Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1948, Qupperneq 14

Fálkinn - 24.09.1948, Qupperneq 14
14 FÁLKINN MARÍA. Frh. af bls. 9. aði fyrir augum og hann hneig niður á gólfið. Þegar hann rankaði við sér aftur lá liann í rúminu sínu á gistihúsinu. Maria stóð yfir hon um. Hún var með tár í augun- um er hún tók í höndina á hon- um og sagði: „Þökk fyrir. Þessu mun ég aldrei gleyma. Þér eruð maður, dr. Korell!“ „Þetta var elcki nema mann- leg skylda,“ sagði liann hljóð- lega. Hann fór viku síðar. María fylgdi honum út að sleðanum. Henni var þakklæti í hug, er hún stóð og hélt í hendina á lionum til að kveðja hann. Þau sögðu ekki nenia fá orð, og svo rann sleðinn af stað. Hún sneri við í dyrunum og veifaði til hans, svo gekk hún upp til mannsins síns. í annað sinn liafði læknirinn gefið lienni lifið. En hann fékk aðeins að gefa henni lífið. Annar maður átti að gæta þess og njóta þess. Dr. Korell brosti og bretti kápukragann upp fyrir eyru. Snjór féll í logni. Hinn eirð- arlausi var að leita eirðar á öðru gistihúsi. — Hvað lieldur'ðu a'ð hann pabbi þinn segi þegar hann lieyrir að við erum trúlofuð? — Hann verður himinlifandi glaður. Það verður hann alltaf. BERNADOTTE GREIFI MYRTUR Sá hörmulegi atburður varð aust- ur í Palestinu í siðustu viku, að Bernadotte greifi var myrtur á götu í Jerúsalem af ofstækismönnum úr hópi Stern-flokksins. Er liinn mesti mannskaði að fráfalli þessa ágæta friðarvinar. Efri myndin er af Berna- dotte við skrifborð sitt, en sú neðri af nokkrum Gyðingum úr Stern- flokknum, þar seni ]teir liópast sam- an til að lýsa andúð sinni á Berna- dotte fyrir utan liótel eitt í Jerúsal- em. „Þér megið eiga Stokkhólm, við eigum Jerúsalem" og „tilraunir y'ðar eru til einskis -— við erum hér“ stóð á spjöldunum, sem þeir báru. Júlíana drottning, sem nú hefir tekið við völdum í Hollandi. Tage Erlander försætisráðherra Svía. Flokkur hans, Jafnaðar- mannaflokkurinn hélt þing- meirihluta við hinar nýafstöðnu kosriingar. ---------*.................... Innrásin í Hyderabad. Indverskir hermenn hvíla sig eftir hraða framsókn. Egils ávaxtadrykkir All It meö ísl ens k u m s kipum! t Dr. ílewlett Johnson, dómpró- fastur af Kantaraborg, sem líka er kallaður „rauði dóm- prófasturinn“, vegna þess að haiin er kommúnisti. Honum hefir verið neitað um landvisi- arleyfi í Bandaríkjunum, en þangað var honum boðið i fyr- irlestraferð af amerísk-rúss- nesku félagi. Jolinson fór í þess stað á friðarþingið í Varsjá.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.