Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1948, Qupperneq 7

Fálkinn - 12.11.1948, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 Uppgjafakrónprinsinn rithöfund- ur. — Wilhelm fyrrum ríkis- erfingi Þýskalands, sem nú um skeið hefir verið húsettur í Hechingen, hefir nýlega lokið við að skrifa hók, sem heitir ,.Frá Bismarck til Hitlers". Kem ur luin innati skamms út hjá ensku forlagi. Krónprinsinn leit- ast þar við að gefa skýringar á því að „þriðja ríkið“ komst á laggirnar. Hér sést höfundurinn ásamt hundinum sínum. Næmt verkfæri. — Mannsaugað er nákvæmt skilningarvit og þá þarf skilj.anlega nákvæm tæki til að mæla starfsemi þess. Þelta skrítna áhald á liöfðinu á ungu stúlkunni er notað til þess að mæla Ijósbrotið í aug- anu með. M y n d a s í ð a n tís- Leitar að Atlantis. :— / 25 ár hefir Egerton Sykes frá Chel- sea í London látið sig dreyma um að fara í langferð og leita uppi hið forna land Atlantis, sem sökk í sjó að því er sögn- in hermir. Nú loks hefir hann fengið fjárstyrk til fararinnar og er nú farinn með leiðangur til Azoreyja, sem hann hyggur að séu leifar af hinu forna landi, sem Platon segir frá. Hér sést Sykes skoða landabréf- in áður en hann fór af stað. Síðasti Montmartre-málarinn. — Áður var Montmartre í París paradís málaranna, en nú eru þeir fluttir á hinn bakka Signu. Þetta er sá eini sem er eftir og hefir sett upp málaragrindina sina við Sacre Coeur-kirkjuna. Truman kjörinn forseti U.S.A. — Harry S. Truman hefir nú verið kjörinn til þess að gegna forsetaem- bætti Bandaríkj- anna næstu fjög- ir árin. Sigur hans við kosning- arnar eru bæði mikill persónuleg- ur sigur fyrir hann s jálfan og auk þess sigur fyrir demókrata- flokkinn, sem fékk nú hreinan meiri- hluta bæði í full- trúa- og öldunga- deildinni. Dewey féll. — Öllum á óvænt varð Thomas Dewey að láta í minni pokann fyrir Truman við forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum. Á kosningaferðalaginu taldi hann sig þó öruggan um sigur, enda skín sigurvissan lir áisjónu hans hér á myndinni. Til vinstri: Fyrsti skóladagurinn. Skól- arnir í Frakklandi byrjuðu kring um 1. október og þá fylgdu for- eldrarnir nýgræðingunum í skól ann. Þessi drengur er ekki í vandræðum með fýlgdarmann því að faðir hans er lögreglu- þjónn. /V/V/V/VíV Til hægri: Fremsti hnefaleikari Frakklands heitir Marcel Cerdan. Hann er nýlega kominn heim frá Amer- íku en þar vanti hann heims- meistaratignina í léttþunga- flokki. Var honum fagnað mjög er hann kom heim og gjafir bárust honum úr öllum áttum. liér sést hann vera að virða fyrir sér eina gjöfina, skraut- ker úr Sevrés-postulíni.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.