Fálkinn - 10.12.1948, Side 14
14
FÁLKINN
NYTT
HAPPDRÆTTISIÍN RÍKSSJOÐS
Ríkisstjórnin hel'ir ákve'ðið að nota nú þegar heimild laga nr. 82, 13. nóv. 1948 til lán-
töku lianda ríkissjóði. Býður ríkissjóður út iþvi skyni 15 milljón króna innanríkislán í
formi handhafaskuldabréfa, sem öll innleysast eftir 15 ár frá útgáfudegi bréfanna.
Lán þella er nieð sama sniði og hið fyrra happdrættislán rikissjóðs. Er livert skulda-
bréf að upphæð 100 krónur og sama gerð og á eldri bréfunum að öðru leyti en því, að
liturinn er annar og þessi nýju bréf eru merkt „skuldabréf B‘\
Hið nýja happdrættislán er boðið út í þeim sama tilgangi og hið fvrra happdrættis-
lán: Að afla fjár til greiðslu lausaskulda vegna ýmissa mikilvægra framkvæmda ríkisins
og stúðla að aukinni spárifjársöfnun.
M,eð því að kaupa hin nýju happdrættis ;kuldabréf, fáið þér enn þrjátíu sinnum tæki-
færi til þess að hljóta háa happdrættisvinninga, algerlega áhættulaust. Þeir sem eiga bréf
í báðum flokkum happdrættislánsins, fá fjórum sinnum á áti hverju í fimmtán ár að vera
með í happdrætti um marga og stóra vinninga, en fá síðan allt framlagið endurgreitt. Það
er því naumast liægt að safna sér sparifé á skynsamlegri hátt en kaupa liappdrættis-
skuldabréf ríkissjóðs.
Útdráttur hréfa i B-flokki liappdrættislánsins fer fram 15. janúar og 15. júlí ár livert,
í fyrsta sinn 15. janúar 1949.
Vinningar í hvert sinn eru sem liér segir:
1 vinningur 75,000
1 vinningur 40,000
1 vinningur 15,000
3 vinningar 10,000
5 vinningar 5.000
15 vinningar 2,000
25 vinningar 1,000
130 vinningar 500
280 vinningar 250
krónur
krónur
krónur
krónur
krónur
krónur
krónur
krónur
krónur
75,000
40,000
15,000
30,000
25,000
30,000
25,000
65,000
70,000
krónur
krónur
krónur
krónur
krónur
krónur
krónur
krónur
krónur
461 vinningur
Samtals 375,000 krónur
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ,
5. DESEMBER 1948
♦
♦
♦
♦
!
♦
!
Vinningar eru undanþegnir öllum opinberum gjöldum, öðrum en eignarskatti.
Samtals eru vinningar í B-flokki 13,830, og er því vinningur á næstum tíunda hvert
númer. Eigendur bæði A og B skuldabréfa happdrættislánsins fá sextíu sinnum að keppa
um samtals 27,660 happdrættisvinninga. Vinningslíkur eru því miklar, en áhætta engin.
í Reykjavík greiðir fjármálaráðuneytið vinningana, en utan Reykjavíkur sýslumenn
og bæjarfógetar.
Sölu skuldabréfa annast allir bankar og sparisjóðir, sýslumenn, bæjarfógetar og lög-
reglustjórar, innlánsdeildir kaupfélaga, pósthús, ýmsir verðbréfasalar og í sveitum flestir
hreppstjórar.
Gætið þess að glata ekki bréfunum, því að þá fást þau elcki endurgreidd.
Athugið að betri jólagjöf getið þér naumist gefið vinum yðar og kunningjum, en happ-
drættisskuldabréf ríkissjóðs.
♦
♦
3 nýjar bækur
Frændurnir Jónas og Halldór
Rafnar liafa tekið sér fyrir hendur
að gefa út heildarútgáfu af skáld-
söguin afa þeirra, Jónasar Jónasson-
ar frá Hrafnagili. Fyrsta bindi,
Sakainálasögurnar, kom út í fyrra,
en annað bindi, Jón halti og fleiri
sögur, er nú nýkomið til bóksala.
Jónas Jónasson frá Hrafnagili er
einn af þeim íslenskum höfundum,
sem alþýða manna hér liefir mest-
ar mætur á. Rit hans eru alþýðieg
og þó fróðlcg. Má þar til dæmis
benda á hók hans: íslenskir þjóð-
hættir, sem bæði er skémmtileg og
og stórfróðleg. Bækur hans eru lesn-
ar aftur og aftur. Þær eru meistara-
legar en öfgalausar lýsingar úr lífi
og kjörum alþýðunnar.
Syni Jónasar frá Hrafnagili, Jón-
asi lækni Rafnar, kippir í kynið til
föður síns. Hann hefir skrifað fjölda
sagna og greina, vcrið öflugur stuðn-
ingsmaður Nýrra kvöldvaka og safn-
að þjóðlegum fróðleik um langt
skeið.
Nú sendir liann frá sér nýja bók,
séin hann kallar: „íslenskir galdra-
menn, sjö þæitir íslenskra galdra-
manna“. Er það þáttur af Halfdáni
Narfasyni í Felli, þáttur af Arnóri
Ólafssyni á Sandi, þáttur af Þor-
valdi skáldi Rögnvaldssyni á Sauða-
nesi, þáttur af síra Eiríki Magnús-
syni á Vogsúsum, þáttur af síra
Snorra Björnssyni á Húsafelli og
þáttur af Torfa Sveinssyni á Klúk-
um.
Þriðja bókin frá útgáfu þeirra
Jónasar og Halldórs Rafnars er
Landnemarnir í Kanada eftir Frede-
rick Marryat, en Jónas Rafnar lækn-
ir hefir þýtt bókina.
Marryat hefir lengi verið, og er
enn einn af vinsælustu skáldsagna-
höfundum .Breta. Sögur hans eru
viðburðaríkar og ævintýralegar og
heilla unga menn. Nokkrar af sög-
um Marryats hafa verið þýddar á
ísensku, t. d. Jakob ærlegur, Pétur
Simple, Víkingurinn, Percival Keen
o. fl. Landnemarnir í Kanada hafa
alla kosti sagna Marryats.
Bókaútgáfa þeirra Jónasar og
Halldórs Rafnars fer myndarlega af
stað. Bækurnar liver annarri betri
og frágangur góður.
Eijfirðinqur.
Helgafell gefur út litprentuð
verk íslenskra málara
Á næsta ári koma út 3 bækur hjá
Hegafelli í bókaflokknum „íslensk
Iist“. Það verða litprentuð málverk
þriggja islenskra málara úr hópi
elstu og þekktustu íslenskra lista-
manna. Þeir eru þessir: Ásgrímur
Jónsson, Jóhannes Kjarval og Jón
Stefánsson. Prentun á myndunum
er vel á veg komin og telja málar-
arar og aðrir kunnáttumenn, að
hún hafi tekist ágætlega. Litprent-
unin er framkvænlt erlendis. Ætl-
unin er hjá Helgafelli að halda áfram
litgáfu á litprentuðum verkum is-
lenskra listamanna.
Bækurnar þrjár eru mjög hver
með sinu sniði, en þó allar i sama
broti (25x33 cm.). Myndfletirnir eru
18x24 cm., og liver bók er 64 síður,
með 40—50 myndum. Ritgerð um
höfundinn og list hans er fremst i
hverri bók. — Bækurnar verða að-
eins seldar í áskriftum og kosta
375 krónur allar saman.