Fálkinn


Fálkinn - 25.03.1949, Síða 3

Fálkinn - 25.03.1949, Síða 3
FÁLKINN 3 Róffrarflokkur Cambridge 19'i9 viff æfingar á Thems-fljóti. A. W. Barkley hinn nýi varafor- seti Bandarikjanna, var talinn líklegur til að verða sendur til Moskva til þess að ná sáttum við Stalin. Róðrarkeppnin milli Oxford og Cambridge verður á laugardaginn 120 ára afmæli »The Boat Race« Róðrarkepþnin milli Oxford og Canibridge er af mörgum Englend- ingum talinn mesti iþróttaviðburður ársins og er lians beðið með mikillli eftirvæntingu dögum saman. Á iaug- ardaginn kémur fer keppni þessa árs fram, og hafá róðrarsveitirnar æft af kappi að undanförnu. Róður hefir ^’erið iðkaður sem íþrótt um alllangt skeið, og fornar heimildir geta jafnvel um róðrar- keppni í Grikklandi löngu fyrir fæð- ingu Krists. Ekki tóku Grikkir samt róður i töhi keppnisgreina á Ól- ympíuleikuniim til forna. Orsökin var sú, að þrælar voru sú stétt maiina, sem mest stunduðu róður (þrælaróður á galeiðum), og þess vegna þótti það ekki virðingu leik- anna samboðið að keppa þar í róðri. Það var eiginiega ekki fyrr en um 1800, sem farið var að iðka róður sem lireina iþrótt til líkams- ræktar. Englendingar riðu á vaðið, og árið 1775 er lialdin mikil róðr- arkeppni á Thems-ánni, sem margir liafa vafalaust iieyrt getið. Annars eru ensku skólarnir hinn eiginlegi fæðingarstaður róðraríþróttarinnar, einkum skólarnir Iíton og West- minster, en þaðan herst áhuginn i róðri til Oxford, og árið 1815 fer kappróður fram milli háskólanna í Oxford. Skerfur Eton-skólans til róðrar- íþróttarinnar hefir verið meiri en nokkurs hinna skólanna, og það er þess vegna, að iþrótt þessi er stund- um kölluð „yfirstéttaríþrótt Breta“, þar sem í Eton menntuðust fjölmarg- ir Englendingar (margir af aðals- ættum), sem síðar komust til mik- illa valda. Til dæmis liafa a. m, k. 10 forsætisráðherrar og 23 land- stjórar i Indlandi hlotið menntun sina i Eton og flcstir verið snjallir ræðarar á sinum tíma. Enda þótt Eton sé þannig vagga róðraríþróttarinnar, þá hafa róðr- arkeppnirnar, „The Boat Race“, milli háskólanna í Oxford og Cam- hridge orðið frægustu róðarkeppnir i heimi. Fyrsti kappróðurinn fór fram árið 1829 á Thems-ánni við Henley, og áhorfendur voru um 20.000. Hvatamaður að keppni þessari vor Oxford-stúdentinn C. Woods- worth, sem reri að því öllum árum, að komið væri á keppni i róðri miili skólanna. Cambridge-stúdentar urðu þó fyrri til að skora á Oxford- stúdenta. Eins og fyrr segir fór keppnin fram árið 1829 (10. júni), og Oxford-sveitin har sigur úr hýt- um. Sigurvegararnir voru næstum því allir að læra til prests, og urðu merkir klerkar síðar meira. Næsta keppnin fór fram árið 1830, og þá vann Cambridge-sveitin. Frá 1829—1939 vann Cambridge róðurinn 48 sinnum, en Oxford 42 sinnum, enda hafa háðir aðilar jafn- an átt úrvals ræðuruin á að skipa og tvísýnt um sigur. Ilvernig keppn- in fer að þessu sinni, skal engu spáð um hér, enda láta fleslir ís- lendingar sér það í léttu rúmi liggja, þótt þorra Englendinga sé það mesta hjartans mál og spádómsgáfa þeirra sé sett undir mæliker þessa dagana. Fernand van Langenhove, belg- iski fulltráinn í Örgggisráðinu, var nýlega orðinn forseti þess þegar kærunni á Holland fyrir Indonesíumálið var skotið til ráðsins. Dean Acheson, fyrrverandi vara utanríkisráðherra, tók við utan- ríkisráðherraembættinu af Mar- shall 10. jatiúar. Beaverbrook lávarður blaðakóng Margaret Truman söngkona, Abdel Hadi Pasha er orðinti for- urinn enski, hefir sagt sig úr dóttir forsetans, kvað hafa ver- sætisráðherra í Egyptalandi í Ihaldsflokknum, sem hann hef- ið ráðin til að syngja hlutverk stað þess, sem myrtur var ný- ir verið i nærfellt hO. ár. / Scala-óperunni í Milano. lega.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.