Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1948, Síða 5

Fálkinn - 24.09.1948, Síða 5
FÁLKINN 5 liatrið upp, sem Samar höfðu bælt í sér til forráðamanna sinna. Það verður uppreisn i Kautokeino í Finnmörku — það er miðstöð norska Lapplands — og forráðamennirnir þar voru drepnir. Yitanlega var það ekki ætlun Lars Levi Læstadius að svona færi og hann harm- aði það mjög. En trúboð hans í Lapplandi hafði varanleg á- hrif og flestir Samar telja sig til sértrúarflolcks þess, sem ber nafn hans. Svo telst til að um 20.000 Samar eigi lieima í Noregi, þar af um 10.000 hirðingjar, sem flytja fram og aftur um heið- arnar i Finnmörku með hrein- dýrahjarðir sínar. Hinir, sem eiga fasta bústaði, lifa ýmist á landbúnaði, fiskveiðum eða stunda einhverja iðn. En i raun réttri eru Samarnir miklu fleiri en hagskýrslurnar sýna. Ef þeir eru taldir með, sem hafa bland- að blóði við norræna menn — og afkomendur þeirra — verð- ur talan 100—120 þúsund, eða kannske hærri. Samar eru dreifðir um allan Noreg norð- an Dofrafjalla frá Rörósi og nyrst norður í Finnmörk. Og auk þess eiga Samar heima i sænska og finnska Lapplandi og austan við rússnesku landa- mærin. Samar hafa nú gert ýmsar ráðstafanir til að bæta lífskjör sín, m. a. með því að koma skipulagi og jöfnuði á framboð helstu markaðsvöru sinnar, lireindýraketsins. Og þeir krefj- ast ýmissa félagsmálaumbóta af ríkinu, sem nú er hætt að dauf- heyrast við síkum kröfum. í Noregi eru talin vera um 125.000 lireindýr, auk villi- hreina, og af þessum stofni eiga Samar um 100.000 dýr. Hrein- dýrastofninn eykst þessi árin um nálega 25% á ári og afurð- irnar tilsvarandi. Hreindýra- stofninn er talinn um 15 millj- ón kr. virði og árstekjurnar af honum 3.6 milljón krónur. En þó að stofninn sé að auk- ast svona verulega fara meðal árstekjur lireindýrabænda ekki fram úr 1200 kr. að meðaltali. f Svíþjóð hafa hreindýrasmal- ar stofnað stéttafélag, sem hef- ir gengið inn i Svenska Lantar- hetareförbundet, en í Noregi eru þeir ekki komnir svo langt ennþá. En nú hafa þeir boðað til Landsfundar Sama, og átti að halda hann í Tromsö í júli í sumar. Þar ætluðu þeir að ræða atvinnumál sín á breiðum grundvelli, og sennilega stofna þeir stéttafélög eftir fundinn og munu sækja um inngöngu í bændasambandið norska, sem sérstök deild. En ýmsir munu spyrja: Hvaða áhugamál eru sameiginleg með norskum jarð- yrkjubændum og hreindýra- hirðingjum? Hreindýrarækt er erfitt starf i þeirri mynd sem Samar reka liana, bindandi og erilsamt — erfið smalamennska allan árs- ins hring. Samarnir sem lifa á hreindýrarækt verða að flytja sig langar vegalengdir milli sumar- og vetrarbeitanna, því að hreinninn er rásgjarn og verður að fá að rása. Nú eru hinir efnaðri Samar í Finn- mörku farnir að taka nútíma- tæknina i þjónustu sína; sumir hafa t. d. eignast beltabifreiðar og jeppa til þess að flytja dótið sitt á, þegar þeir þurfa að skipta um dvalarstaði. En það er fleira sem umbóta þarf við áður en hægl verður að segja, að Samar lifi við kjör sem mönnum eru hæfandi. Samar hafa á síðari árum orðið fyrir átroðningi af land- nemum, sem reist liafa hér ný- býli þar sem Samarnir höfðu áður hreindýrahaga. Þessir ný- býlamenn kaupa eða leigja land af ríkinu, sem á allar Finnmerk- urheiðarnar, flytja þangað bú- slóð sína og búfénað og fara að rækta land, en Samarnir verða að fara á burt og leita sér annarra beitilanda, án þess að fá nokkrar bætur fyrir beit- armissinn. Hinsvegar verða þeir sjálfir að borga skaðabæt- ur ef hreindýr þeirra gera ný- býlabændum tjón. í hreindýra- sveitunum í Dofrafjöllum nema þessar skaðabætur stundum 100.000 krónum á ári. í öllu menningarstarfi sinu eiga Samar við meiri örðug- leika að etja en þjóð, sem hefir fasta bústaði og býr á sæmilega afmörkuðu landrými. En það má telja víst að ef þeir ekki geta komið sér upp eigin skól- um þá týna þeir von bráðar tungu sinni, sögu og því litla sem þeir eiga af gamalli þjóð- legri menningu. Samar í Nor- egi, Sviþjóð og Finnlandi verða að sameinast um að koma sér upp sameiginlegum æðri skóla, þeir verða að eignast blað á sinu eigin máli og koma upp miðstöð fyrir menningarmál sín. Samarnir i Sviþjóð eru á undan hinum í þessu mefnum, þvi að þeir eiga sinn eiginn lýðháskóla og sitt eigið þing — „lapparilcisdaginn“, sem kallað- ur er. „Lapparíkisþingið“ kem- ur saman á fund á hverju ári AMERlKUMENN FARA FRÁ ITALIU. Snemma í júlí voru ameríkanskar flotadeildir víða í ítölskum höfn- um, en fengu þá skyndilega skip- un um að sigla austur í Miðjarð- arhafsbotn, sennilega út af horf- unum í Palestínu. Þessi mynd er tekin í Genua og sýnir áhöfnina á tundurspillinum ,G. Mackenzie' vera að ferðbúa sig. og mæta þar fulltrúar frá ýms- um stjórnmáladeildum í Stokk- hólmi og einhver af ráðherr- unum. Þarna er rætt i nokkra daga um félagsmál, atvinnumál og menningarmál, ályktanir gerðar og áslcoranir samþykkt- ar til stjórnarinnar. Málum Sama er yfirieitt miklu betur borgið í Svíþjóð en í Noregi og framtiðarmöguleikarnir meiri. Til dæmis er það algengt i Svi- þjóð að Samar taki háskólapróf. I Finnlandi gefa Samar út sitt eigið blað, en í Noregi verða þeir að láta sér duga að fá út- varpsfréttir á sínu eigin máli einu sinni í viku frá stöðinni í Tromsö. Finnmerkurtrúboðið norska kom upp unglingaskóla í Kautokeino árið 1936 og liefir liann verið rekinn síðan, en samiskt mál er aðeins notað sem hjálparmál við kennsluna, sem að öðru leyti fer fram á norsku. Þá hefir fræðslumálastjórnin gengist í það að lála gefa út samiskt stafrófskver lianda barnaskólunum. En að öðru leyti er það lítið. sem gert hefir verið fyrir þessa frumbyggja Noregs. Hinsvegar fer skilningur al- mennings hraðvaxandi á því, að Samar eigi kröfu á miklu betri meðferð en hingað til. Og ganga má að því vísu að hafist verði handa um að bjarga þeim menningarverðmætum Sama, sem bjarðað verður, og gera þeim framtíðina léttari en for- tíðin var.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.