkurinn, sem kallar kvæðum, en það er minna en at- sig vinstriflokk við sig 95.875 at- kvæðafjöldinn, sem hægriflokkur- inn tapaði — 109.542, svo að aftur- förin þeim rnegin varð 13.667 atkv. Eftir margar tilraunir til sam- steypustjórnarmyndunar varð það úr að formanni jafnaðarmanna- flokksins, Hans Hedtoft, var falið að mynda nýju stjórnina. Það er fjölmennasta stjórnin, sem Danir hafa haft til þessa á friðartímum — 17 ráðherrar alls, þar af ein kona, en kona hefir ekki átt sæti í danskri stjórn siðan Nina Bang i fyrstu stjórn Staunings og var lnin fræðslumálaráðherra. Einn maður úr fyrri stjórninni situr í þcssari, Gustaf Rasmussen utanríkisráð- herra, sem telst utan fokka. Að öðru Ieyti er stjórnin þannig: Hans Hedtoft forsætisráðherra, Gustaf Rasmussen utanríkisráðherra, H. C. Hansen fjármálaráðherra, Kr. .Bord- ing landbúnaðaráðherra, Johs. Kjær- böl húsnæðisráðherra, Buscli Jen- sen dómsmála, Johan Ström félags- mála,. Alsing Andersen innanrikis- mála, Carl Petersen byggingamála, Marius Sörensen verkamála, Frede Niels kirkjumála, Rasmus Hansen hervarna, Jens Krag verslunarmála, Chr. Christensen fiskimála, Hartvig Frisch fræðslmála. Ennfremur sitja í stjórninni Fanny Jensen og Yilh. Buhl fyrri forsætisráðherra. Aðstaða stjórnarinnar er veik þar sem liún nýtur ekki ákveðins stuðn- ins neins af hinum flokkunum. Hún verður því að eiga tilveru sína und- ir náð kommúnista, og þeir vita af þvi blað þeirra, „Land og Folk“ segir í sambandi við nýju stjórn- ina: „Hr. Hedtoft ætti að hafa hug- fast að aðstaða hans i Fólksþinginu er þannig, að hann kemst ekki fram hjá kommúnistum“. En fylgi þeirra einna nægir þó ekki, því að enn vantar 10 atkvæði til þess að hafa meirihluta. En rót- tækir vinstri menn hafa nákvæm- lega tíu atkvæði. Stjórnarflokkurinn liefir 57, kommúnistar 9, róttækir 10 — samtals 76 af 148 þingsætum alls. Hinsvegar er bændaflokkurinn ineð 49, hægri með 17 og „Retsfor- bundet" með 6 atkvæði, samtals 72. Georg Raít sem burðarmaður Nú er fyrir löngu hætt að tala um þau George Raft og Betty Grable í einni andrá. Betty hefir sest í helgan stein hjá Harry James, og George Raft er nú ekki eins um- talaður og áður. Nú er hann kom- inn til Afríku til þess að leika í mynd, sem tekin verður þar. Á leiðinni staldraði hann við í Lond- on og hélt jólin hátíðleg þar. Hér sést George koma á Water- loo Station, og er honum fagnað af mannfjöldanum. Áður en hann sýndi sig, datt honum það snjall- ræði i liug að tryggja sér lnifu eins burðarkarlsins. Þannig leit hann út þá. in er þó öllu merkilegri. Það er „Kings Row“ eða Kóngsgata sem hún var kölluð hér. (Ruglist ekki saman við sænsku myndina Kungs- gatan). King’s Row var sýnd hér í Tjarn- arbíó haustið 1944 við fádæma góða aðsókn og dóma. Mun hún mörg- um minnisstaæð sem ein allra besta ameriska myndin, sem hér hefir verið sýnd. Aðrir leikarar voru Betty Field, Ann Sheridan og Ron- ald Reagan. I stríðinu var Robert Cummings í fyrstu flugmaður, en síðar varð hann kennari við flugskóla. Kenndi hann meðal annars 55 orrustuflug- niönnum undir lokapróf. Cummings er tvigiftur. Fyrri kona hans var Vivian Janis leikkona. Iíynntust þau, er þau léku saman í Ziegfeld Follies mynd. Skildu þau fljótlega og Cummings giflist ])á Mary Elliott 3. mars 1945. Cummings liefir blá augu og jarpt hár. Sir Brian Robertson hershöfðingi hefir verið skip- aður setuliðsföringi fíreta á her- námssvæði þeirra i Þýskalandi eftir sir Shalto Douglas flng- marskálk. HBESSANV/ COLA DMKKUA Ð

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.