Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1948, Síða 12

Fálkinn - 20.02.1948, Síða 12
12 FÁLKINN SKÁLDSAGA EFTIR DARWIN OG HILDEGARD TEILHET Tveggja herra þjónn 13 gekk upp og niður af mæði þegar hann kom að vínstofunni „Hausinn og flaslcan“. Þetta var roskinn maður. Hann var með svart vangaskegg. Einkennisbúningur lians var þaninn eins og hjúgnagörn á gerðarlegri ístrunni og mittisólin í fremsta gati. Hann blés og másaði þegar hann beygði sig niður að fallna manninum. Dró líkið liægt og varlega inn úr dyrunum, svo að liann gæti rannsakað það við hirtuna frá vasaljósinu. Hinn lögreglumaðurinn sagði: — Mér er ekki fyllilega ljóst livort kúlan hefir farið inn í heilann þarna yfir eyranu eða hvort liún hefir aðeins snert hauskúp- una og að blæðingin stafar af því. Er eng- inn sími hér? Við verðum að ná 1 sjúkra- bifreið hingað samstundis. —: Það er ekki vottur af síma hér í liús- inu, sagði Hoot, — en þið getið fengið síma í húsinu liérna á móti. Þau sáu að lögreglumaðurinn fór yfir götuna til að síma til lögreglustöðvarinnar á Place Pigalle eftir sjúkravagni, lækni og lögreglufulltrúa. Cally sagði á ensku: — Ef kúlan hefir aðeins snert höfuðið ætti að vera góð von, er ekki svo? Hoot laut niður að hinum meðvitundar- lausa vini sinum til að skoða liann betur. Ungi lögregluþjónninn ýlti honum frá. — Biðið þér þarna inni! Og þér líka, fröken. Um leið og Iloot fór inn aftur sparkaði hann duglega í hurðina. Hún hrökk und- an og skall á skammbyssu lögregluþjóns- ins svo að skotið hljóp úr henni en þó réttu megin við hurðina. Cally og Hoot stóðu nú innan við sterka hurðina en lögregluþjónn- inn hinumegin. Skammbyssan hóstaði á- kaft nokkrum sinnum, en það var rétt svo að þau gátu heyrt það inn í vínstofuna. Hoot skaut slagbrandinum fyrir í snatri. Augnabliki síðar spyrnti lögregluþjónninn á hurðina af öllu sínu afli. Hoot tók fast í hönd Gally og lagði á flótta gegnum vín- stofuna en lögrtglumaðurinn skaut því sem til var í skammbyssunni á lásinn. Hann stóðst ekki mátið en eikarslagbrand- urinn lét engan bilbug á sér finna. Hoot sparkaði upp eldhúshurðinni og ýtti Cally á undan sér út í garðinn. Hann eyddi nokkrum sekúndum í að aflæsa hurðinni á eftir sér. Angan vornæturinnar um- kringdi þau í garðinum og hinar óákvarð- anlegu raddir næturinnar fylltu loftið. Þau ldupu eins og þau gátu gegnum garðinn. Svo skreið hún á eftir Hoot gegnum litla gatið á limgirðingunni, sem hinn varkári og forsjáli Sylvestre liafði gert, einmitt með svona tilfelli fyrir augum. Limgirðingin var hálfur annar metri á þykkt og lægslu greinarnar gildar eins og trébolir. Þau komust í gegn. Lágur múrveggur blasti við þeim, hann afmarkaði húsagarð eins af þessum nýju verslunarliúsum úr sementi og gleri, með vinnustofu fyrir mál- ara á efstu liæð, hús af þeirri gerð sem byggð voru rétt fyrir striðið þarna á Mont- martre. Svartar rúðurnar endurvörpuðu stjörnubjarmanum. Húsveggirnir og múr- garðurinn sýndust óhugnanlega gráir i næturmyrkrinu. Nú gátu þau heyrt að lögreglan var kom- in bæði inn í húsið, sem þau höfðu flúið úr og út í garðinn. Sjúkrabifreiðin gaf hljóð- merki í Rue Henner. Það var sama ógeð- felda hljóðið sem menn kannast við úr öllum stærri borgum í heiminum, stígandi og fallandi, óhljóð, sem verkar á mann eins og köld vatnsgusa niður eflir hrygg- lengjunni. Hoot hvíslaði: — Það geklc vel að ná í s^úkravagninn. Ef kúlan hefði ekki komist inn í heilann á heillakarlinum honum Hook þá ættu að vera góðar líkur til að hann næði sér eftir þetta. En mundu, að ef við náumst þá getum við hvorki hjálp- að honum né málinu sem við vinnum fyr- ir. Komdu nú. Iiann ldifraði upp á múr- inn og dró hana á eftir sér. — Hoppaðu nú! sagði hann. Þegar þau kornu út á Rue Pigalle hægðu þau á sér til þess að vekja ekki athygli. Hoot áleit að þau væru sloppin, þrátt fyrir allt. Það gat hugsast að lögreglan liéldi að þau væru enn inni í húsinu, úr þvi að liann liafði gefið sér tíma til að aflæsa bakdyr- unum. Og svo taldist honum til að lögregl- an mundi álíta, að ógerningur væri að kom- ast gegnum limgirðinguna. Hann sagði við Cally að þessi limgirðing virtist svo traust, að lögreglumaður mundi álíta að jafnvel ekki fíl væri fært að komast gegnum hana. Hann tók Cally undir arminn. Lét liana ganga svo fast upp að sér sem unnt var, svo að allir sem mættu þeim skyldu lialda, að þarna færu ung og elskandi hjónaleysi, sem hefðu verið úti að skemmta sér. Cally fannst þetta talsvert spaugilegt. Nú kannaðist hún við sig aftur. Þegar liún fór frá Hoot um hádegisbilið næsta á undan, liafði hún gengið þessa sömu götu, Rue Henner, og náð sér í bifreið við Place de la Trinité. Einn af stóru strætisvögnun- um ók fram hjá þeim og l'yllti eyru þerra hinum sogandi nið frá breiðum bifreiðar- hjólunum. Langt í fjarska heyrðu þau einu sinni enn vælinn frá sjúkravagninum, sem var að flytja Hook á hjálparstöð og þaðan svo á sjúkrahús lögreglunnar. Cally gerði sér það ekki ljóst sjálf, en hún þrýsti sér upp að Hoot og hélt báðum höndum um handlegginn á honum. Hún lirökk við í livert sinn sem hún sá skugga. Hvenær sem þau gengu fyrir götuhorn átti liún von á að einhver mundi ráðast á þau. Ef Hoot hefði ekki verið þarna og haldið í hana mundi hún hafa tekið til fótanna. Það eina sem liana langaði til var að hlaupa, híaupa á burt frá öllu amstrinu, flýja, koma sér undan. En Hoot hélt henni i járngreipum. Fram Rue Pigalle leiddi liann liana og fór svo hægt að við sjálft lá að það væri áberandi, henni fannst þau fara ömurlega hægt. Þegar honum fannst hann verða að líta framan í liana, öðru liverju, þá setti hann upp tilgerðarlegt bros. Þetta endurtók sg talsvert oft. Einu sinni hvíslaði hann: „Brostu svolítið lil mín, brostu! Þú verður að hrosa! Láttu eins og þú sért bráðástfangin af mér! Engum má sýnast annað en að við séum liamslaus af ást hvort til annars.“ Ilún spurði hvert hann væri að fara. Hann var á leið til Gare St. Lazare og þar ætlaði hann að taka l'yrstu lestina sem hann næði í. Aðalatriðið var að komast á burt úr París. Kæmust þau út úr borginni á annað borð þá voru möguleikar. Þau gælu farið eitthvað suður á bóginn. Hann sagði henni að hér um bil svona væri ástatt: Samuel Hook liafði talið það svo mikils- vert að finna þessa valnslitamynd og rann- saka að þeir yrðu að reyna að liætta á það, þó að yfir þeim vofði að nazistar, eða franskir heimavarnarmenn afhjúpuðu þá. Ef Frakkar tækju Hool, Þá þóttist Hook viss um að geta sannað réttum aðilum livernig í öllu lagi„ áður en það yrði of seint — áður en Hoot yrði fluttur ofan í hljóðlieldu kjallarana og látinn sæta sömu meðferð, sem franskir æltjarðarvinir sættu af liálfu Þjóðverja áður en þeir voru drepnir. Cally fór að skjálfa þegar liún hlustaði á frásögn Iloots. Og skjálftinn vildi ekki láta sig. Hoot sagði: — Já, svona er það. Hafi heillahrólfurinn hann Samuel verið af- greiddur yfir um, i eilífðina, eða liafi hann slasast svo að liann verði ekki liðtækur i nokkrar vikur, þá er enginn maður til i öllu Frakklandi, sem getur bjargað mér út úr ógöngunum. Það er að segja, að undan- teknum Sylvestre. Og hann er á hraðri leið til lielvítis, eða lil Brive, og það er nokkurnvegin það sama, eins og nú er á- slatt. En sé Sylvestre á lifi, þá mun hann hafa samband og nægileg áhrif til þess að geta útskýrt fyrir franska lieimavarnarlið- inu liver ég er og livað ég er. Hann getur l'engið frönsku lögregluna til að hætta að forvitnast um þig og mig en beina athygl- inni að drellinum, sem var leigður til að myrða mig, í staðinn. Svo er þér fyrir að þakka, að honum misheppnaðist það í fyrsta skiptið. En það hefir eflaust verið sami hrappurinn, sem reyndi í annað sinn i nótt. Það er sennilegt að honum líði ekki vel í öxlinni eflir skotið sem liann fékk, þegar þér lenti saman við liann. Eg get imyndað mér að hann sé fast að því sinnis- veikur af kvölum. Það er hans eigin upp- götvun, sem er ástæðan, og elcki verður það lil að draga úr heiptinni. Þú sást að Samuel félagi minn var skotinn? Moi’ðinginn gaf ser ekki tíma til að athuga livort það varst þú eða ég eða einhver annar, sem liann skaut. Hann bara skaut. Ilann hefir fengið það sem kallað er skammbyssudellu. Hvorki franska heimavarnarliðið né franska lögreglan gerir þér neitt. En þessi litli feiti

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.