Fálkinn - 10.12.1948, Side 7
FÁLKINN
7
Jóla-cirkus. Fjölleikahús Lund-
únaborgar æfa ávallt sérstak-
lega góð atriði fgrir jólin, því
að þangað sækja borgarbúar
skemmtanir sínar að verulegu
leyti í jólafríinu. — Myndin er
tekin á æfingu fyrir nokkru.
Sjö vikna gamall. Það er
ekki hvert sjö vikna gamalt
barn, sem getur staðið upprétt
og haldið jafnvægi í lófa föður
síns. En það getur þessi dreng-
ur, sem fæddist í El Toro í Kali-
forníu. Faðir hans er í flugher
flotans.
Frá Kína.
Að ofan:
Hermenn stjórnarinnar hafa
gætur á hóp af óbreyttum borg-
urum, sem grunaðir eru um að
hafa í huga byltingu í héraði
sínu.
í miðiu:
Fall Mukden, stærstu borgar
Mansjúkúo, markaði tímamót
í borgarastyrjöldinni. Hér sést
aðaljárnbrautarstöðin í borg-
inni. Á framhliðinni er risavax-
in mynd af Stalin.
Að neðan:
Hermenn stjórnarinnar bíða eft-
ir lest á brautarstöðinni í Shang
hai. Þeir eiga að fara á Nan-
king-vigstöðvarnar.
Mótorhjól loítsins. — Amerískur
flugvélaverkfræðingur, H. T.
Pentecost, hefir sýnt í Englandi
nýtt helikopter, scm liann hef-
ir smíðað og kallar „hoppi-copt-
er“. Flugvélin végur minna en
100 kg. og mjög auðvelt að stýra
henni og hirða liana. Mótorinn,
sem er tveggjo kólfa, er settur
á stað eins og lausamótor og
eyðir mjög litlu. Hér sést smið-
urinn i vél sinni.