Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1948, Blaðsíða 10

Fálkinn - 24.09.1948, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VNCt/VU LE/&N&URNIR Skrítin saga, Listmálari sat úti á engi og var að mála landiagsmynd. Þá kom hestur iabbandi til hans. Hann nam staðar og horfði iengi á myndina. Svo sagði hann allt í einu: „Mikil bölvuð klessumynd er þetta hjá þér!“ Málarinn spratt upp alveg for- viða, sem ekki var undarlegt, og ságði: „Getur þú talað?“ En hestur- inn endurtók bara: „Þetta er bölv- uð klessumynd. Nei, þegar ég var í Ameríku sá ég öðruvísi málverk. Þeir kunna að mála þar. Þér íekst aldrei að selja þessa mynd.“ Nú stóðst málarinn ekki mátið lengur. Hann skiidi eftir málara- dótið og liljóp eins og' fætur toguðu heim á bæinn og hitti bóndann. „Eg vil kaupa Iiestinn yðar, ég vil kaupa hestinn yðar!“ sagði liann. Bóndinn var hinn rólegasti. „Jæja viljið þér nú kaupa liann líka. En ég er heiðarlegur maður og þess- vegna verð ég að seg'ja yður eins og er. Hesturinn er meinlyginn. Hann hefir ahlrei komið til Amer- iku.“ Gúmmístimplar úr bótum. Gúmmíbæturnar sem þið fáið til að gera við slöngurnar á reiðhjól- unum ykkar, má nota til þess að búa til úr þeim gúmmistimpla með stórum stöfum. Þú færð fyrirmyndirnar að stöf- unum, sem þú ætlar að nota í stimpilinn, úr auglýsingum i blöð- unum. Þegar þú hefir fundið alla stafina, sem nota þarf (þeir eiga vitanlega að vera af sömu stærð og gerð), tekur þú bótina, rífur af henni léreftið, sein er á límbornu liliðinni á bótinni, og leggur papp- írsstafina á í réttri röð. Þeir lím- ast á og nú getur þú klippt út staf- inn. Þegar það er búið er pappírs- stafurinn rifinn af og nú límir þú gúmmístafina á tréklossa, þannig að límborna liliðin viti niður. Þegar þú liefir iaðað öllum stöfunum á tréklossann er stimpillinn fulJgerð- ur. Þú manst eftir að raða stöfun- um frá hægri til vinstri, því að annars koma þeir ekki i réttri röð. SAGAN AF LIVINGSTONE OG STANLEY 11. Nú voru liðin nærri þvi fjögur ár síðan leiðangurinn hófst og Livingstone gerði orð niður til sjávar eftir nýju skipi. Það var sent til Afríku og leiðangursmenn fóru á ]jví til sjávar, en ekki gekk sú ferð þrautalaust heldur. Nú voru það þrælakaupmennirnir sem reyndu að gera Livingstone óskunda. Það sló í orrustu við þá og Livingstone tókst að frelsa nokkra þræla. Skömmu áður en komið var til sjáv- ar lá leiðin um mýrlendi, þar sem loftslagið var afar óheilnæmt. Þar dó kona Livingstone, sem hafði verið með honum í allri ferðinni. 12. Livingstone tók sér fráfall hennar ákaflega nærri, en á liinn bóginn hafði árangurinn af ferðinni orðið mikill. Hann liafði komið á fót trúboðsstörfum inni í frumskóg- unum. Nú hélt har.n til Englands til þess að útvega sér fé i nýjan leið- angur, en nú vildi stjórnin ekki eggja honum til meira fé. Hann tafðist tvö ár áður en hann gat lagt upp á ný, en 1866 komst hann af Adamson barfnast Iwíldar. Skrítlur Maðurinn minn verður hrifinn af að liitta yður, úr því að þér spilið Uach. Ilann spilar nefnilcga sjálf- ur half-Back. — Þetta á að vera gjöf til góðs vinar míns, sem segir að hann geti ekki lifað án mín. — Gelurðu ekki farið úr þessan bansettri mussu. Hún villir mig alveg í taflinu. — Þú hlýtur að hafa lagt af Emma. Þú varst miklu skuggsælli í fyrra. stað. Fór liann nú til Zanzibar og GAMALL IÓNSNILLINGUH. þaðan til vatnanna miklu til þess John MacPhersson, sem er 91 árs, að rannsaka umhverfi þeirra. Gang- hélt nýlega fiðlutónleika í Kansas andi og með innfædda burðarmenn City og fékk liina bestu dóma lijá fór liann 1000 km. langa leið til gagnrýnendunum. Hann fór ekki að Tanganjikavatns og var hólft ár á leika á fiðlu fyrr en hann var 75 leiðinni. ára.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.