Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1948, Qupperneq 12

Fálkinn - 12.11.1948, Qupperneq 12
12 FÁLKINN FREDERIK MARSCH: GLDFLUGAN 14. § l Amerísk lögreglusaga & voru inni í stórri vörubifreið. Þar voru bekkir meðfram báðum hliðum, nokkrir ir kassar og skúffur undir bekkjunum, og furðulegur fjöldi af allskonar vélvopnum hengu á veggjunum í röð og reglu. Sem blaðamanni þótti henni rnikið til koma að sjá þessa furðulegu bifreið. Helen óskaði þess innilega að sér gæfist færi á að sýna þetta furðuverk mörgu fólki. Helst með fjórdálka fyrirsögn á fremstu síðu. „Hvert erum við að fara?“ spurði hún annan manninn, sem var að kveikja sér i vindlingi. Hann dró öskubakka út úr veggnum, slökkti vandlega á eldspýtunni og lagði liana í öskubakkann og skaut honum svo aftur inn í vegginn. Þarna inni í bilnum var farið varlega með eldinn. Jafnvel þó að eldfimu efnin, sem þarna voru væru geymd í stálhylkjum, þá var samt viss- ara að fara varlega, ef maður vildi ekki eiga á hættu að springa i loft upp og lenda í hel.... undir eins. „Veit ekki, systir,“ svaraði maðurinn spekingslega. „Spurðu bílstjórann.“ Hann kinkaði fram til lítillar ferhyrndr- ar rúðu fyrir afan bílstjórasætið. Helen gægðist gegnum rúðuna. Nú fyrst sá hún að bifreiðin ók á fleygiferð, og að hún ók um mannlaus stræti. Hún sá á lítinn dökk- an hnakka og ægilega viljasterka höku, sem birtu lagði á frá mælaborðinu. Svo fór hún aftur í sinn stað. Cornell opnaði augun og stundi. Maðurinn, sem sat næst honum greip í jakkakragann hans og reisti liann upp. „Líttu á hvað þú hefir gert,“ kallaði hann og benti reiður á jakkann sinn. „Bölvaður sóðaskapur ....“ Cornell neri á sér andlitið með hvítum höndunum. Hann botnaði ekki í neinu enn. Allt í einu kom hann auga á Helen í skímunni, sem þarna var. „Drottinn minn,“ sagði hann. „Eruð þér hérna. Hvað ætla þessir menn að gera við okkur?“ „Eg geri ráð fyrir að þetta séu viðskipta- vinir yðar,“ sagði Helen. „Þessir sem brenna hús samkvæmt pöntunum .... Það er hættulegt að leika sér að eldinum, Cor- nell!“ „Þeir gera okkur ekki neitt,“ svaraði kaupmaðurinn. „Eg hefi borgað meira en þeir lieimtuðu í fyrstu. Þetta lilýtur að vera einhver misskilningur. Ætli það ekki?“ Það var kominn brjálsemiskeimur í röddina á honum. Hann einblíndi á annan manninn. — Hann varð órólegur og færði sig til. „Það er ekki gott að vita,“ tautaði hann. Allt í einu spratt Cornell upp og baðaði höndunum yfir liöfði sér. „S(ansið!“ hrópaði hann. Stansið undir eins! Hjálp! Lögreglu! Eg heimta að fá að tala við lögregluna. Þið eruð allir skitnir brennuvargar. Hjálp!“ Mennirnir þrifu liann og kýttu lionum niður á bekkinn. Annar þrýsti skamm- byssuhlaupi að rifjunum í honum. Við það kyrrðist hann. „Það eru fyrirmyndar skiptavinir, sem þér hafið, CornelI,“ sagði Helen hæðilega. Annar maðurinn- leit forvitnislega til hennar. „Þú ert afar kaldlynd systir. Heldurðu að við séum á leiðinni í dansskólann?“ „Eg geri ráð fyrir að maður sem gefur slíkar fyrirskipanir sé orðinn leiður á Cor- nell. Og það eru fleiri, en við höfum mis- munandi aðferðir til þess að losna við þrejdandi meðborgara. Yðar er hættuleg- ust.“ „He . .. . “ glotti bófinn, sem hún liafði talað til. „Það hefnir sín alltaf,“ sagði Helen. „Þú þekkir elcki eldfluguna, systir,“ sagði bófinn. „Ekkert hefir sín á lionum, annars væri liann kominn í tugthúsið fyr- ir löngu.“ Farþegarnir tóku eftir að vagninn beygði og stóð kyrr. Það var diæpið á rúðuna að bílstjóraklefanum. Annar fangavörðurinn kveikti betra ljós. Á litlu rúðunni sást móta fyrir andliti, sem þrátt fyrir hinn ein- kennilega ættarsvip — eða réttara sagt blendingssvip — virtist einlcar ófrýnilegt. Maðurinn bandaði með hendinni, annar þjónn lians opnaði afturdýrnar á hifreið- inni og fór út. Kalt loftið lagði inn í bifreið- ina. Eftir dálitla stund var ekið áfram. Bófinn sem sat lijá Cornell studdi skamm- byssunni á hnéð. Cornell einblíndi á liann sóttheitum augum. Þegar vagninn nam staðar í annað skipti heyrðu þau að hurðinni að framan var skellt. Maðurinn sem fyrst hafði kom- ið út, sótti ýmislegt dót í skúffu undir öðrum bekknum. Og svo urðu þau ein eft- ir með fangavörðunum aftur. Allt i einu tók Cornell viðbragð. Hann ætlaði að þrífa skammbyssuna. Bófinn stóð upp bölvandi og reyndi að losa á sér höndina, en tókst það ekki. Helen flaug á liann og brá fæti fyrir hann. Mennirnir tveir byltust fram og aftur á bifreiðargólfinu. Þarna urðu talsverðar sviptingar, en brátt stóð bófinn upp. Cornell var ekki æfður íþróttamaður. Helen blöskraði er hún sá blóðið laga niður yfir andlitið á honum, úr sári sem hann hafði fengið á ennið. Varðmaðurinn liafði lamað hann með byssuskeftinu. „Þetta er ekki til eins,“ sagði hann og horfði reiðilega til stúlkunnar. „Hurðin er læst og enginn kemst út fyrr en hann vill.“ Þetta var eins og dómsorð. Hversvegna gerðist ekkert. Hversvegna sýndi hann sig ekki — maðurinn sem öllu réð? Hún hafði ekki úr, en þegar dyrnar loks- ins voru opnaðar fannst henni að hún liefð verið lokuð þarna inni i marga klukkutíma, þó í raun réttri væru ekki nema nokkrar mínútur síðan vagninn nam staðar. Hinn varðmaðurinn stóð fyrir utan með vasaljósið og lét birtuna falla á hlaupið á skambyssu sinni. „Flýtið þið ykkur út!“ hrópaði hann. Helen hlýddi. Það var gott að koma út í lireint loft, þó að lienni væri afar kalt i þunnum samkvæmiskjólnum. Svo gengu þau að dimmu liúsi ekki langt frá bifreið- inni, með vopnaðan mann á undan og eft- ir sér. Þarna voru vefnaðarvörubirgðir. I stór- um sal á neðstu liæð var gangur í miðju en skápar á báðar hliðar. í bjarmanum frá vasaljósinu sá hún tvo hægindastóla, sem stóðu spölkorn livor frá öðrum. Cornell rak upp óp. Hann minntist brun- ans frá sinni eigin verslun vissi hvað mundi eiga að gerast þarna. Brún, mögur hönd lcom út úr myrkrinu og tók um vasaljósið. Allt í einu miðaði Eldflugan Ijósinu á andlitið á sér og brosti. Helen starði á liann með viðbjóði og þó forvitni um leið. „Þarna er brennuvargurinn," muldraði hún. Eldflugan hneigði sig afkáralega kurt- eislega. En svo varð hrosandi andlitið á honum allt i einu eins og það væri höggvið i granít. „Mér þykir það leitt, madame,“ sagði liann. „En þetta er óhjákvæmilegt. Þér og Cornell eruð erfið fyrir þrif fyrirtækis míns. Eg liefi fengið upplýsingar livert starf yðar er í raun og veru, og ég harma að forvitni yðar liefir leitt yður í þessi vandræði.“ „Það er ekki nauðsynlegt að brenna fólk inni þó að maður vilji losna við það úr veröldinni,“ sagði Helen áköf. „En það er .... þægilegt.“ Ilann lét Ijósið leika um gólfið undir stólunum tveim, svo að fórnarlömbin gætu séð að búið var að strá þykku lagi af snjó- hvítu dufti undir þá. „Eg skal áhyrgjasl að hver snefill af ykkur hverfur svo ger- samlega að ekki verður urmull eftir,“ sagði hann og hló. „Það dettur meira að segja engum í liug að setja hvarf ykkar í samband við þennan brunn. Það er ekki einu sinni hægt með smásjái-rannsókn að finna vott af leifum nokkurs mannlegs lík- aina í öskunni, þegar húsið er brunnið . . svo er þessu hvíta dufti undir stólnum fyr- ir að þakka .... Þið gereyðist, heillirnar mínar, — ef ykkur er nokkur huggun í að vita það.“ „Það er léleg huggun,“ sagði Helen og beit á vörina. Aldrei á ævi sinni hafði hún verið jafn hrædd og núna. En samt liélt hún að þessi skafni, djöfullegi heimsmað- ur væri að Ijúga um áform sín. Saga hans var of ótrúleg til að vera sönn. Hvað gat hann unnið við þetta? Cornell var í svitabaði. Varir hans titr- uðu og hann barðist við að koma upp úr sér orði. „Takið .... allt sem ég á,“ sagði hann. „En þyrmið lífi okkar. Ungfrú Truby hefir

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.