Fálkinn


Fálkinn - 25.03.1949, Síða 10

Fálkinn - 25.03.1949, Síða 10
10 FÁLKÍNN HVMCt/VVH LC/SHbURMIIt J $áS: Maja strýkur að heiman Frh. úr síðasla blaöi. Kassandra brosti mild á svip. Hún vissi ekki hvernig á því stóð, að hún hafði allt í einu tekið slíku ástfóstri við Maju iitlu, að hún minntist .ekki að liafa unnað nokk- urri ungri býflugu eins heitt. Og þannig liefir sennilega staðið á því, að hún sagði Maju litlu fíeira en venja var að láta býflugur heyra á fyrsta degi ævi þeirra. Hún gaf lienni margs konar ráð, varaði hana við hættum liins spillta umheims og nefndi henni hættulegustu fjand- menn býflugnanna. Að lokum tal- aði liún einnig lengi um mennina og tendraði fyrstu ástina til þeirra í brjósti litlu býflugunnar og vakti hjá henni óslökkvandi þrá til að kynnast þeim. „Vertu kurteis og greiðvikin við öll skordýr, sem verða á Ieið þinni,“ sagði hún að siðustu, „þá munt þú læra fleira af þeim en ég get sagt þér i dag, en varaðu þig á geitungn- um og vespum. Geitungarnir eru skæðustu og verstu fjendur olckar, og vespurnar eru gagnslaust þjófa- hyski, sem auk þess er átthagalaust og trúlaust. Við erum hraustari og voldugri en ]>essir fjendur okkar, en þeir fara með ránum og morð- um, hvar sem þeir fá því við koinið. Þú mátt beita broddi þínum gegn öllum skordýrum til þess að afla þér virðingar, og eins ef þú átt hendur þinar að verja. En ef þú stingur dýr með heitu blóði, svo að ég tali nú ekki um mennina, kostar það líf þitt, því að broddur þinn festist í húð þeirra og brotnar af. Sting þú slíkar verur aðeins i nauð- vörn, en vertu þá hugrökk og ótt- astu ekki dauðann, því að við bý- flúgurnar eigum kjarki okkar og kænsku að þakka það mikla álit og þá virðingu, sem við eigum alls staðar að fagna. Og lifðu nú heil, Maja litla, gæfan fylgi þér út i veröldina, en vertu ávallt trú þjóð þinni og drottningu.“ Litla býflugan hneigði sig og end- urgalt koss og faðmlög gömlu kennslukonunnar sinnar. Með duldri gleði og eftirvæntingu lagðist hún til svefns og gat varla .iofnað fyrir forvitni, þvi að daginn eftir átti hún að kynnast stóru veröldinni, sólinni, himninum og blómunuin. Meðan þessu fór fram, hafði kom- ist á kyrrð i býflugnaborginni. Mikill hluti yngri býflugnanna hafði yfirgefið ríkið; þær æltuðu að stofna nýtt ríki. Lengi heyrðist suð bý- flugnaskarans í sólskininu. Bylting- in átti ekki rætur sinar að rekja til hroka eða ills hugarfars í garð drottn ingar, heldur var mannfjölgunin svo mikil, að borgin rúmaði ekki leng- ur alla ibúana. Það var engin leið að safna svo miklum liunangsbirgð- uin, að þær nægðu öllum í heilan vetur, enda varð að láta drjúgan skerf vetrarforðans af liendi rakna við mennina. Það voru gamlir milli- ríkjasamningar, og gegn þessu á- byrgðust mennirnir velferð borgar- innar. Þeir tryggðu henni kyrrð og öryggi og skjól á veturna gegn kuld- anum. Morguninn eftir heyrði Maja kall- að glaðlega við bólið sitt: „Sólin er komin upp!“ Hún spratt á fætur og slóst í för með hunangsbera. „Láttu svo vera,“ sagði liunangs- berinn. „Þú mátt fljúga með mér.“ Við hliðið stöðvuðu verðirnar þær. Þar var þröng á þingi. Einn varðmannaiina sagði Maju litlu einkunnarorð þjóðar liennar, en án þess er engri býflugu sleppt inn i borgina aftur. „Settu það vel á minnið,“ sagði hann, „og guð fylgi þér þessa fyrstu ferð þína.“ Þegar litla býflugan kom út fyr- ir borgarliliðið, varð hún að loka augunum vegna þeirrar ofboðslegu birtu, sem streymdi á móti henni. Það stafaði slíkum ljóma af sumri pg sól, að allt var sem gulli slegið, svo að Maja litla kunni sér ekki læti af fögnuði. „En livað þetta er dásamlegt,“ sagði hún við förunaut sinn. „Á að fljúga inn í alla þessa birtu?“ „Af stað,“ sagði hunangsberinn. Þá lyfti Maja litla höfðinu, bærði fallegu, nýju vængina sina og fannst allt í einu fjölin, sem hún sat á, síga niður. Jafnframt var sem landið undir fótum hennar svifi af stað og grænu trjákrónurnar fram und- an kæmu liðandi til móts við hana. Augu Maju ljómuðu, og hjarta hennar barðist af fögnuði. „Eg flýg,“ hrópaði hún. „Þetta, seih ég geri núna, liýtur að vera að fljúga! Þetta er sannarlega furðu- Iegt.“ „Já, þú flýgur," sagði hunangs- berinn, sem átti fullt í iangi með að fylgja Maju eftir. „Þelta eru lindi tré, sem við stefnum á, hallarlindi- trén okkar; eftir þeim getur þú glöggvað þig á legu borgar okkar. En heyrðu, þú flvgur feykilega hratt, Maja.“ „Það er ómögulegt að fljúga nægi- lega hratt,“ sagði Maja. „Ó, hve sól- skinið angar.“ „Nei,“ sagði förunautur hennar, sem var orðinn lafmóður, „það eru blómin. En fljúgðu nú liægar, annars dregst ég aftur úr. Með þessum lát- um getur þú ekki glöggvað þig nægi- lega á umhverfinu til þess að rata aftur heim.“ En Maja litla heyrði ekki. Það var sem gleðin, sólskinið og fögnuður- inn yfir tilverunni hefðu svifið á Copyrighl P. I. B Bo* 6 Copenhogen Adamson mll meira Ijós. SAGAN UM KRISTÓFER KÓLUMBUS 15. Og sama árið í september var nýi leiðangurinn ferðbúinn og Kól- umbus lét í haf með 17 skip og 1500 manns og ennfremur liafði liann með sér ýms húsdýr og jurtir. Hann tók nú suðlægari stefnu en i fyrra skiptið og eftir mánaðar siglingu tók hann land við Litlu-AntiIlu-eyj- ar. Næstu daga fann hann fjölda af nýjum eyjum og sigldi svo norður til Hatti til þess að hitta mennina, sem liann hafði skilið eftir í fyrri ferðinni. En þegar þangað kom var virkið eyðilagt og Indíánarnir höfðu strádrepið alla mennina og étið þá. Þarna var þvi sýnilega ekki hægt að stofna nýlendu svo að Kólumbus hélt áfram til norðurstrandar Haiti og stofnaði þar bæ, sem hann skírði ísabella. l(i. Frá ísabella héldu skipin svo áfram til að finna fleiri lönd. Kól- umbus kannaði Kúbu en fann ekki suðuroddann og áleit því að þetta væri meginland Indlands. Hann sneri aftur til Haiti en þá var byrj- uppreisn í nýlendunni hans, út af þvi að landnemarnir fundú ekki eins mikið gull og þeir höfðu búist við og af því að þeir urðu að vinna sjálfir. Kólumbus leyfði þeim þá að láta Indíánana vinna hjá sér sem þræla. En nú kom bróðir hans, Bartholomeo með meira lið frá Spáni og varð hann nú nýlendu- stjóri en Kristófer Kólumhus fór til Spánar til að sækja fleira fólk. liana. Henni fannst hún þjóta með örskotshraða gegnum sólstafað ljós- haf til níóts við sivaxandi dýrð. Marglit blómin virtust kalla á hana, blánandi fjarvíddir seiddu liana til sín, og blár himinninn gaf barns- glöðu æskuflugi hennar blessun sína. Svo furðulegur dagur sem þessi getur aldrei runnið upp aftur liugs- aði Maja. Eg get ekki fengið mig til að snúa við; ég get ekki fest hugann við neitt nema sólina. Fyrir neðan hana hlasti við hver myndin af annarri í óteljandi lit- brigðum. Kyrrlátt og sólmettað land- ið leið hægt fram lijá. Öll sólin hlýt- ur að vera úr skíru gulli, hugsaði litla býflugan. Hún var stödd yfir stórum garði, sem var þakinn blómstrandi kirsi- berjarunnum, rauðþyrni og illirunn- um, er liún örmagna lækkaði flug- ið. Hún lét fallast niður í beð með rauðum túlípönum og greip sér í eitt hinna miklu blóma, þrýsti sér upp að einu krónublaðinu, dró djúpt andann, og yfir sólverndan blóm- barminn sá hún i lieiðbláan himin. „Ó, það er þúsúnd sinnum yndis- legra liér úti í stóra heiminum," hrópaði Maja, en heima í dimmu býflugnaborginni. Aldrei skal ég hverfa þangað aftur til þess að bera liunang eða búa til vax. Það geri ég aldrei að mér lieilli og lifandi. Eg ætla að kynnast heimi blómanna. ég er öðruvísi en aðrar býflugur. Hjarta mitt er skapað fyrir gleði, óvæntan fögnuð og ævintýri. Eg Frh. á b!s. 14.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.