Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1948, Qupperneq 3

Fálkinn - 20.08.1948, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 Stórfengleg göng gerð undir East River André Marie, hinn nýi forsætisráðherra Frakklands og fyrr- um dómsmálaráðherra í ráðuneyti Schumans, tí dóttur, sem j>jáist af pólitískri metorðagirni fyrir hönd föður síns. Var henni mikið í muna, að André gæti myndað stjórn, og tók hún drjúgan þátt í störfum hans, meðan hann streyttist við að koma saman ennþá einni nýrri stjórn fyrir Frakka. Og þeg- ar björninn var unninn, kættist hún svo, að hún kallaði á tvo götulögregluþjóna til þess að geta skálað við þá „fyrir pabba“. Á myndinni til vinstri sést sú athöfn, eti til hægri er pabbinn, sem nú er valdamesti maður í Frakklandi. Fyrir átta árum var byrjað að vinna við lengstu jarðgöng í Bandaríkjunum. Þau eiga að tengja saman Brooklyn og hjarta New York, Manhattan-eyjuna. Göng þessi liggja undir East River, og og verður mikilli umferð alls konar farartækja beint í gegnum þau. Áætlað er að verkinu tjúki á næsta ári, og kostnaðurinn kemur til með að nema 85 mil/jónum dollara. — Loftmyndin hér að ofan er tekin yfir Brooklyn og sést á skýja- kljúfana á Manhattan. Svarta strikið, sem dregið er á myndina, sýnir, hvar göngin liggja. ekki síður en ameríska stjarn- an Ann Curtis. — í dýfingum kvenna hafa ámerísku stúlkurn- ar alltaf gengið með sigur af hólmi síðan 1920, og ekki voru þsár heldur af verra taginu í þetta skiptið. Þær voru fjórar, og sjást þær hér með þjálfara sínum í Wembley, talið frá vinstri: Juno Stover, Pat Elsen- er, Vicki Draves og Zoe Ann Olsen. Spennandi augnablik Rétt í þá mund, er Ólympíuleik- arnir voru að hefjast, beindist allur íþróttaáhugi í Bretlandi að hnefaleikakeppni, sem ekki stóð í neinu sambandi við leik- ana.Það voru þeir Freddie Mills, enski meistarinn í léttþunga- vigl og Bandaríkjamaðurinn og heimsmeistarinn Gus Lesne- vich, sem áttust við. Svo fóru leikar, að Freddie hafði titilinn af Lesnevich, og þóttu það mik- il og góð tíðindi í Bretlandi. — Myndin er tekin á mjög afdrifa- ríku augnabliki: Freddie er að berja heimsmeistarann niður í annað skipti í 10. lotu. Uimg móðír « gíSmiuJ J^raður Þátttakendur U. S. A. r í dýfingum á Olym- píuleikunum í London Grikkir útilokuðu kvenfólk lengi vel frá Ólympíuleikunum í gamla daga, jafnvel sem áhorf- endur. Dauðarefsing lá við, ef út af brá. En frá því um alda- mót hafa konur keppt á Ólym- píuleikum nýja tímans. — Á hina nýafstöðnu leika í London sendu Bandaríkjamehn betri sundmeyjar en þeir hafa nokk- urn tíma áður sent. Hiigðust þeir hefna ofaranna frá því í Berlin 1930, er hollensku stúlk- urnar skutu öllum ref fyrir rass með því að vinna allar sund- greinarnar nema 200 m. bringu- sund, sem Japan vann. Miklar sárabætur fengu amerísku stúlk urnar að vísu, en margt skygg- ir þó á sigursæld þeirra, því að bringusundsmærin liollenska, van Vliet, og skriðsundsmærin danska, Greta Andersen, náðu lnylli áhorfenda og „medalíum“ Margt er skrýtið í henni veröld, en ef til vill ofur eðlilegt, þegar skoðað er ofan í kjölinn. Til dæmis skeði það fyrir skömmu síðan, að 92 ára gömul kona var gift í kirkju í Eng- landi um svipað leyti og telpa i barnaskóla í Los Angeles varð að hverfa frái náimi til þess að eignast barn. — Svo er mád með vexti um hina ungu móður að hún giftist ái laun 18 ára göml- um strák, sennilega með því að skýra rangt frá aldri, en hún er nú aðeins Ið ára gömul. Ilér á myndinni sjást hinir ungu for- eldrar með barnið. — Á hinni myndinni sjást hin gömlu hjú, frú Alice Walters frá Wolver- hampton(92 ára)og herra Thom- as Robinson frá Wheaton Aston (58 ára) ganga' lil hins nýja lxeimilis þeirra, er presturinn hefir vígt þau saman i heilagt hjónaband. Brúðurin er orðlögð fyrir lífsgleði og fjör. Hún er stálhraust, vel greind og all- minnug ennþá. Þess skal getið, að hvítu flygsurnar á fötum hjónanna eru ekki snióflygsur, heldur „confetti“, þvi að margir urðu lil þess að votla þeim hamingjuóskir sínar á þennan skemmtile.ga hátt.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.