Fálkinn - 20.08.1948, Page 4
4
FÁLKINN
HVER VERÐUR
NÆSTI FORSETI BANDARÍKJANNA?
Harry Truman — sem líklega verð-
ur að flytja úr Iivita húsinu í byrj-
un mars.
Undifbúningurinn undir forseta-
kosningarnar hefir verið í fullu fjöri
siðan aðalflokkarnir tilnefndu for-
setaefni sín i PhiSadelpia í júni og
júlí. En áður liafði Iíenry Wallace
tilkynnt að hann xnundi gefa sig
fram sem forsetaefni nýs og frjáls-
lynds flokks. Svo að þrír verða i
kjöri auk klofningsframboðs Suður-
ríkja-demokrata, eins og stundum
hefir verið áður. En jxað hefir að
jafnaði reynst svo að þriðji flokkur-
inn, sem oftast hcfir kennt sig við
framsókn - progress - hefir ekki náð
atkv. svo neinu næmi. Flokkur Henry
Wallace kallar sig „Progressive Citi-
zens of America“. Iíann er studdur
af kommúnistum, vegna þess að eitt
aðalstefnuatriði Wallace er að koma
á sættum milli „austurs og vesturs“,
og' — þó undarlegt megi virðast —
af ýmsum einangrunarsinnum, sem
berjast á móti Marshalláætluninni.
Áður en tilnefning aðalflokkanna
fór fram voru skoðanir manna mjög
á reiki um hver verða mundi næsti
forseti U.S.A. Að vísu voru flestir á
þeirri skoðun að samveldisnxenn
(demokratar) rnundu tefla fram Tru-
man forseta, ef Eisenliower herstjóri
fengist ekki til að taka við tilnefn-
ingu, en hann taldi flokkurinn sig-
urvænlegast forsetaefni allra, sem
völ væri á. En það reyndist hara
ekki völ á honum. Hann Iiafði neit-
að hvað eftir annað að taka við til-
nefningu, og eftir að stórveldismenn
(republikans) höfðu orðið mjög
samhuga um forselaefni sitt og hin-
um þótti mikils við þurfa, þá fóru
þeir enn til Eisenhowers en fengu
enn þvert nei. Annars er það sagt
um Eisenliower, að eiginlega viti
enginn hvar hann á heima i stjórn-
málum. — Nokkrir aðrir voru til-
nefndir sem væntanleg forsetaefni
->♦<-> ♦<=34C=3 ♦C=>4<=> ♦<=>*C=> ♦<=>♦<=) ♦
/ nóvember kjósa Bandaríkin 3h. forseta sinn. Hver
verður hann — Tomas E. Dewey eða Harry Truman
— eða Henry Wallace? Um aðra er ekki að gera, síðan
aðalflokkarnir tilnefndu forsetaefni sín. Flestir spá
Dewey sigrinum.
í stað Trumans, einkum- George
Marshall utanríkisráðlierra, Harry
Byrd öldungaráðsmaður og William
Douglas. En það varð Truman.
Hjá rérveldismönnum voru for-
setaefnin enn fleiri og voru allir
Sá sigurvænlegasti — Thomas E.
Dewey ríkisstjóri.
taldir liafa mikið fylgi. Fyrst skal
telja „Tom“ Dewey, þann sem hlut-
skarpastur varð á endanum og var
i kjöri fyrir flokkinn seinast þegar
Roosevelt var kosinn. Hann er tal-
inn í liópi hinna hægrisinnuðu re-
publikana og einangrunarsinni. En
þó ekki eins langt til liægri og
Robert A. Taft, sem er einn gallharð-
asti andstæðingur Marshalláætlunar-
innar og eindreginn einangrunar-
maður. Harold Stassen var maður
sem sigldi beggja skauta byr og þótti
um skeið vænlegur til forsetaefnis:
Hann hefir gert mikið til þess að
kynna sér hag Evrópuþjóðanna og
jxykir mikill mannkostamaður. Þá
var og talað um hinn gamla þaul-
reynda öldungaráðsmann Arthur
Vandenberg sem forsetaefni. Hann
liefir um lirið verið ein mesta stoð
Roosevelts og síðan Trumans í utan-
ríkismálum og bjargaði nx. a. Mar-
shalláætluninni frá stýfingu núna í
vor. Loks vildu ýmsir sérveldis-
menn fá Douglas MacArtliur, her-
málastjórann í Japan, sem forseta.
En það var ekki tekið alvarlega
þegar til kom.
Thomas Dewey safnaði að sér
meiri liluta atkvæðana undir eins í
upphafi tilnefningarinnar, svo að
lxinir drógu sig smámsaman i hlé og
var Dewey tilnefndur með að heita
nxátti samhljóða atkvæðum, svo að
segja má að flokkurinn standi ó-
skiptur að honum. Horfur Trumans
rýrnuðu íxijög við jxað, hve sam-
komulagið var gott hjá andstæðing-
um hans. Áður lxöfðu demokratar
meðfram byggt vonir sínar á því,
að klofningur, sem þeir hefðu gott
af, yrði innan republikana.
Demokratar hafa nú haldið for-
setaembættinu í síðustu sextán ár,
og það út af fyrir sig gerir sigui'-
vonir þeirra minni. Mörgum þykir
nxál að skipta um, og síðustu jxing-
kosningar í rikjunum hafa gengið
republikunum í vil. Þessi síðustu sext
án árin liafa líka verið þau erfið-
ustu í hinni nýrri sögu Bandaríkj-
anna. Stjórnarflokkurinn hefir orðið
Ilenry Wallace segisl verða forseti
seinna ef hann verði }>að ekki núna.
að gera margt fleira en honum gott
þótti og samrýmdist stefnuskrá bans.
Jafnvel Roosevelt átti því oft örð-
ugt uppdráttar vio að koma málum
fram, vegna jxess að lians eiginn flokk-
ur vildi ekki og taldi sér ekki skylt
að fylgja honum. Og vitaixlega varð
aðstaðan enn erfiðari fyrir Truman,
er hann átti að l'ara í föt þess
manns, sem allir viðurkenndu senx
eitt mesta mikilmenni samtiðar sinn-
ar og að ýnxsu leyti var liafinn yfir
flokkana. Og svo er það annað að
eiga að ráða á styrjaldartíma og
eftir styrjöld.
Andstæðingar Trumans benda ó-
spart á að hann liafi gert margar
skissur. Hann felldi verðlagseftirlitið
úr gildi en varð siðar að lögfesta það
aftur, hann rak Henry Wallace úr
verslunarmálaráðherraembættinu og
lika er hann áfelldur fyrir frum-
varp sitt til „Antilynch“-laganna og
mál hafa annars valdið miklum deil-
um í Suðurríkjunum, því að þar eim
ir enn eftir af þrælalialdshugsunar-
hættinum, sem olli borgarastyrjöld-
inni 1861—’64. Hinsvegar þykist
Truman liafa ýms góð spil á liend-
inni: Marshalláætlunina, ráðstafan-
ir gegn verðbólgunni, burtrekstur
komnxúnista úr opinberum embætt-
um, launabætur og skattaivilnanir,
herskyldu á friðartímum, aukin inn-
flutningleyfi til handa fólki sem
misst hefir samastað sinn o. fl. o. fl.
En republikanar hafa í kosninga-
baráttunni lagt aðaláhersluna á, að
hinum margvislegxi hömlum og ráð-
stöfunum, sem setja varð á stríðs-
árunum verði hið fyrsta létt af, og
meginálxerslan lögð á að koma at-
vinnumálum þjóðarinnar í það horf
senx var fyrir stríð. Barátta þeirra
beinist fyrst og fremst gegn ríkis-
eftirliti og hömlum. Og innan flokks-
ins er hópur —■, fámennur þó —
sem berst gegn Marshalláætluninni
og vill að Bandaríkin skipti sér
sem minnst af málefnum Evrópu.
En sá liópur fer minnkandi. Og
undir eins og Dewey hafði verið
tilnefndur sem forseti tók liann
blaðið frá munninum og lýsti ein-
dregnu fylgi sínu við Marshalláætl-
unina. Hann var áður talinn slanda
langt til hægri í fokknum, en hefir
nú skipað sér miðsvæðis eða jafn-
vel til vinstri, og stendur nú miklu
nær Vandenberg en Taft.
— Demokratar tilnefndu Truman
senx forsetaefni sitt 15. júlí, og lilaut
liann kjörið þegar við fyrstu at-
fíobert Taft á affeiris einn kjósanda
vísan, — og það er konan hans.