Fálkinn - 10.12.1948, Blaðsíða 9
FÁLKINN
9
um ævina, sagði hann, •—- en
ég get svarið þér það í fullri
einlægni sem vini mínum, að
Natasja þín Andrejevna er
perla, sjaldgæf stúlka. Vitan-
lega hefir hún sína galla, og þá
marga, en samt sem áður er
hún töfrandi.
Og nú fór málaflutningsmað-
urinn að tala á víð og dreif um
galla unnustu minnar. Eg skil
það núna, að hann var að tala
um kvenfólk eins og það er
flest, en þá fannst mér hann
tala um Natösju eingöngu.
Hann talaði með lirifningu
um brettuna á nefinu á henni,
hvernig það hvini í henni og
hvernig iiún skrækti og hve til-
gerðarleg hún væri — já, yfir-
leitt um allt það, sem ég ekki
felldi mig við hjá lienni. Að
hans skoðun var þetta allt svo
óumræðilega töfrandi, yndis-
legt og kvenlegt. An þess að ég
tæki nokkuð eflir, breyttist svo
tónninn lijá honum og varð
smámsaman föðurlegur og að-
varandi og siðan fyrirlítandi.
Þarna var enginn dómsforseti
viðstaddur, sem gæti stungið
upp í hann, svo að hann gat
látið kaðalinn mylja það. Eg
komst aldrei að til að taka
fram í, enda hefði ég ekki haft
margt að segja.
Vinur minn sagði ekkert nýtt,
það var, ég kannaðist við allt
þetta sem hann var að rausa
um, en það var ekki það sem
hann sagði, sem var svo djöf-
ullegt ■ heldur hvernig hann
sagði það. Það voru hreinustu
galdrar. Meðan ég hlustaði á
hann varð mér Ijóst að eitt og
sama orðið hefir þúsund þýð-
ingar og blæbrigði, eftir því
hvernig það er sagt og setning-
in er byggð. Vitanlega gat ég
hvorki gert grein fyrir blænum
ué forminu, en ég gat hara sagt
að meðan ég hlustaði á hann
og þrammaði fram og aftur
um gólfið, fylltist ég sömu
gremju, reiði og fyrirlitningu
eins og hann lýsti í orðum sín-
um. Eg trúði honum meira að
segja þegar hann fullvissaði
mig um það, með tárin í aug-
unum, að ég væri mikill maður
og að ég ælti önnur og betri
örlög skilið, og væri kallaður
til að gera ýms afrek, sem
hjónaband mitt mundi skjóta
loku fyrir. — Vinur minn! hróp
aði hann og tók fast í höndina
á mér. — Eg grátbæni þig: hug-
aðu þig vel'um áður en það er
of seint! Forsjónin varðveiti
þig frá að gera jafn hræðilegt
óbætanlegl glapræði. Vinur
minn, þú mátt ekki kasta æsku
þinni á glæ!
ÞIÐ ráðið hvort þið trúið þvi
— svo mikið er víst að ég sat
Jjarna við borðið og skrifaði
unnustunni, að ég segði henni
lausri. Eg skrifaði og mér þótti
vænt um að geta leiðrétt mis-
tök mín áður en það yrði of
seint. Eg límdi umslagið aftur
og flýtti mér af stað með bréf-
ið í næsta póslkassa. Málaflutn
ingsmaðurinn varð samferða.
•— Það er ágætt — alveg rétt!
sagði hann hróðugur þegar
bréfið var komið ofan í kass-
ann. —- Eg óska þér til ham-
ingju af öllu hjarta. Eg sam-
gleðst þér og þin vegna.
Hjónabandið hefir vitanlega
lika sínar góðu hliðar. Eg er
til dæmis einn af þeim, sem
hjónahandið og fjölskyldulífið
er ómissandi fyrir.
Og svo lýsti hann fjölskyldu-
lífinu svo vel, að mér fannst
piparsveinastéttin vera aumust
allra.
Hann talaði með hrifningu um
erfingjann sinn tilvonandi, um
heimilisgleðina og útmálaði
þetta svo fallega og hreinskiln-
islega að þegar við komum að
dyrunum hjá honum var ég
gripinn örvæntingu.
— Hvað ertu að gera við mig,
hætlulegi maður? sagði ég með
grátstafinn í kverkunum. — Þú
hefir ej^ðilagt líf mitt. Hvers-
vegna komstu mér til að skrifa
þelta bölvaða bréf? Eg elska
hana, ég elska liana!
Og ég sór og sárt við lagði
að ég elskaði hana og hryllti
við því sem ég hafði gert. Nú
fannst mér það vitfirring. Að
imynda sér sterkari tilfinningu
en 1 mér bjó þá stundina, er
ómögulegt, herrar mínir. Æ,
hvað ég kvaldist! Ef einhver
góðviljaður maður hefði stung-
ið skammbyssu í lófann. á mér
þá, liefði ég skotið mig um-
svifalaust.
Hægan, hægan, vinur
minn, sagði málaflutningsmað-
urinn og klappaði á öxlina á
mér. — Hættu að gráta. Hún
unnustan þín fær aldrei hréfið.
Eg skrifaði utan á hréfið en
ekki þú, og áskriftin var svo
vitlaus, að pósthúsið getur al-
drei ráðið fram úr henni. Eg
vona að þér verði þetta til
varnaðar: Deildu aldrei um
hluti, sem þú hefir ekki vit á.
— Jæja, herrar mínir. Næsti
maður hefir orðið! ------------
Fimmti kviðdómandinn hag-
ræddi sér og hafði byrjað á
sögu sinni þegar klukkurnar í
Kreml fóru að slá.
— Tólf! taldi einn af kvið-
dómendunum. — Til hvaða
flokks teljið þið þær tilfinn-
ingar, sem sá ákærði hjá okk-
Framh. á bls. 11.
12 nýjar Leifturbækur
Orð Jesú Krists,
öll þau, er Nýja testamentið geymir. Síra Þorvaldur
Jakobsson bjó undir prentun. — Ýmsir fræðimenn
hafa tekið sér fyrir hendur að safna saman í eitt
öllum orðum Jesú og raða þeim ýmist eftir tíman-
um er þau voru töluð, eða eftir efni ummælanna.
Með þessu vildu þeir gera lesendum hægra fyrir
að kynna sér alla lcenningu Jesú, og gera þeim
orð lians minnisstæðari og tiltækari til eftirbreytni
við livert atvik á lífsleiðinni.
Orð Jesú Krists er falleg bók, bundin i alskinn.
Ilún er öllum ungum og gömlum kærkomin gjöf.
Ljóð eftir Einar H. Kvaran.
Lítil falleg bók, bundin í alskinn. Þetta er 3. út-
gáfa Ijóðanna. Ljóð Einars H. Kvaran eru perlur,
sem hver maður þarf að eiga.
Tuttugu smásögur eftir Einar H. Kvaran.
Viðhafnarútgáfa prentuð á fínasta pappír og bund-
in í forláta band. Það þarf ekki að lýsa smásögum
Einars H. Kvaran. Þær eru löngu viðurkenndar
snilldarverk. Hér gefst almenningi kostur á veru-
lega góðri jólabók.
Saga ísraelsþjóðarinnar.
Stórfróðleg bók eftir Ásmund Guðmundsson pró-
fessor. Allir, sem vilja kynna sér sögu Gyðinga og
fylgjast með þeirra málum, þurfa að lesa þessa bók.
Fjöldi mynda eru í bókinni til skýringar efninu.
Selskinna.
íslenskur fróðleikur gamall og nýr. I. ár. Aðalrit-
gerðin í þessu hefli er eftir Magnús Jónsson prófessor.
Maríukirkjan í París.
Stórfengleg skáldsaga eftir franska skáldið Victor
Hugo. Sagau gerist í París á 15. öld og lýsir hreinni
og göfugri ást, hatri og svíkum og prettum. Margar
persónanna verða lesandanum ógleymanlegar t. d.
hringjarinn í Maríukirkjunni og Esmeralda hin
fagra með geitina með gylltu hornunum.
Maríukirkjan verður límælalaust aðalskáldsaga árs-
ins. Björgúlfur Ólafsson hefir ])ýtt bókina úr frum-
málinu og er hún óstytt.
Heimsstyrjöldin síðari.
Eftir Winston S. Churchill fyrrum forsætisráð-
herra Breta. Óviðjafnanlegt heimildarrit um þá al-
varlegustu tíma, sem yfir mannkynið hafa komið
siðan sögur hófust.
Finnur og fuglarnir.
Barnabók með fallegum myndum. Anna Snorra-
dóttir islenskaði.
Barnasögur frá ýmsum löndum.
Ævintýri handa börnum. Með mörgum xnyndum.
Kata frænka.
Saga um borgaratelpuna Kötu, óþekktarangann og'
þrákálfinn, og Jónsa frænda hennar. Afburða
skemmtileg og góð telpnabók. Steingr. Arason ísl.
Bangsi.
Fallegasta litmyndabókin, sem gefin hefir verið úr hér
á landi handa börnum. Stefán Júlíusson íslenskaði.
Gosi.
Barnabók með mörgum stórum litmyndum. Frey-
steinn Gunnarsson þýddi. — Gosi er hundinn i
spíralband.
Leifturbækur verða nú eins og að undanförnu bestu
j ólabækur nar.