Fálkinn - 12.11.1948, Side 2
,2
FÁLKINN
Starfið er margt
en vellíðan afkost
oq vinnuþoJ er háð
því að fatnaðunnn
sé hagkvæmur og
‘raustur
VSK
VOHNQJlíAnAfclEtRffi ÓSa-ANtDS */* REYKJAVlK
tUia oq (uJikwmnuaM v»rk«mi6ia «uinai -jiamai a ltiandl
OF MIKIÐ í SÚGINN.
Betra eftirlit meS lestarúmum
skipanna, er eitt verkefnið, sem
FAO, matvælanefnd Sameinuðu þjóð-
anna, hefir einsett sér jað ráða
frajn úr. A hverju ári eyðileggja
rottur, skordýr og sveppar í skip-
unum 33 milljón smálestir af korni,
en það mundi nægja til að halda
lífinu í 150 milljónum manna yfir
árið. Lestarúmin geta lítið vel og
hreinlega út, en i síðustu ferð-
inni hefir skijiið ef til vill verið
að flytja kókóbaunir frá Afríku til
U.S.A. og eftir þann farm er má-
ske svo mikið af kókóbaunaskor-
dýrum í rifum og liolum, að það
nægir til að skemma allan korn-
farminn, sem þau taka í næstu ferð.
— þessu á nú að reyna að afstýra.
HEITTRÚAÐUR BÆR.
Sioux Center í Iowa er talinn
rammtrúaðasti bærinn i Bandarikj-
unum. íbúarnir eru um 2000 og
þeir vilja hvorki hafa veitingahús
eða danssal. Árið 1938 ætlaði mað-
ur, sem nýfluttur var í bæinn að
setja upp kvikmyndahús þar, en þá
vakti þetta svo mikið lineyksli að
manngarmurinn varð að flýja sem
skjótast úr bænum, Núna í ár ætl-
uðu nokkrir fyrverandi hermenn
að reyna þetta sama, en bæjarstjórn-
in neitaði og lagði inálið svo undir
atkvæði almennings, sem jafnframt
var látinn vita, að kvikmyndin væri
eitt af allra verstu vélbrögðum djöf-
ulsins, og vitanlega var neitað um
leyfið. En ekki vill foringi kvik-
myndaandstæðinga viðurkenna að
þeir séu þröngsýnir. „Við erum ná-
kvæmlega svo víðsýnir og miklir
framfaravinir, sem guð leyfir okkur
að vera,“ segir hann.
VEL BORGAÐ.
í New Hampshire dó fyrir nokkru
maður, sem átti engin náin skyld-
menni og lét eklci eftir sig arf-
leiðsluskrá. En á náttborðinu sínu
hafði hann skilið eftir tvö innsigluð
umslög. Á öðru stóð að það skyldi
opnað strax, en hitt mátti ekki opna
fyrr en að afstaðinni jarðarförinni.
í fyrra umslaginu var bréf til út-
fararsjórans, þar sem svo var mælt
fyrir, að jarðarförin færi fram kl.
4 að morgni. Sá frandiðni átti marga
vini, en aðeins fjórir þeirra höfðu
nennt á fætur svo snemma, til að
fylgja honum til grafar. — í seinna
bréfinu var svo mæjt fyrir, að al-
eigu hins framliðna, 400.000 dollur-
um,skildi skipta iafnt milli þeirra,sem
fylgdu honum til grafar! Likfylgdin
fékk því 100.000 dollara hver þátttak
Verið aðnjótandi
fegurðarleyndardóms
kvikmyndastjarnanna
Hin töfrandi Patrica Roc segir: „Það er
hrífandi á hvern liátt Lux handsápan
skapar nýjan yndisþokka“. Verið eins
og „stjörnurnar“, notið hina einföldu
aðferð. Aðeins að þvo sér með Lux
handsápu úr volgu vatni og skola
siðan með köldu. Hörund yðar
verður mýkra og sléttara en
nokkru sinni fyrr.
LUX HANDSÁPA
HIN ILMANDI HVÍTA SÁPA KVIKMYNDASTJARNANNA.
X - LT S 69 1 -939-50
A LFVER PROL'UCT
Óskadrykkur
þjóðarinnar ^
andi, en þeir rúmlötu nöguðu sig
í handabökin.
— Mamma, geta englarnir flogið?
— Já, Jjað geta þeir, væni minn.
-— Mamma, getur hún Setta vinnu-
kona flogið?
— Nei, væni minn, — af hverju
spyrðu að því?
— Hann pabbi sagði i morgun
að hún væri engill.
— Jæja. Þá skal hún fá að fljúga
héðan þann fyrsta.
MÆÐRADAGINN
í Mexíco var mæðrum allra fanga
lileypt inn i betrunarhúsin, svo að
fangarnir gætu fengið að óska þeim
til hamingju með daginn.
Barnið yðar getur líka fengið
liðað hár, með því að nota
NESTOL hreinsar og liðar hárið
NESTOL er talið betra fyrir
barnshárið heldur en vatn og
sápa.
— Hverri túbu fylgja notkun
arreglur á íslensku. —
M. M. .BOTVINNIK
var endanlega útnefndur heims-
meistari í skák á liátíð í Moskva
19.. maí. Næstir voru: Smyslov,
Reschewsky, Keres og Euve.
GAMLIR KORNYRKJUMENN.
í dal einum upp til fjalla í Color-
ado hafa fundist menjar eftir korn-
akur, sem taldar eru að minnsta kosti
2000 ára gamlar. Eru þetta e)stu
menjar af þessu tagi, sem fundist
hafa í Bandaríkjunum og taldar
mikils verðar fyrir fornsögu Indí-
ána. — Fáir vita að ekki var einn
einasti liestur til i Ameriku þegar
hvítir menn fundu álfuna; fyrr hef-
ir hann verið algengur en liðið
undir lok af einhvcrjum ókunnum
ástæðum. Hestarnir sem Indíánarn-
ir hafa notað á síðari öldum eru
komnir af liestum, sem livítir'menn
fluttu þangað frá Evrópu.
Anglýsið í ‘Fálkanum,