Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1948, Qupperneq 3

Fálkinn - 12.11.1948, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 í febrúarinániiði 1947 var sam- bykkt í bæjarstjórn svofelld tillaga: „Bsójarstjórn Reykjavíkur samþykkir a‘ð efna til almennrar sýningar, er sé við það miðuð að gefa til kynna þró- unarsögu liöfuðstaðar landsins og byggðar í Reykjavík frá fyrstu líð. Jafnframt samþykkir bæjarstjórnin að koma upp borgarsafni Reykjavik- ur, ])ar sem varðveittar séu fornar minjar úr byggð og sögu bæjarins, og sé að því stefnt, að með bæjarsýn- ingunni geti skapast til varðveislu stofn að slíku safni. í framnngreindum tilgangi skal kos- in 7 manna nefnd til þess að undir- búa og standa fyrir sýningunni og gera tillögur og áætlanir um fram- kvæmdir við stofnun borgarsafnsins. Kýs bæjarstjórn 5 án tilnefningar, en 2 skulu skipaðir eftir tilnefningu frá Reykvikingafélaginu. Nefndin skiptir með sér verkum. Nefndin miði störf sín við það, að sýningunni verði komið upp árið 1948. Bæjarstjórnin samþykkir að veita á fjárhagsáætlun ársins 1947 kr. 50 þús. til undirbúnings sýningarinnar og annars kostnaðar af ákvörðunum og störfum nefndarinnar.“ — Sýningarnefndina skipa þessir menn: Vilhjálmur I>. Gíslason (for- maður), Ásgeir Hjartarson, Einar Er- lendsson, Haraldur Pétursson, Jóhann Hafstein, Sigurður Halldórsson og Soffía Ólafsdóttir. Ritari nefndarinn- ar hefir verið ráðinn Guðmundur V. Jósefsson, lögfræðingur, og Þór Sand- holt arkítekt, hefir vcrið fenginn til að sjá um uppsetningu sýningarinnar. Nefndin kom sér fljótlega niður á grundvöll að undirbúningi sýningar- innar, sem væntanlega verður haldin næsta haust i Þjóðminjasafnsbygging- unni. Verður það fyrsta sýningin, sem þar verður lialdin, og má það heita vel ráðið, bæði þar sem sýningin er sögulegs eðlis og einnig þar sem svo mikil sýning, sem henni er ætlað að verða, hlýtur að draga að sér fjölda fóiks, svo að almenningur fær tæki- færi til þess að skoða liina nýju bygg- ingu jafnframt sýningunni. Sýningin sjálf verður tviþætt. Ann- ars vegar sögusýning, hins vegar sýn- ing úr atvinnu- og menningarlífi ReykjaVíkur, eins og nú er. Á sögusýningunni verða t. d. sýnd- ar í myndum og ritum ýmsar Reykja- vikurættir, ýmis' gömul myndasöfn verða þar til sýnis, t. d. hið geysi- mikla og merka safn Georgs Ólafs- sonar. Þá verður og sýndur gamall liúsbúnaður og klæðaburður ásamt ýmsum fornum gripum, sem Reykja- vík liefir þó ekki mörgum af að státa. Nokkrir fornleifafundir hafa þó orðið hér, t. d. á Arnarhóli og við Tjarn- arendann. Farnar verða ferðir um bæinn til þess að kynna ahnenningi betur ýmsa sögulega merkisstaði og sýna þeim elstu húsin. Sýningin úr atvinnu- og meningar- lífi Reykjavíkur verður margþætt. Þar verður brugðið upp myndúm úr lifi sjómanna, jarðræktarmanna, iðnaðar- manna og fleiri stétta, sýndir þættir úr stjórn bséjari.us, sknlunum, iista- mannalífinu, íþróttalífinu, kirkjuhaldi o. fl. — Ymsar stofnanir i bænum fá sérstakar sýningardeildir, t. d. höfn- in, hitaveitan, rafveitan, vatnsveitan skólarnir og bókasöfnin. Kvikmyndasýningar verða hafðar úr atvinnulífinu. leiksýningar, tónleik ar og fræðsluerindi um sögu bæjar- ins og atvinnuhætti. Þá verður sýn- ing á bókum og blöðum, sem hér hafa komið út. Svo mætti lengi telja, og Frh. á bls. 14. Marshall í Róm. — Utanríkisráðherra Bándaríkjanna, George Marshall, ták sér nýlega ferð á hendur suður til Rómar, og voru ýmsar tilgátur um erindi hans þangað. Tass fréttastofan rússneska fullgrti, að hann ætti að ræða við ráðamenn á Italíu um upptök landsins i varnar- bandalag Vestur-Evrópuríkjanna. Þetta var borið til baka í Róm. — í Róm gekk Marshall á fund páfa og átii viðtal við ítalska ráðherra. Hér sést hann með Sforza greifa, utanríkis- ráðherra ítaliu, sem tók á móti honum, er hann kom flugleiðis til Rómaborgar frá Aþenu, NÚTÍM4 ÆVINTÝRAHÖEUNDUR. írska þjóðsagnanefndin hefir fund- ið ævintýraliöfund, sem gæddur er sérstaklega miklum hæfileikum til að búa til sögur. Hann heitir Agus McMillan, er 74 ára og býr búi sinu á Benbeculaey i Suðureyjum. Var hann látinn segja sögur sínar á plötu og tók það fjórar vikur. Hefir liann talað á 600 plötur alls. McMill- an trúir eins og nýju neti öllu því sem hann segir frá, huldukonum tröll- um og illum öndum og getur stund- um setið og sagt frá 8 tíma i strik- lotu. Og hann er ckki hálfnaður enn með sögurnar sem hann kann. Nú á tímum fer fólkið miklu styttri brúðkaupsferðir en áður fyrr. En hinsvegar cru þær fleiri. Jules Cosman. Enskur tenórsöngvari í Reykjavík Enskur tenórsöngvari, Jules Cos- man, efndi til söngskemmtunar hér í Reykjavík á sunnudaginn, þar sem hann m. a. söng þessi lög: Plaisir d’amour eftir Martini, Heidenröslein, Der Neugierige og Stándchen eftir Schubert og Pass- ing by eftir Purcell. Var söng hans mjög vel tekið. Cosman er Englendingur af helg- ískum og hollenskum ættum. Hann stundaði nám hjá Lorcnzo Medea, kennara Mariu Luisu Fanelli, og fór síðan með mörg ópcruhlutverk hjá Universal Grand Opera Co., t. d. hlutverk hertogans i Rigoletto, Rud- olfs í La Boheme, Pinkertons i Madame Butterfly, Turiddus í Cav- alliera Rusticana, lilutverk Fausts í Faust o. fl. — Á stríðsárunum gegndi Cosman herþjónustu, en síðan hann losnaði úr rannsóknar- lögregludeild liersins árið 1946 hef- ir hann efnt iil söngskemmtana viðs- vegar um Vestur-Evrópu, og liéðan mun hann Iialda til Ameríku. Sýnino úr þróunarsögu Reykjavíkur verður taaldin næsta haust i hinu nýja stórhýsi Þjóðminjasafnsins

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.