Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1948, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.10.1948, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN HVER VAR MORÐINGINN? EFTIR GRAHAM GREENE (Graham Greene er talinn einn af sérkehnilegustu skáldsagna- höfundum yngri kynslóöarinn- ar i Englandi. Hann er skóla- stjórasonur frá Berkhamsted, fæddur 190'i, var blaðamaður hjá „Tlie Times" 1926—’30 og síðan bókmenntaritstjóri ,,Spec- tutor“, en 1941—vann hann fyrir iitanrikisráðuncytiö breska. Nu er liann stjárnandi bókafor- forlagsins Eyre and Spottis- woode. Hann hefir skrifað nokkrar skáldsögur, fjölda af smásögum og tvær ferðabækur. Nýjasta skáldsaga hans heitir ,,The Heart of the Matter“ og gerist í Vestur-Afríku). AÐ er einkennilegasta niorð- máíið sem ég hefi nokkurn- tíma fengist við, Blöðin lcölluðu það Peckham-morðið, en North- wood Slreet, þar sem myrta konan fannst er eiginlega ekki í Peckham. I þessu máli var engin þörf að dæma eftir líkum. Það gat maður fundið á andrúmsloft- inu í réttarsalnum. Það var ekki að sjá að kviðdómendurn- ir væru hikandi, eins og þegar óvissan hvíldi eins og farg á þeim. Það gat að vísu hugs- ast að þeir dæxndu rangt. En í þessu tilfelli liafði morðinginn fundist hjá líkinu, svo að segja. Þegar sækjandinn liafði lokið máli sinu, var eins og enginn maður í salnum gæti trúað því .að maðurinn á ákærubekknum ætti sér nokkurrar undankomu auðið. Hann var stór og sterklegur með útstæð, blóðhlaupin augu. Fötixx lians virtust alltof lítil á digran skrokkinn. Þegar hann sat gat maður séð livex-nig stríkkaði á hrókunum utan á þrýstnunx lærvöðvunum. Þetta var fremur ískyggilegur maður. Hann var ekki einn af þeim, senx líða manni fljótt úr minni. Og þetta var líka mikilsverður þáttur i málinu. Sækjandinn ætlaði að leiða fjögur vitni, sem höfðu séð liann þegar hann skundaði á burt frá x-auða, litla VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaOið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent liúsinu í Northwood Street , * klukkan tvö um nóttina. Frú Salmon i númer 15 lxafði orðið andvaka þessa nótt. Ilún Iieyrði að liurð var skellt. Henni heyrðist jafnvel að þetta væri foi-stofuliurðin í hennar eigin húsi, og fór fram úr og gægðist út um gluggann. Þá kom liún auga á Adams (en svo hét sak- borningurinn) á tröppunum að Ixúsi frú Parlcer. Hann var rétt konxinn út úr dyrunum, og húri tók eftir að hann var með hanska á höndununx. I annarri hendiixni var hann með hamar, seixx liaixn flevgði i runnann niðri við hliðið. Áður eix liann hvarf leit liaixn allt í einu við og hoi-fði upp á gluggann til hennai'. Svo var þeirri undarlegu eðlislivöt fyrir að þakka, sem segir að liver sá líti við senx horft er á, að hún gat séð and- litið á honunx greinilega. Birt- una lagði beint á liann. Geig- vænleg skelfing skein úr aug- unum. Þau voru eins og augu í huridi, sein keyri er reitt til höggs að. Eg talaði við frú Salmon á eftir. Hún var vitanlega síhrædd eftir liinn óvænta úrskurð i málinu og það held ég satt að segja að hin vitnin liafi verið líka. Til dæmis Henry MacDou- gall, sem konx akandi heim á leið frá Benfleel seint unx nótt- ina og liafði nærri því ekið yf- ir Adams á liorninu á Nortli- wood Street. Adams geklc á miðri götunni og virtist eitt- lxvað ruglaður. Og ganxli Wheel er, sem bjó í næsta herbergi við frú Parker i númer 12. Hann vaknaði við einhvern lxáv- aða inni hjá frú Parker. Vegg- irinir í svoleiðis húsum eru þunnir eins og næfur. Honum heyrðisl eins og stól væri velt um. Hann fór á fætur og gægð- ist út unx gluggann, alveg eins og frú Salmon, og sá á bakið á Adams. Þegar Adams leit við sá hann lílca andlitið með út- stíéðu augunum mjög greini- lega. Það var svo að sjá sem ólánið elti Adams þessa nótt. I Laurel Avenue hafði eitt vitn- ið enn séð hann. Hann hefði eins vel getað myrt frú Parker um hábjartan dag. „Mér hefir skilist að verjand- iriri ætli að halda því franx, að ómögulegt sé að sanna að á- kærði sé morðingihh,“ sagði sækjandinn. „Kona Adams lxef- ir þá sögu að segja að liann hafi verið hjá henrii alla að- faranótt 14. febrúar. En ég þykist nokkurnveginn viss unx að þegar þið liafið heyrt franx- burð vitnanna og skoðað ákærða vel, getið þið ekki verið í vafa um, að liugsanlegt sé að þeinx skjátlist.“ Málið virtist ofur Ijóst. Það var óhugsandi að maðurinn kæmist hjá hengingu. Eftir að lögregluþjónninn sem fann líkið lxafði gefið skýrslu og læknirinn, senx hlffði rannsakað það liafði lesið upp ólit sitt, var frú Salmon kölluð inn. Hún talaði nxeð ofurlitlum skoskuhreinx og var ofur sak- leysisleg og alúðleg — vitni af besta tagi. Sækjandinn fór að leggja fyr- ir hana spurningar, mildur og vingj arnlegur. Hún svaraði með fastri rödd. Það vottaði ekki fyrir neinni illgirni hjá lienni, og það var heldur ekki á henni að sjá, að hún væri upp með sér af því, að það sem liún segði mundi duga til þess að konxa manninum í hengingar- ólina, eða metnaðist af því, að blaðanxennirnir í salnum skrif- uðu hvert orð sem hún sagði. Svona liafði það verið, sagði hún, og svo liafði lxún farið ofan og sinxað til lögreglunnar. „Sjáið þér manninn þarna niðri í salnum?“ Hún leit á raunxinn á sak- borningabekknum. Hann sat og starði á liana án þess að depla glirnunum. „Já,“ sagði hún, „þarna er hann.“ „Þér eruð alveg viss um það?“ „Það er ekki um að villast,“ svaraði hún ofur hlátt áfram. Verjandinn stóð upp til þess að leggja fyrir hana gagnspurn- ingar. Ef þér liefðuð skrifað um jafn margar málssóknir og ég þá mundrið þér geta sagt fyrir franx hvernig liann mundi taka á málinu. Og mér skjátl- aðist heldur ekki í þetta sinn. „Jæja, frú Salnxon, ég vona að þér gerið yður ljóst, að líf manns veltur á framburði yðar.“ „Eg er elcki í neinunx vafa um það.“ „Þér hafið góða sjón?“ „Eg hefi aldrei þurft á gler- augum aða halda.“ „Þér eruð fimmtíu og finxm ára?“ „Fimmtíu og sex.“ „Og maðurinn var hinunxeg- in við götuna?“ „Já.“ „Og klukkan var tvö að nóttu? Þér hljótið að hafa sér- staklega góða sjón, frú Salnxon.“ „Nei, ekki nenxa í nxeðallagi. Það var nefnilega tunglsljós, og þegar nxaðurinn leit upp í glugg ann til mín bar birtuna beint á andlitið á honum.“ „Og þér eruð elcki í vafa um að þessi nxaður sé sá sanxi og situr þarna á bekknunx?“ „Ekki í noklcrum vafa. Mað- ur gleymir ekki svona andliti í bráð.“ Verjandinn renndi nú augun- um um réttarsalinn dálitlá stund. „Viljið þér ekki gera svo vel að svipast um í salnum einu sinni enn, frú Salmon?“ sagði liann. „Nei, ekki líta á ákærða. Viljið þér gera svo vel að standa upp, herra Adams?“ Og nú sást lifandi eftirmynd ákærða standa upp aftast í saln- unx: Stór og sterklegur raunx- ur með útstæð augu og afar vöðvamikill. Hann var meira að segja eins klæddur og liinn: Þröng, blá föt og röndótt liáls- bindi. „Hugsið þér vður nú vel unx, frú Salmon. Þorið þér enn að sverja að maðurinn, sem þé sá- uð fleygja hamrinum i garð- inum á móti húsinu yðar sé á- kærði, en ekki þessi nxaður þarna, tvíburabróðir lxans?“ Auðvitað þorði liún það ekki. Ilún leit á þá á vixl og sagði ekki eitt einasta orð. Þannig lauk málinu. Ekkert af vitnunum þorði eða gat unn- ið eið að því, að það væri á- kærði, sem þau liöfðu séð. Og bróðirinn? Hann hafði líka fjar- verusönnun. Hann hafði verið heima hjá konunni sinni. Ákærði var látinn laiís vegna vantandi sönnuiiargagna. Hvort liann fékk makleg málagjöld eða ekki — hvort það var hann eða bróðir lians sem hafði fram ið morðið -— það veit ég ekki. Þessunx merkilega degi lauk nefnilega nxeð öðrum óvæntum atburði. Eg varð frú Salmon samferða út úr réttarsalnum. Fyrir utan liafði safnast saman múgur og margmenni, senx vildi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.