Fálkinn


Fálkinn - 04.02.1949, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.02.1949, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN I Evrópu voru það borgirnar sem urðu verst úti í sprengju- hernaðinum, en sveitirnar sluppu betur. Þessu er öðruvísi varið í Libyu, hinni fyrrverandi nýlendu ítala á norðurströnd Afríku. Þar þurfti ekki annað en að sprengja hitti vatnsturn úti á landsbyggðinni til þess að stórtjón yrði af fyrir allt ná- grennið. Gróðurbeltið kringum borgina Tripolis er til dæmis algjörlega háð vatnsdælunum. Með því að dæla vatni í nokkr- ar vilcur á land sem virðist vera gróðurlaus eyðimörk, má fá allskonar gróður til að spretta uþp úr sandinum. Og ef úrkom- an bregst í Cyrenaika, sem er ófrjórri hluti Libyu, verður hungursneyð í mestum hluta landsins. Þegar Mussolini á- kvað, á blómatíma facismans að breyta þessu ófrjóa landi í samfelldan aldingarð, byggði hann áætlanir sinar á því, að allsstaðar væri hægt að grafa eftir vatni í eyðimörkinni. Og það er að vísu satt, en það er sumsstaðar skrambi langt niður að því. Á Misurata-svæðinu fyr- ir austan Tripolis hefir þurft að bora 300—400 metra brunna til þess að hitta á vatnsæðar. Frá alda öðli hafa Arabar byggt landbúnað sinn á því, að dæla upp vatni neðan úr jörð- inni. Hinir frumstæðu brunnar þeirra standa oft á hólum, með skuggasælum trjám í kring. Uxi eða asni gengur upp og niður hólinn allan daginn í brennandi sólarliitanum og dreg- ur vatn upp í rennu, sem leiðir það út í veituskurðina. Itölsku landnemarnir tóku upp nýrra lag. Þeir fengu rafmagnsdælur, sem jusu vatninu upp í sem- entsgrafir, og úr þeim var því svo veitt út yfir akrana. Italskt stórbýli i Libyu getur verið 80 hektara stórt, og á þessu landi eru ræktaðar jarðhnetur (400 plöntur á hektara), appelsínur (hvert tré gefur af sér um 400 DRAUMALAND ávexti), ólívur, vinviður, tóbak, döðlur, perur, grænmeti. og hveiti. Á svona jörð eru 30—40 kýr, sem mjólka um 10 litra á dag. Auk þess hefir bóndinn 4—5 hesta. En mest er unnið með dráttarvélum eða handafli arabiskra daglaunamanna. Flestir ítölsku landnemarnir komu frá Sikiley árið 1938. Það var Mussolini, sem reri undir að þeir færu. Og þeir komu bókstaflega talað að dúkuðu borði. Brunnarnir og íbúðarhús- MUSSOLINIS in stóðu tilhúin að taka á móti þeim. Vegir höí'ðu verið lagðir, verslunarhús byggð, kirkjur, pósthús og samkomuliús liánda facistum -— í stuttu máli allt sem hægt var að hugsa sér. Ilúsdýrin voru á básnum, kjall- ararnir fullir af mat. Landnem- arnir gátu undir eins byrjað að starfa, til þess að fá eitthvað upp í jarðarafgjaldið og eignast smátt og smátt eignarréttinn að hálfum afrakstrinum. Þetta landnám er vafalaust eitt myndarlegasta tiltækið, sem eftir Mussolini liggur. Frá liag- nýtu sjónarmiði er það i raun- inni þrekvirki, þegar litið er á hve aðstæðurnar voru erfiðar. En samt eru nú ekki allir jafn hrifnir af fyrirtækinu. Breskir húfræðingar sem hafa reynslu frá svipuðum fyrirtækjum í Suður-Afríku, telja til dæmis stofnkostnaðinn svo háan að engu tali taki. Þeir halda þvi fram í fullri alvöru, að það liefði orðið ódýrara fyrir Musso- lini að setja landnemana niður á gistihúsin i Sviss, Frakklandi og Spáni og kaupa svo hveiti frá Ameríku. Það hefði orðið ódýrara en framleiðslan hjá landnemunum í Afríku. Kornið varð að minnsta kosti þrefalt dýrara en það, sem flutt var inn frá Kanada, Bandaríkj- unum og Argentínu. Tóbakið var svo lélegt að engir gátu reykt það nema Italir — þvi að þeir fengu ekki annað, og fá- tæklingarnir þar liafa öldum saman orðið að venjast mörgu misjöfnu. Og nú, síðan versl- unarsambandi er slitið milli Italiu og Libvu liggur tóbakið óselt í skemmunum í Bengliazi og biður þess að einhverjir vilji aumkva sig yfir það. Mussolini lmgsaði pólitískt en ekki hag- fræðilega. En nú verður Lihya að koma sér úr kröggunum af eigin rammleik. Italski í'ikissjóð- urinn er hættur að horga tvo þriðju af úlgjöldum hinnar af- rikönsku nýlendu. Liklegt þykir að Lihya verði að sjá sér íarborða með því að hætta við korn- og aldin- rækt og taka upp búfjárrækt i staðinn. Nálægt norðurströnd- inni er talsvert hálendi með lágvöxnu grasi og lyngi og þar hafa hirðingjar liafst við öld- um saman með hjarðir sínar. Italir reyndu að breyta atvinnu- vegum landsins með valdi, sér- staklega urðu liii'ðingjar i Cyre- Ávaxtaverslun i arabiska hverfinu í Benghazi. Synir eyöimerkurinnar eru nú undir breskri sljórn allsstaðar í Libyu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.