Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1948, Page 4

Fálkinn - 12.11.1948, Page 4
4 FÁLKINN STJÓRN ARERIN DREKAR, SEM SELDU LEVNOARMAL OKKAR A stríðstímum eru forréttmdi „diplómata“ þyrnir i augum breskú leyniþjónustunnar. Þeir hafa leyfi til að ferðast úr landi og í án þess að hlíta skoðun, og geta notað sér þennan rétt til þess að koma mikilsverðum upplýsingum úr landinu, sem þeir starfa í. Þessvegna stigu Bretar það skref rétt fyrir D-daginn að af- nema þau forréttindi, sem stjórn arerindrekar höfðu til póstsend- inga. Grunurinn um að njósnarar liefðust við í hinum mörgu er- lendu sendisveitum i London styrktist við tvö tilfelli, sem fyr- ir komu af þessu tagi fyrr í stríðinu. Alvarlegast var mál njósnarans í sendisveit Portú- gals. Hinn 22. febr. 1943 fékk þá- verandi sendiherra Portugals, dr. Armin do Roderiguez de Stau Monteiro, heimsókn nokk- urra manna í utanríkisráðuneyt- inu, sem háðu um áheyrn út af mikilvægu máli. Hann fékk að heyra að einn af fulltrúum lians hefði verið afhjúpaður sem þýskur njósnari, og nú var þess krafist að liann yrði framseld- ur, og erindrekahelgin ekki lát- in hlífa lionum. Sendilierrann fékk svo á- þreifanlegar sannanir að hann tjáði sig þegar samþykkan því að Scotland Yard liirti mann- inn, sem hét Rogeric de Maga- liaes Peixoto de Menezes. Lögreglumenn, óeinkennisbún ir fóru á skrifstofuna í Sloane Str. þar sem Menezes vann. Hann var kallaður fram í and- dyrið og sýnd handtökuskipunin. Þessi 26 ára Portúgali hló hæði- lega og lcvað ensku lögregluna ekki geta fangelsað sig á „portú- gölsku svæði“ — lóð sendisveit- ar er undir lögum þess lands, sem sveitin er frá. Auk þess kvaðst Menezes vera „diplomat“ og þessv.egna friðhelgur. En portúgalska sendisveitin réð þegar fram úr þessu. Sendi- herrann svifti Menezes emhætti þegar í stað og tók skipunar- hréf hans. Saga sú, sem nú kom í dags- ljósið var býsna furðuleg. Men- ezes hafði komið til London frá Lisboa 15. júlí 1942, en þar hafði hann starfað í utanríkis- ráðinu. Hann var þá þegar orð- inn þýskur njósnari og starfaði undir stjórn Willy Ley, hróður dr. Robert Ley, sem hengdi sig í klefa sínum í Nurnberg. Menezes fékk 50 sterlings- pund og skiiiun um að fá sig fluttan til sendiráðsins í Lond- on. Áður en hann fór frá Lis- boa félck liann öll tæki til að skrifa leyniskrift, þar á meðal alveg nýtt duft til að gera skrift ósýnilega. Hann gekk á stutt en gott námskeið í Lisboa og fékk sundurgreinda skrá yfir upp- lýsingarnar sem hann átti að og senda ýmsum milliliðum á Spáni og ,í Portúgal. Bréfin átti hann að senda í stjórnar- póstinum frá London. Þegar íhúð hans í Balagravia- hverfinu var rannsökuð fannst þar fjöldinn allur af leyniskjöl- um ásamt hvössum trépennum og efnunum, sem notuð eru til ósýnilegrar skriftar. En Menezes var ekki neinn fyrsta flokks njósnari. Hann hafði sent nas- istasamböndum sínum fjölda bréfa, en upplýsingarnar í þeim gátu ekki hafa verið mikils virði. Hann hafði lýst mjög barnalega loftvarnabyssunum í Hyde Park og hvernig loftbelgja- girðingarnar voru settar upp og teknar niðúr, og liann sagði frá skipahreyfingum, sem liann auð sjáanlega hafði lesið um i blöðunum. Willy Ley húsbónda hans mun ekki hafa fundist hann nota aðstöðu sína sem best, og ég efast um að hann hafi borgað honum þessi 25 pund, sem hann átti að fá á mánuði fyrir landráðin. En Menezes var peningaþurfi, því að hann kom mikið í nætur- klúbbana og var alltaf blankur. En handtaka hans var hnefa- högg í andlit þýsku njósnar- anna. Þegar Portúgísinn sá að leikurinn var tapaður meðgekk liann allt, og upplýsingar hans urðu til þess að aðrir njósnar- ar náðust, miklu liættulegri en hann. Menezes kóm fyrir réttinn Old Bailey í apríl 1943 og var dæmdur til dauða. Var sótt um náðun fyrir hann og hún gefin, og nú situr hinn fyrrverandi portúgalski sendifulltrúi ævi- langt í ensku fangelsi. Mikro-Film. Annað njósnarmálið í sam- bandi við stjórnarerindreka var á döfinni fyrr í stríðinu. Þá liafði enska gagnnjósnastarf- semin aðalbækistöð sína í St. James Street 57, og þár sátu sérfræðingarnir og' voru að rýna í uggvekjandi skýrslur, sem þeir höfðu fengið lijá einum dugleg- asta erindreka sínum. Ilann sagði að í smáverslun við Fleet Street væru kopieraðar smá- sjármyndir af strangleynilegum skjölum. Ljósmyndavinnustofan var rannsökuð og eigandinn liand- tekinn. Hann reyndi ekki að leyna neinu en hafði látið blekkjast, því að hann bjó þess- ar kopíur til fyrir „háttsettan mann i ameríska sendiráðinu“, sagði hann. Nú var farið til Grosvenor Square, þar sem Tyler Kent, 28 ára, forstöðumaður fyrir dul- málsdeildinni i sendiráðinu, sat á mjög viðhafnarmikilli skrif- stofu. Kent hafð mikla trúnað- arstöðu og naut fyllsta trausts Joseplis Ivennedy sendiherra. Nú var leyniþjónustan í klípu. Gat það verið hugsan- legt að þessi háttsetti embættis- maður Bandarikjanna væri njósnari fyrir möndulveldin? Leyniþjónustan varð að verða sér úti um betri upplýsingar en hún hafði fengið hjá ljósmynd- aranum. Nú var farið að rann- saka feril Kents frá því að hann hafði komið til London. Og ýmislegt skrítið kom á daginn. Tyler Kent reyndist ekki óþekkt stærð í Scotland Yard. Undir eins og hann komst til Englands hafði hann náð sambandi við ýmsa höfuðpaura enska fasistafélagsins og var tíður gestur hjá meðlimum ensk-þýska sambandsins. En grunsamlegast var þó samband hans við barónesu eina, Önnu Wolkoff, rússneska að fæðingu^ en enskan ríkisborgara. Þessi töfrandi 37 ára gamla kona var dóttir aðmíráls eins frá keisarafímanum og liafði flúið lil London eftir bylting- una. Ilún bafði komist í álit í Mayfair. Barónessan opnaði tískustofu, sem var einkum fyr- ir heldra fólkið og eignaðist marga vini meðal hástéttanna. Þó að hún téiknaði kjóla til þess að afla sér brauðs var hún fyrst og fremst málari, og hún liélt margar vatnslitamynda- sýningar, sem vöktu hrifningu hjá vinum hennar. En bæði teikningin og mál- aralistin voru skálkaskjól fyrir hið eiginlega starf liennar. Hún hafði lengi verið grunuð um að njósna fyrir Þióðverja, — en enska öryggisþjónustan hefir frá fornu fari haft þá skoðun, að skýlaus njósnari geti eklci gert mikið ógagn, ef gát er liöfð á honum. En þegar vitnaðist um samband hennar við amer- iska erindrekann horfði málið öðruvísi við. Hinn 18. mai 1940 komu tveir óeinkennisbúnir lögreglumenn til Ivennedy sendiherra. Þeir sögðu honum frá hinum eftir- tekarverða áhuga, sem Tyler Kent hefði á ljósmyndun og báðu hann um að svipta mann- inn embættisskilríkjum, svo að þeir gætu rannsakað skrifstofur lians og íbúð. Þó að sendiherr- ann tryði ekki því, sem honum var sagt, gerði hann þetta und- ir eins. Við rannsóknina fund- ust sönnunargögn sem nægðu margfaldlega til þess að sýna sekt Kents. Tyler Kent, hinn háttsetti dulmálstúlkari liafði falið hér og hvar smásjármyndir af 1500 leyniskjölum amerísku sendi- sveitarinnar. Hann liafði einnig hafði einnig haft aukalykla að spjaldskrárklefanum, þar sem dulmálslyklarnir voru geymdir. Mánuðum saman liafði liann kopíerað hvert einasta sím- skeyti, sem máli skipti og farið hafði milli Hvíta hússins og ut- anríkisráðuneytisins annarsveg- ar og sendisveitarinnar hins- vegar. Hvatirnar. Lpngu eftir að Kennedy hafði sagt af sér spurðu blaðamenn hann bvaða livatir liann teldi Kent liafa liaft til verksins. Kennedy svarað: „Eg lel eklci að peningarnir hafi ráðið neinu. En Kent var æstur Gyðingahat- ari og dáði nasista. Eg er sann- færður um að það liefði verið þetla og svo ástamál hans og rússnesku konunnar, sem flæktu hann inn í njósnirnar.“ Mál Tylers Kent og Önnu Wolkoffs kom fyrir rétt i nóv- ember 1940. Þau játuðu á sig njósnirnar, en Kent réðst heift- arlega á bresku stjórnina og sagði að styrjöldin væri „Gyð- inga-verknaður“. Hann fékk til- tölulega væga refsinsu ■—- 7 ára fangelsi, en barónessan var dæmd í tíu ára fangelsi. Kent var látinn laus er hann hafði afplánað. 2/3 hegningar- innar, og sendur úr landi. Anna Wolkoff er enn í fanelsi. Hún er nú 43 ára og vinnur sem þvottakona i Aylesbury-tugt- húsinu. I^I /^/ I^//+J /**/ /*j /^/ r*/ /^/ r*/ /+J /+J /*J r*/ rr/ /rJ r+/ rJ r+/ r*/ rJ rj ru rj rj Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.