Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1948, Qupperneq 4

Fálkinn - 10.12.1948, Qupperneq 4
4 FÁLKINN Baráttan við svarta markaðinn EIGI alls fyrir löngu var Eva Agoston ein af mest dáðu dömun- nm í Budapest. En nú dúsir hún í fangelsi og á fyrir sér nokkurra ára vist þar, til að afplána hegningu fyrir okurverslun. Örlög frú Evu er táknmynd af hinum nýju og róttæku aðgerðum ungversku yfirvaldanna gegn okr- inu. Öll fjármálaskipun Ungverja komst á ringulreið á styrjaldarár- unum og jarðvegurinn varð frjór fyrir allskonar pretti og okur. Til þess að uppræta þetta hefir stjórn- in gripið til róttækra ráða og lætur hart mæta hörðu Allir þeir, sem pretta þjóðfélagið og hafa notað sér efnahagslega eymd þjóðarinnar til þess að fénast, eru dæmdir i þrælk- unarvinnu. Þeim er fengin skófla eða haki og látnir vinna að við- reisnarstörfum og ryðja rústir. Til aðvörunar birtast myndir af liátt- settari borgurum, körhim og kon- um, sem eru komnir i þrælkunina, á forsíðum blaðanna. Aðrar myndir sýna þetta fólk vera að gera við hús og brýr. Eva Agoston hafði unnið starf, sem gaf henni viðurnefnið „smygl- aradrottning Ungverja“. Hún hefir fallegt barnslegt andlit. Enginn skyldi halda, eftir andliti hennar að dæma, að nafn hennar stæði efst á okraraskrám lögreglunnar. Áhrifamiklir vinir hennar reyndu að sinygla sígarettum til hennar i fangelsið, en það tókst ekki. Nú getur smyglaradrottningin. ekki einu sinni fengið sér reykjarteyg, en strit ar með skófluna frá morgni til kvölds, og hefir enga vettlinga á fallegum og finsnyrtum höndunum. Okurverslunin er stríðsfyrirbrigði sem lifir enn góðu lífi, þó að stríð- inu sé lokið fyrir tveimur árum. Og þó ótrúlegt megi virðast hefir lnin fengið á sig hálfopinbert snið í sumum löndum. í sumum höfuð- borgum Evrópu getur maður spurt lögregluþjóninn á götuhorninu til vegar til næstu okurverslunar! í þessum tilfellum hefir svarti mark- aðurinn fengið á sig hvíta rönd og er li’ægt að líkja honum við „frjálsa markaðinn“ í Rússlandi. Á þessum „röndótta markaði“ er verðlagið nokkru hærra en hámarksverðið, sem stjórnin hefir ákveðið á skömmt unarvörum, en keyrir þó ekki úr hófi. Á þann hátt fær fólk tækifæri til að bæta hinn nauma skammt dálitið upp, án Jiess að lenda í klóm miskunnarlausra okrara. Skýringin á því, að verðlagið er Jægra en liið taumláhsa okurverðlag, liggur í þvi, að þrátt fyrir allt cr nægilegt til af vörunni í landinu, svo að vörufram- koðið er mikið á þessum markaði, þó að vörur vanti til að fullnægja skömmtuninni. Eilt af þeim löndum, sem Iiafa svona svartan markað,, er ítalia. Þar er mercato libre — frjáls arkað- ur 4— sem fólkið notar mikið, til þess að mótmæla hinum smáu skömmtum stjórnarinnar, og jafn- framt gerir verðhækkunin bændum kleift að yrkja jörðina. Eins og við mátti búast hefir svarti markaðurinn í Þýskalandi og Austurríki náð ferlegri útbreiðslu. í þessum löndum hefir verið reynt að hamla á móti þessum vágesti með því að stofna opinberar „vöru- skiptastofur“, þar sem yfirvöldin á- kveða verðlagið. En fram að þessu hafa skiptastofurnar ekki gefist vel. Bóndinn vill heldur hafa skipti á smérinu sínu fyrir stigvél og kart- öflunum fyrir sígarettur án nokk- urrar ihlútunar. Og hann gerir hetri kaup þegar liann getur þingað um verðið við Pétur og Pál, en þegar hann verður að haga sér eftir verð- lista hins opinbera. Það hefir ekki heldur borið sér- lega mikinn árangur er lögreglan hefir verið látin hafa liendur í liári okraranna. í Þýskalandi og Austur- ríki er það nefnilega svo, að lög- reglan og aðrir embættismenn liafa meiri áhuga á að versla við okrar- ana en að refsa þeim. Og lögreglan afsakar sig með því, að setuliðs- mennirnir séu heldur ekki neinir englar, og vili ekki fyrir sér að versla við okrarana hvenær sem þeir sjái sér hag í því. Sóknin gegn okrurunum er því fremur máttlítil í Þýskalandi og Austurríki, en öðru máli er að gcgna um Frakldand. Þar hefir stjórnin sagt okrurunum stríð á hendur. Það var einn maður, sem lióf þetta stríð, og hann heitir Yves Farge. Hann var matvælaráðherra i stjórn Bidaults. En þegar hann tók við því embætti setti hann það skil- yrði að dauðarefsing skyldi lögð við okri, og honum tókst að fá þessari kröfu framgengt. Þingið samþykkti lög um dauðarefsingu við okurverslun og matvöruspek- úlasjónum. Yves Farge er vafalaust sá mað- ur i veröldinni, sem ósleitilegast hefir liafist handa gegn okurfargan- inu, sem hafði gripið svo stórkost- lega um sig i Frakklandi, að þjóð- arvoði stafaði af Verkefni hans var engan veginn auðvelt. Að þvi er nauðsynjavörur snerti var á- slandið i Frakklandi ef til vill ein- kennilegra en í nokkru landi öðru. Iðnaðar- og verksmiðjufólkið í bæj- unum svelti heilu liungri, en bænd- urnir iifðu i allsnægtum. Skýrslur um matvælaástandið i Paris og Marseille staðfesta þetta. Til dæmis má nefna, að i 150 daga samfleytt fluttist ekki eitt einasta ketpund löglega til Marseille. Og í París fékkst ekki nauta-, kálfa-, sauða- eða svínaket í þrjá mánuði sam- fleytt. Margir bæjarbúar lifðu ein- göngu á dósamat, sem þeir höfðu fengið hjá UNRRA. En samtímis þessu fékkst nóg af ketmat á veitingahúsum og svarta- markaðinum. Á veitingahúsunum þarf maður ekki að skila seðlum fyrir ketmat, og á svartamarkaðn- um fær maður allt, sem maður ósk- ar, svo framarlega sem maður vill borga það fimbulverð, sem upp er sett. Hópur amerískra blaðamanna var nýlega i París í boði flugfélags- ins Air France. Þessir blaðamenn sögðust hafa lifað eins og kóngar — á svartamarkaðsvörum! En með- al frönsku þjóðarinnar eru það ekki nema fáir, sem hafa efni á að drýgja skammtinn sinn með inn- kaupum á svartamarkaðnum. Þar kostar nautakjöt 22 krónur og svína- kjöt 45 kr. kílóið. Af sméri fær Frakkinn merki fyrir tæpu hálfu kg. á mánuði, og kostar sá skammt- ur 4 krónur. En á svarta markaðn- um kostar smérið ekki minna en 1G kr. Af gervikaffinu (60% af því er korn) fær fólk 125 gr. á mánuði, og kostar skammturinn 1.20. En svartamarkaðsverð á kaffi er 24 krónur fyrir pundið. En það lygilegasta af öllu er að matarframleiðslan í Frakklandi er ekki minni en hún var. Hagfræð- ingarnir halda ]iví meira að segja fram, að framleiðslan sé orðin 50% meiri en luin var fyrir stríðið. Svo að í raun réttri ættu Frakkar að geta selt ket úr landi. En í staðinn eru allar ketbúðirnar tómar. Hins- vegar eru bændur ekki nærri eins sparnéytnir og þeir voru fyrir stríð. í gamla daga var það siður í mörg- um frönskuin sveitum að bragða ekki stórgripaket nema á sunnudögum eða við hátiðleg tækifæri — aðra daga át fólk kanínur, fugla og villi- bráð — létt ket. Þetta var ódýrara. En nú er þessi sparnaður úr sög- unni. Það er nóg af keti í sveitun- um og bændurnir éta það sjálfir. í Bretagne, Normandi og sumsstaðar í Mið- og Suður-Frakklandi eru eng- ar hömlur á ketátinu. Bændur hafa orðið mikið af nautgripum og sauð- l'é og alifuglaræktin er orðin eins mikil og liún var fyrir stríð. En nú er hin gamla sala afurðanna til bæjanna orðin að engu að heita má, en það sem selt er fer á svarta- inarkaðinn. Þessvegna líða borgar- búarnir í Frakklandi neyð. Heil- brigðismálafræðingar benda á, að heilsu þjóðarinnar stafi bein liætta af sultinum. Það er einkum A- og B-bætiefnið, sem vantar, og við at- hugun á börnum liefir komið í Ijós, þau ná ekki fullum þroska og skort- ir bæði á hæð og þyngd, saman- borið við það, sem var fyrir stríð. Þegar Yves Farge fór að hóta okrurunum dauðanum og djöflinum og lokaði öllum veitingahúsum, sein seldu óleyfilega ket, töldu Parisar- búar þetta fásinnu. Hvernig átti París að bjargast án þess að hafa svartamarkaðinn? Það var blátt á- fram óhugsandi! Það var mörg fyndnin sögð um þetta á skemmti- stöðunum. Og dauðahegningin? Hún kæmi fyrst eftir að svarti markaðurinn væri afnuminn — þá mundi fólk svelta í hel, þvi að eng- inn gæti lifað af 350 gr. af brauði á dag og 150 gr. af amcrískri nið- ursuðu á viku! En Yves Farge vissi livað hann var að gera. Hann liafði verið for- ingi í andstöðuhreyfingunni og var æfður skipulagsmaður og hafði oft dottið margt gott í hug, er hann var að leika á Þjóðverja. Og hann notaði einnig frumlegar aðferðir í baráttunni við okrarana. Hann notaði meira að segja flug- vélar i eltingarleiknum við okrar- ana. Hann fékk þrjár flugvélar og notaði þær lianda stúlkunum, sem hann hafði i þjónustu sinni til að liafa liendur í hári okraranna. Þær leiuðu þá uppi og fóru að versla við þá, en allt í einu kom lögreglan á vettvang og liandjárnaði okrarana og liirti varning þeirra. Fegurðarboðskapur kvikmyndastjörnunnar: „Fegurðar umönnun Lux ger- ir yður yndislega fagra“, seg- ir Dorothy Lamour. Látið Lux sápuna vera fegurðarhjálp yð- ar eins og kvikmyndastjarn- anna. Þvoið yður úr volgu vatni með Lux sápu, skolið með köldu; útlit yðar verður mýkra og blómlegra en nokkru sinni fyrr. LUX HANDSÁPA HIN ILMANDI HVÍTA SÁPA KVIKMYNDASTJARNANNA. X-LTS 687-039-50 A LEVER PRODUCT

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.