Fálkinn


Fálkinn - 25.03.1949, Page 5

Fálkinn - 25.03.1949, Page 5
FÁLKINN 5 v / HEKLUGOS OG HALLÆRI 1766 — ’67 3 bréf um Heklugos, hafís og fjárkláða. (Indkomne isl. Breve 159). 1. Bréf eða skýrsla Þorsteins Magnússonar sýslum. í Rangárvalla- sýslu til Cammer Coll. í Kmh., dags. 12. ág. 17CC. (Ágrip). ÁstæÖur i Bangárvallasýslu. Sið- lastliðinn vetur var i meðallagi harð- ur. Ekki var frost í jörðu í febrúar eða mars. En með april kom eftir- vetur fram að „St. Hansdag“, með „continuerlig" (viðvarandi?) nætur- l'rosti, ásamt cldi frá Heklu og ís frá Grænlandi, sem allt í einu heimsótti oss. Þetta er þó ekki teljandi („intet at regne“) móts við föðurlega hirt- ingu (,,Riis“) guðs á landi voru: fjárkláöann, sem engin takmörk eða enda virðist ætla að eiga. Hann hefir geisað látlaust i C ár, eðlilega frá einum nágranna til annars, og er búinn að vaða yfir alla þessa sýslu, að Skaftafellssýslu. Fyrir einu ári átti ég 300 fjár, en nú enga kind, þvi. að kláðinn (,,pesten“) greip féð á s.l. vetri og vori. Hekla gaus 5 april, og hefir þó ekki eyðilagt nema 3 eða 4 bænda- býli. hér í sýslu, efst til fjalla, sem vonandi er þó a*fe aftur lcunni að byggjast. Hjálp var það liér, meðan vindur var suð-austlægur, svo að reykjarmökkinn, eld, vikur og ösku með brennisteini, lagði norður um fjöllin, meðan hann var mestur, og á Norðurland í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur. Svo var gosið mikið að þar nyrðra var sem nótt um nokkra daga meðan glatt sól- skin . var hér hjá okkur. Ennþá brennur og rýkur úr fjallinu og mun þess von enn um missiri. Askan, sem sífellt þekur loftið, rignir niður um alla sýsluna þegar lygnt er veður, og eyðileggur bæði heyskapinn og hagana fyrir kýr og hesta (en féð er fallið). Bændur nokkrir i nánd við Heklu flýja bæi sína, með konur og búnað, vegna öskufallsins. Kýrnar drepast af því að éta öskuna méð grasinu. Gras- vöxtur varð sæmilegur, en enginn ljár bítur á grasið sökum öskunnar. Og menn óttast, að engar skepnur lifi af sliku vetrarfóðri. Fiski var mikið að tölu, en marg- urt mjög og lifrarlitið. Óáran jafnt i sjó og á landi ........ Þorsteinn Magnússon. 2. Skýrsta Skúla fógeta, til Cam- mer Coll. 20. ág. 1766. (Sama heim- ild. Stytt). Með jagtinni íslensku, „Haffruen“, er sigldi héðan 3. júni s.l., sendi ég yður háu herrar skýrslu, frá þvi að skip sigldu 17G5 og til vors. Heyskapurinn litli á s.l. ári nýtt- ist svo illa að hann varð dökkbrugð- inn (,,sortbrendl“) og ónýtur til fóðrunar og mjólkurnytar. En mjólkin er aðalfæða landsmanna, svo að þeir liafa þolað hungur af fæðu- skorti. Vetur var harður á Norðurlandi en svo góður í Viðey og Reykjavik að ekki kom snjór eða frost nema 3 daga í senn þrisvar sinnum, en oft var regn og lirök til páska. Og svo, þegar upp úr páskum, kom grænlenski hafísinn, með venjuleg- an kulda, gadd og snjó, sem að sið- ustu umgirt allt landið. En þó vak- aði frá landi (,,Distance“) milli Fuglaskers og Patreksfjarðar. ísinn losnaði ekki frá Norðurlandi fyrr en seint í júli. Ótið þessi hefir vald- ið felli fénaðar, nytleysi þess, er lifði, og almennri hungursneyð. FjárkláÖinn liefir lika farið geyst á þessum vetri og bráðlega eyði- lagt féð allt, ær og lömb, i sýslum þessum: Rangárv., Árnes, Gullbr., Kjósar, Borgarfj., Mýra, Hnappad., Snæfn., Dala, Stranda, Húnavatns og Skagafjarðarsýslum. Ennþá má undanskilja Barðastr. og ísafjarðar- sýslur (ásamt austlægu sýslunum). Á Vestfjörðum er fátt fé og enginn slátrunarstaður til útflutnings. HeklugosiÖ liófst 5. april, eftir 73 ára hvild. Gosið varir enn, þó ekki með eins hræðilegum landskjálftum eldgangi, vikri og ösku eins og áður. Landskjálfta verður nú litið vart nema í nánd við fjallið, og naumast hér, 15 milur frá Heklu, nema eitt sinn. í Rangárv. og Ár- nessýslu hafa nú lagst i eyði 10 jarðir, en þær munu þó lagast aft- ur eftir nokkur ári). 1 Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, G0 milur frá Heklu, varð öskufallið 3—6 þuml- ungar á dýpt, svo að einnig þar i) Ekki er víst hvaða jarðir þetta voru, nema Skriðufell og Ásólfs- staðir og líklega Hagi um sinn, i Árnessýslu. leið fénaður allur hungur og veikt- ist eða drapst af öskuáti....... Kjöt get ég ekki fengið nema af skornum skammli, og i haust verð- ur sláturféð svo fátt, að varla munu 500 tunnur koma til útflutnings, frá 4 höfnum: Eyrarbakka, Stykkis- hólmi, Skagaströnd og Hofsósi. Vöruflutningur til landsins varð ikur og áður, yfirdrifinn af brenni- víni og tóbaki. En kornvörur þyrfti að flytja þriðjungi meiri en áður. Svo var vorið hart, að ekki sást eitt grænt strá 1. júní, og þá komu góðviðri, svo grasvöxtur varð sæmi- legur og heyskapur, ef liann nýtist. Nú fyrst í dag (20./8.) fréttum við það, að vöruskipin hefðu kom- ist gegnum ísinn til Húsavíkur og Eyjafjarðar. 3. Úr skýrslu næsta árs, 24. ágúst, frá sama til sama. Vetur góður, enginn fellir, en kost- ur fólks afar þröngur, þar til.fór að liskast vel á vertiðinni. Fiskurinn var eins magur og fyrr, og lýsið svo lítið, að þar sem áður fengust 100 tunnur fást nú ekki 30 tn. úr viðlika fiski, og í stað 40 fiska i vætt, þarf nú 50 fiska. Skipin frá fiskihöfnum, 14 að tölu, sigla nú hlaðin af þessuin magra fiski, vel verkuðum. Og er þó talsverður fisk- ur eftir á Suðurlandi. En frá slátur- höfnum er ekki að vænta helmings af venjulegum kjötforða, tólg, gær- um, ull eða tóvöru. Það er kláðan- um að kenna, sem enn er að drepa þar sem nokkuð er eftir til að drepast...... Útlitið er afar erfitt, eina vonin að fiski bregðist ekki. Ekki getur fólkið lifað lengi á því mjöli og brauði sem flutt er inn, þegar fluttur er út fiskur allur og kjöt, sem fólkið getur losað við sig. Og langt er að biða þeirra úrbóta að koma fénu upp aftur, þar sem allt er dautt og engin viðkoman. Auk fæðis vantar fólkið nú föt og skinnklæði, til þess að geta koin- ist út á sjóinn. Og svo brestur auð- vitað alla gjaldgetu i skatta, afgjöld jarða og annað. Ofan á allt þetta bætist sand- vetur — öskufall enn frá Hekhi. Svo og ofviðri og ofsaflóð, með þeim afleiðingum að 80 sjómenn fórust og 200 báta tók út eða brotn- uðu, við Faxaflóa og Snæfellsnes Skúli Magnússon. V. G. í blaði á austurströnd Bandaríkj- anna stóð þessi klausa: „Vér vilj- gjarnan trúa frásögnum blaðanna á vestursléttunum um skýstrokkana. En sögunni um það, að skýstrokkur hafi tekið yfirsæng og borið hana fimmtán mílur, og snúið svo við aftur til að sækja lakið, verðum við þó að hugleiða nokkru nánar áður en við fáumst til að viður- kenna hana sem lireinan sannleika. DE GAULLE. Frh. af bls. 4. ingarnar undirstrykuðu, að föst sannfæring lægi að baki hverju orði. Það komu tár i augun á mér og ég fór hjá mér og leit til félaga minna og lét liuggast. Þeir voru hrærðir líka. Ilershöfðinginn minntist ekkert á Bandarikjamenn. Það var svar sem var verðskuldað Þeir höfðu ekki nefnt hann.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.