Fálkinn


Fálkinn - 04.02.1949, Blaðsíða 7

Fálkinn - 04.02.1949, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Loftbrúin til Berlín varð liálfs árs rétt fyrir jólin. Það var í júní í vor, sem Bretar og Banda- ríkjamenn fóru að flytja nauð- synjar loftleiðis til Berlín. Á þessum sex mánuðum hafa verið fluttar yfir 700.000 smá- lestir af varningi og eldsneyti til Berlín, eða að meðaltali um 4.000 smálestir á dag. Hér sjást flutningávélar ferðbúnar á Tempelhof-flugvellinum. Ungur Ameríkufari. — Meðal 1500 farþega sem nýlega komu til New York með skipi frá Lissabon var þessi snáði. Hann er eins árs og 5 mánaða. Hann var ekkert „imponeraður“ af New York og við landganginn fór hann í feluleik milli ferða- koffortanna í stað þess að horfa á skýjakljúfana. Skjaldbökur. — Það eru alls til um 200 tegundir af skjaldbök- um, svo menn viti og lifa þær ýmist á þurru, í ám eða t sjón- um. Sumar eru svo stórar að þær geta hæglega borið mann á bakinu,, en aðrar svo litlar að hægl er að stinga þeim í vestisvasa sinn. Hér sjást nokkr- ar af minnstu skjaldbökunum. Það fer ekki mikið fyrir þeim í lófa manns. Fósturbörn í eina nótt. — Fimm hundruð foreldralaus börn komu til London rétt fyrir jólin og 500 f jölskyldur í Bermonds- ey — þeim hluta Londonar, sem varð verst úti í loftárásunum — tóku þau í fóstur í eina nótt. Börnin eru frá Póllandi, Jugo- slavíu og Ukrainu og eru ættingjalaus og hælislaus, en verður komið fyrir í Englandi. Efst á myndinni sést „Bobby“ — enskur lögregluþjónn — vera að hjálpa börnunum, en að neðan sjást þau vera komin í matinn. Tveir menn frá Aberdeen efndu til veiðisamkeppni. Sá sem yrði fyrri til að fá lax, átti að gefa miðdegis- verð. Þeir höfðu setið fjóra tíma við ána, þegar þeir uppgötvuðu hvor um sig, að báðir höfðu beran öng- ulinn. Sveinn litli, fimm ára kemur til móður sinnar: — Mamma, lánaðu mér 10 aura til að kaupa karamellu, en þú þarft ekki að borga mér nema fimmaura. Þá skulda ég þér fimm aura og þú skuldar mér fimm aura, og þá erum við kvitt! Jólabylur í New York. — Rétt fyrir jólin varð 20 þumlunga snjókoma í New York, og þurfti bæjarstjórnin 18.000 manns til snj.ómoksturs, en verkið kost- aði 2 milljón dollara. Hér sést trætisvagn, sem hefir orðið fast ur í fönninni. Það er verið að koma honum burt. Wiilil 1 1111 íilSiiptfllllil Til vinstri: París í kastljósabjarma. — Höf- uðstaður Frakklands gerir allt sem unni er til þess að sýna sig í sem fegursta skarti fyrir skemmtiferðafólki og þá ekki síður fyrir öllum erlendu full- trúunum, sem setið hafa þing UNO í haust. Þess vegna eru ýmsar frægar byggingar borg- arinnar upplýstar með kastljós- um á nóttinni. Hér á myndinni sést Notre Damekirkjan svona lýst. Til hægri: Tveggja milljón ára. — Enskur vísindamaður, dr. L. Keaky og kona hans liafa nýlega fundið hauskúpu af tveggja milljón ára gömlum apa á Rusinga- eyju í Victoriavatni í Afríku. Þessi hauskúpa er líkari manna- hauskúpum en núlifandi apa eru. Hér sést jrú Leaky með hauskúpuna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.