Fálkinn


Fálkinn - 25.03.1949, Qupperneq 6

Fálkinn - 25.03.1949, Qupperneq 6
6 FÁLKINN % LEIKHUS OG LEIKLIST & 'h 7s K K tf FRA FORN - GRIKKJUM TIL VORRA DAGA R H -— 4 7s % K Endurfæðing leiklistarinnar. Endurfæðingin — renaissance — þýddi afturhvarf til lista og bók- mennta fornaidarinnar eftir kyrr- stöðu og starblindu kirkjuvaldsins á miðöldum. Vitanlega snerti þessi lireyfing leiklistina ekki siður en aðra list. — Nú var sá þráður tek- inn upp aftur, sem miðaldirnar höfðu slitið; menn fóru að lesa fornaldareikritin — bæði harmleiki og gamanleiki — og reyna að end- urlifga þau i nýrri mynd i samræmi við breytta tíma og hætti. Þessi hreyfing hófst á ítaliu og þar liefst endurlífgun ieiklistarinnar á 16. öld með hinni svonefndu „Commedia dell’ arte“, sem ef til vill hefir verið byggð á liinum fornu Atella-leikritum. Þetta voru alþýð- legir gamanleikir, sem leikararnir skálduðu sumpart jafnóðum, og með ákveðnum persónum, sem gengu aft- ur leik eftir leik. Meðal þeirra má nefna Pantalone, skikkanlegan blaðr- ara, sem alltaf iætur snúa á sig (siðar var hann lika kallaður Kass- ander), ennfremur Doklorinn og Kapteinninn (sú persóna er auð sjáanlega afturganga úr leiknum „Gortsami hermaðurinn“ eftir Plaut- us) og sams konar fígúra og Jacob v. Tyboe lijá Holberg. Þrátt fyrir allt gortið er hann i raun réttri mesta bleyða. Á einum stað ógnar Pante- lone honum til dæmis með skamm- byssu og þá flýr hann. En eftir á gefur hann þá skýringu á burtför sinni, að hann hafi brugð- ið sér frá til þess að láta taka gröf handa hinum ósvífna þorpara, sem liafi dirfst að hóta sér. Enn- fremur er þjónshlutverkið, og má sérstaklega nefna tvær tegundir þjóna, sem frægir hafa orðið i bend- ingjaleikjum, nfl. Pjerrot (eiginlega lieitir hann réttu nafni Pedrolino) og Harlekin. En í upphafi var því svo varið um þessa tvo, að eigin- lega var Pedrolino sá séði og hug- kvæmni, en Harlekin flónið, sem alltaf fékk flenginguna. Auk þessara hlutverka hafði Commedia dell’ arte ennfremur: hinn unga ástfangna mann, sem gengur aftur hjá Hol- berg sem Leander, ungu stássmeýna (Lconora) og orðheppnu vinnukon- una, sem heitir Pernille hjá Holberg, en Columbine í etdri teikjum. Einnig voru til önnur „fínni“ leik- rit, Commedia erudita, sem voru stæling á Plautusi og Terentiusi, og sömuleiðis sorgarleikir. ■—Og ítalia varð fyrsta tandið til að eignast sér- staka óblandaða leikarastétt, skipaða atvinnuleikurum. Hin itölsku um- ferðaleikfélög, sem skipuð voru bæði körlum og konum, fóru víða um Evrópu og var alls staðar vel fagn að; þau þóttu sýna hóflega tist og fólk fór hugsandi af leiksýningum þeirra, sem nú á tímum þykja frem- ur þunnur „barnamatur". En vitan- lega voru afburðaleikendur i þessum liópum, og smekkur þeirra tima var þannig að leikrit sem nú þykja i liæsta máta barnaleg, höfðu áhrif. Yfirleitt fóru nú blómatímar i iiönd lijá leiklistinni. Á Spáni þró- aðist merkileg, þjóðleg leiklist og i Englandi kom fram sá maður, sem lyft hefir leikhúsmenntinni hærra en nokkur maður fyrr og síðar, William Shakespeare. Sama er að segja um Frakkland, er Moliere kom Jil sögunnar þar. En þrátt fyrir þetta er byrjunin Ítalíu. Og það er einnig þar sem leikhúsið fær fast form. Umferða- leikflokkarnir gátu skiljanlega ekki komið því við að liafa stór leiksvið með margvislegum útbúnaði, eins og otaður var í trúarleikjunum. Þeir urðu að liafa einfalt leiksvið. Yar otaður upphækkaður pallur og fyrir framan hann tjald, sem dregið yar niður á milli þátta, en bak við pallinn var annað tjald, málað þann- ig að það sýndi umhverfi leiksins. Bak við þetta tjald voru hólfaðir «undur klefar hana leikendunum að klæða sig i. Þetta var ofur einfalt og létt í flutningum, og hægt að aota það hvort lieldur vildi úti und- r berum liimni eða i liúsi. En ítalir fóru lengra. Þá dreymdi ím að endurvekja hið forna griska leiksvið, en þó í samræmi við kröf- ur tímans. Þessvegna gerðu þeir líka föst leiksvið með talsverðum íburði, en þau höfðu vitanlega þann galla ð ekki var liægt að skipta um leik- viðið. Smátt og smátt urðu til fjór- ,ar aðaltegundir leiksviða: götuleik- svið, torg, súlnasalur og skógarleik- svið. Enginn hugsaði svo hátt enn- þá, að hvert leikrit ætti að hafa sín sérstöku leiktjöld, og enn siður, að jotuð væru ný leiktjöld fyrir hvern þátt eða hluta úr þætti. Pallarnir í öðrum enda sýningar- hússins voru góð byrjun, en þegar fram i sótti var farið að byggja sér- stakt leiksvið, inn af áhorfcnda- salnum og vítt op í veggnum á milli. Leiksvið innanhúss varð her- bergi, sem einn vegginn vantaði í. ERFÐASKRÁIN SEM HVARF. Enska lögreglan befir m. a. mál til meðferðar, sem samboðið væri sjálf- um Sherlock Holmes, viðvikjandi erfðaskrá varðandi 50 milljónir, sem liefir horfið. Fyrir nokkru dó frú Daisy Alexander, gömul kona, sem litið bar á meðan hún lifði. En hún var dóttir saumavélakóngsins Isaac Singer, og lét eftir sig arfleiðslu- skrá, sem var samin 1909. Þar var aðeins ákveðið livernig 7 milljónum af eignum hennar skyldi ráðstafað, og það er vitað að lnin liefir skrif- að viðauka við erfðaskrána, um ráð- stöfun hinna eignanna. En þessi erfðaskrá er týnd og hefir verið leitað að henni í mörg ár, til þess að geta ráðstafað arfinum. Stjörnulestur Eftir Jón Árnason prentara Vorjafndægur 19)9. Alþjóðayfirlit: Nú liefst stjörnuárið. Samkvæmt ævaforhu egypsku timatali er þetta ár sólarár á tunglöldinni, sem liófst á jafndægrum 1945 og ætti það að létta undir og jafna að nokkru að- stæðurnar. — Þó eru breytilegu merkin yfirgnæfandi í áhrifum og mætti því búast við frekar reikulli afstöðu i mörgum greinum. Mars cr í sterkri samstæðu við Sól, sem mun styrkja áhrifin að einhverju leyti, en þó eru áhrif hans oftast nær örðug hversu góðar afstöður sem hann annars hefir að öðru leyti. Lundúnir. — Sól er i 4. húsi á- samt Merkúr, Venusi og Mars. Land- búnaðurinn, námurekstur og áhrif landeigenda mun mjög á dagskrá og veitt athygli. Afstöðurnar eru að sumu leyti athugaverðar og að lík- indum mun stjórnin þurfa að athuga vel aðstöðu sína. Eldur gæti komið upp í opinberri byggingu eða í sambandi við námurekstur. — Tungl i 2. liúsi. Hefir slæmar afstöður. Bendir á örðugleika nokkra í fjár- málum og breytileiki mun koma í Ijós og óákvcðin afstaða. — Salúrn og Plútó í 9. húsi Þetta er ekki á- litleg afstaða fyrir verslun og sigl- ingar og viðskipti við nýlendurnar. Óvænt atvik gætu komið til greina og tafir í þessum málum sýnilegar. — Neptún í 11. liúsi. Bendir á bak- makk í þinginu og óþægileg atvik gætu komið til greina. Félagsmála- löggjöf í undirbúningi. Berlín. — Afstöðurnar að sumu leyti líkar og i Lundúnum, en þó hefir Mars að mun sterkari álirif á landbúnaðarmálin og framkvæmd þeirra. Fjármálaafkoman mun batna að mun, því að Júpiter er i 2. húsi, og hefir góðar afstöður frá ÍJran i 7. liúsi, Aðstoð annarsstaðar að er sýnileg. •— Tungl í 1. liúsi Bend- ir á óróleika meðal aimennings og óánægju. — Neptún í 10. húsi. Þetta er örðug afstaða fyrir ráðendurna og koma þeir örðugleikar að nokkru frá siglingum og viðskiptum. Úran í 7. húsi. Bendir á vandkvæði í viðskiptum við aðrar þjóðir og á- róður yrði rekinn gegn hagsmun- um landsins. Móskóva. — Sól, Merkúr, Venus og Mars í 3. luisi. Samgöngur, járn- brautir, flutningar, póstur og simi, blöð og bókaútgáfa mun mjög á dagskrá og vekja athygli. Munu örð- ugleikar ýmsir koma i ljós, jafnvel þó að Venus muni ef til vill eitt- livað draga úr hinum slæmu áhrif- um. Aukin útgjöld munu koma til greina í þessum starfsgreinum og óánægja gera vart við sig meðal þeirra er þar eiga hlut að máli. Júpíter í 2. húsi. Bendir á aukna peningaverslun og tekjur yfir höf- uð ættu að aukast. — Úran í 7. húsi. Þetta er ekki vænleg afstaða til ut- anríkismála. Örðugleikar og óvænt vandkvæði munu koma til greina í þeim efnum. Tokyó. — Sól og Mars í 12. húsi. — Opinberar vinnustofnanir, spít- alar og betrunarhús munu undir nokkuð atliugaverðum álirifum. Þó mun ýmislegt gert til úrbóta. — Júpíter i 10. húsi. Góð afstaða fyr- ir stjórnina og kemur sú aðstoð frá 2. liúsi, húsi fjármála, fjárafla og banka. — Plútó og Satúrn i 5. húsi. Óheppileg aðstaða fyrir leikhús og leiklistarstarfsemi og óvæntar mis- gerðir í þessum greinum koma í ljós. — Neptún í 6. liúsi. Slæm afstaða fyrir verkamenn og þjóna. Heilsu- far er atliugavert. Washington. — Sól, Venus og Mars i 7. liúsi. Þetta bendir á að utanríkisstarfsemin sé mjög víðtæk og sterk og sé lienni veitt stöðug og áberandi athygli. Er Venus hér einna sterkastur í áhrifum og bend- ir á heppni í meðferð þessara mála. — Úran er í 10. húsi. Stjórnin á í ýmsuin örðugleikum, en virðist þó hafa sterka aðstöðu. — Júpíter er í 5. húsi. Bendir á góða afstöðu i leiklist og leikhúsastarfsemi og skennntanalifið rekið með góðum árangri. — Tunglið i 4. húsi. Breyti- leg áhrif og óákveðin í landbúnað- armálum og rekstri landbúnaðar og námustarfsemi. — Neptún i 1. luisi. Ekki ábyggileg afstaða. Bendir á leynilegan áróður meðal almennings og óánægju nokkra. Heildarafstaðan er eigi að síður mjög sterk og fram- kvæmdaþrek áberandi. ÍSLAND. 5. hús. — Sól er í húsi þessu á- samt Venusi og Mars. •— Leiklist og leiklistarstarf ætti að vera mjög á dagskrá og hafa að ýmsu leyti góð- ar aðstæður. Þó mun Marsafstaðan benda á urg og truflanir nokkrar. Barnsfæðingum ætti að fjölga undir þessum áhrifum og barnafræðsla að hafa bætta aðstöðu. 1. hús. ■— Mars ræður húsi þessu. •— Aukin orka ætti að birtast í starfi almennings, en þó er liklegt að á- róður og urgur gæti komið að ein- hverju lcyti til greina. 2. hús. ■— Fjármálaafstaðan mun óábyggileg og örðug. Tekjur óvissar og útgjöld munu aukast. 3. hús. — Júpiter ræður liúsi þessu. — Póstgöngur, flutningar, símar og fréttaflutningur undir góð- um áhrifum, einnig bókaútgáfa og blaða. 4. hús. — Merkúr er i húsi þessu. — Slæm afstaða fyrir landbúnað- inn og aðstæður bænda munu versna að mun, því að afstaða þessi er ekki heppileg. 6. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Afstaða verkamanna og vinnu- þiggjenda er slæm um þessar mund- ir og vafasöm i ýmsum greinum. Ófyrirséðir örðugleikar munu koma til greina. 7. hús. ■— Venus ræður húsi þessu. — Þetta ætti að vera sæmileg af- staða í sambandi við utanrikismál- in og viðskipti við önnur riki og friðsamleg sambúð við þau ætti að koma til greina. 8. hús. — Venus ræður eínnig húsi þessu. — Afstaða þessi er ekki þróttmikil og þvi er líklegt að rikið eignist eigi fé við þessa afstöðu eða sem gjöf. 9. hús. -— Úran er húsi þessu. — Bendir á truflanir í utanríkissigling- um. Eldur gæti komið upp í skipi eða sprenging. Ný vísindaleg upp- götvun gæti komið til greina. 10. hús. — Satúrn er í húsi þessu. —, Stjórnin á i örðugleikum Framhald á bls. 11.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.