Fálkinn - 20.02.1948, Page 10
10
FÁLKINN
VNCSSW
LE/&HMJRNIR
Leiklt og skilaiist ð Orænlandi
Þegar skip kemur í grænlenska
nýlendu verður að láta hendur
standa fram úr ermum til að skipa
upp öllum varningnum og þá hjálpa
tólf ára gamlir krakkar til. Þau
hlaupa frá uppskipunarbátnum inn
í geymsluhúsið með þunga sekki og
kassa á hausnum, kát og hrosandi.
í fyrsta lagi hafa þau gaman af
þessu og í öðru lagi fá þau aura
fyrir. Grænlensku börnin eiga ekki
hlaupahjól eða lijólaskauta. Og leik-
föng ekki heldur. Það er nefni-
lega ekki nema ein verslun í hverri
nýlendu, og hún selur ekki svo-
leiðis óþarfa. Það er korn, fatnað-
ur, -naglar og áhöld, sem sjást í
hillunum. Og i Grænlandi eru eng-
in tré, sem hægt er að skera grein-
ar af til þess að gera sér boga eða
blístru. Hvað hafa börnin þá fyr-
ir stafni? í fyrsta lagi verða þau
að gæta systkina sinna, því að for-
eldrarnir hafa annað að liugsa. Tíu
ára gömul börn eru með 2—3 ára
systkini sín frá morgni til kvölds.
Og þau iæra snemma áralagið. Það
er furðulegt að sjá live börnin eru
lagin að fara með bát.
Grænienskur drengur staldrar ekki
2 mínútur við liöfnina eða i bát án
þess að draga færi og öngul upp
úr vasa sinum. Grænlendingar eru
veiðiþjóð, og dugleg'ir veiðimenn,
og veiðihugurinn hýr í hverjum
strák. Hann notar líka dorg, og
sjaldan er þess langt að híða að
hann liafi innbyrt vænan þorsk. Og
j)á er honum skemmt. Hann verður
allur eitt bros þegar liann sýmr
veiðina. En það er óvíst að dreng-
irnir sem nú eru að aiast upp í
Grænlandi reyni nokkurntíma að
róa í liúðkeip. Kajak-íþróttin er að
deyja út í Grænlandi. Enda er
kajakinn hættugripur. Ilann hefir
kostað afar mörg mannslíf i Græn-
landi.
í róöri með stóra bróður og stórn
systur.
,,Skaftpottsklipptur“ grænlensknr
drengur.
En þú skalt ekki lialda að börnin
í Grænlandi leiki sér ekki, þó að
þau hafi ekki leikföng. Með dönsku-
kennslunni í skólunum liafa margir
danskir leikir borist til Grænlands;
þar sér maður „Brú, brú, brille“
og „Eitt par fram fyrir ekkjumann“
og fleira og fleira. En svo er líka til
fjöldi af grænlenskum leikjum. Flest-
ir ganga þessir leikir út á veiði,
og mest þykir varið í .Bjarndýrs-
leikinn. Þar er kennarinn björn,
sem krakkarnir eiga að vinna.
Vitanlega eru barnaskólar á Græn
landi. Skólahúsin eru timburhús,
eins og öll hús í Grænlandi, með
2—4 kennslustofum. Þar er skóla-
skylda frá 7 ára aldri, og komi
barnið ekki í skólann þá er það
sótt. En venjulega vilja foreldrarn-
ir láta börnin gang'a í skóla, enda
hafa þau gaman af því sjálf. En ef
livalreki verður í nýlendunni þá
er skólanum lokað, því að allir
krakkarnir hjálpa til við skurðinn.
í kennslustofunum sitja börnin
við venjuleg skólapúlt, telpurnar
með svartar fléttur og drengirnir
í anorökum. Sumir strákarnir eru
klipptir eins og sýnt er hér á mynd-
inni, „skaftpottsklipptir" sem kallað
er, því að slcaftpotti er hvolft á
hausinn á þeim og svo klippt að
af hárinu, sem niður undar stend-
ur.
Enginn leikvöllur er við skóla-
húsin. í frímínútum eru börnin látin
in fara út þegar veður leyfir, og
þá fara þau upp í brekkuna og
leika sér þar. Námsgreinarnar eru
danska, grænlenska, kver og bibliu-
sögur, söngur, náttúrusaga o. s. frv.
og stúlkurnar læra líka handavinnu.
Hinsvegar er engin smíðakennsla
fyrir drengina, vegna þess hve erfitt
er með efni. Það er lítið um timb-
ur i Grænlandi, og svo lítið af rost-
ungstönnum að það nægir ekki til
útskurðarkennslu.
Þegar grænlenskt barn hefir lok-
ið við barnaskólann getur það kom-
ist á framhaldsskóla ef það hefir
náð góðu prófi. Og það er mikil
aðsókn að þessum skólum, þvi að
Grænlendingarnir eru ólmir í að
læra.
Óþekkci rúllugardínan.
— Segið þér mér, fröken — fúið ~ Heyrið þið, eigum við ekki
þér yfirvinnukaup fyrir að sitja heldur að nd okkur i leigubíl?
yfir mér?
TlJHíDUR
5. Ilann sneri sér síðan að tal-
stöðinni og sagði: „Halló, Suður-
stjarnan kallar Hafköttinn, Suður-
stjarnan kallar Hafköttinn, — ég
skipti“.
Brátt kom rödd mágs hans á Haf-
kettinum í liátalarann. Það var
einkennilegur hljómur í henni eins
og ætið við stuttbylgjusendingar
fiskidugganna: „Hafkötturinn kallar
Suðurstjörnuna. Hvernig hefir þú
það, John? Er nokkur síld hjá þér?
Hér er eng'in. — Skipti.“
DUFLIÐ
(i. John svaraði: „Nei, og þú færð
enga síld. En hér er nóg. Eg hefi
aldrei komist í aðra eins veiði. Eg
fer í land undir kvöldið, en þú
færð að láta reka, án þess að verða
var svo dögum skiptir. — Skipti.“
Þannig var samtalið, og þegar
Jolin nokkru síðar hlýddi á samtöl-
in milli hinna bátanna (þeir senda
allir á sömu bylgjulengd), skemmti
liann sér vel við reiði skipstjór-
anna.
Framhald í næsta blaði.