Fálkinn


Fálkinn - 29.04.1949, Side 8

Fálkinn - 29.04.1949, Side 8
8 FÁLKINN OITT kvöldið kom ég slangr- andi fyrir hornið á 50. götu og Broadway, og iivern lialdið þið ég hitli nema Davið -— sem líka er kallaður „Tilhaldsróf- an“. Hann stendur í porti og er að tala við gamla fuglahræðu, spönsk er hún og gengur und- ir nefninu Madame La Hinque. Eða réttara sagt: það er La Hinque, sem er að tala við Til- haldsrófuna, og það versta er að hann hlustar á hana, því að ég heyri langar leiðir að hann segir: „Jú, einmitt — það var nú það,“ eins og hann segir alltaf þegar liann nennir að hlusta á einhvern, en það gerir hann sjaldan. Eg verð að segja að ég varð hissa, því að Madame La Ilin- que er ekki svoleiðis, að menn liafi gaman af að lilusta á hana, allra síst Davíð. Ef satt skal segja þá er þetta gömul brengla og alltaf eitthvað í henni. í 15 eða kannske 16 ár liefi ég séð Madame La Hinque skrönglast niður Broadway eða laumast um hliðargöturnar, þar sem hún selur stundum hlöð og stund- um blóm, — en í öll þessi ár minnist ég ekki að liafa séð hana öðruvísi en talsvert hífaða af gini. Yitanlega taka engir við blöðunum, sem hún selur, þó að þeir borgi henni fyrir þau, því að þau eru venjulega frá í gær eða stundum vikugömul, — og enginn freistast heldur af blómuniun hennar, jafnvel þó að menn fleygi í hana aurun- um fyrir þau, því að þessi blóm eru rusl, sem hún snikir hjá bænaþul í 10. Avenue, og það veit sá sem allt veit að þau Iiafa lifað sitt fegursta. Eg fyrir mitt leyti get ekki annað séð en að Madame La Hinque sé gömul landplága, þegar hún kemur haltrandi móti manni og ræðst á mann með harmaþulum um meinleg örlög sín, en svona hjartagóðir náungar eins og Tilhaldsrófan sletta alltaf í hana einum eða tveim skildingum. Hún er allt- af hölt á sama fætinum, og þess vegna er hún kölluð Madame La Hinque, og ég hefi heyrt sagt að liér fyrrum liafi hún sýnt sig sem spönsk dansmær og vakið fögnuð á Broadway, en svo hafi hún orðið fyrir slysi, sem varð til þess að hún varð að leggja dansinn á hilluna. Og ógæfa í ástum kvað hafa orðið til þess að hún lagðist í drykkju- skap. Eg man heldur ekki betur en mér hafi verið sagt að hún liafi verið Ijómandi lagleg á yngri árum, haft herbergisþernu og allt í þeim dúr, en þessa sömu lexíu heyrir maður altlaf um alla ræflana sem maður sér á Broadway, svo að ég legg ekki mikið upp úr henni. Annars gel ég fallist á að Madame La Ilin- que hafi litið vel út einlivern- tíma og að minnsta kosti verið vel vaxin. Því að stundum rekst ég á hana þegar lítið er í henni og hún hefir greitt sér, og þá er ekki sem verst að sjá hana, jafnvel þó að ekki kæmi til mála að liún sigraði í fegurð- arsamkeppni. Venjulega gengur hún í fata- ræflum og með götuga skó, og grátt hárið á henni lafir alltaf niður á andlitið. Ef ég giska á að hún sé fimmtug, þá tek ég að minnsta kosti ekki of djúpt í árinni. Þó spönsk sé þá talar hún skrambans góða ensku, — ja, ég held jafnvel að ég heyri sjaldan bölvað jafn fallega á enslcu, auðvitað undantek ég þá Tilhaldsrófuna. Nú jæja. — Davíð tekur eftir mér ])arna sem hann stendur og hlustar á Madame La Hinque, og bendir mér að ég skuli biða, og svo stend ég þarna þangað til hún loksins hefir leyst frá skjóðunni og staulast af stað. Þá kemur Tilhaldsrófan, og hann er afar áhyggjufullur. „Nú er það svart, maður,“ segir Davið. „Ilún er í verri klípunni kellingarskrukkan. Það kemur á daginn að liún hefir eignast stelpu einhverntíma þeg- ar hún var ung, hún kallar hana „Eulalie“ — og þessa stelpu hefir hún sent systur sinni i spönsku þorpi til þess að láta hana alast upp þar, þvi að Madame La Hinque hefir þá lífsskoðun að það komist elckert lag á ungar stúlkur ef þær halda sig hérna á Broadway. Jæja, og nú er stelpan á leiðinni hingað —“ heldur Davíð áfra'm. „Já, það er tilfellið að hún kemur hingað á laugardag, og í dag er miðvikudagur.“ „En hver er faðir stelpunn- ar?“ spurði ég og Davíð svaraði: „Það spurði ég ekki Madame La Hinque um, þvi að mér finnst ekki fínt að koma með þess háttar spurningar. Maður sem gengur um þennan bæ og spyr liver feður þessarar og ])essarar séu, mundi liæglega fá það orð á sig að liann væri slettireka. Og þetta kemur að minnsta kosti ekkert málinu við. Mergurinn málsins er sá, að dótt- ir Madame La Hinque kemur til landsins. Og það keniur upp úr kafinu að þessi Eulalie, sem er 18 ára, er trúlofuð syni mjög tigins spansks aðalsmanns, sem á heima í þessu litla spánska þorpi. Það kemur líka á daginn að þessi gamli, mjög tignr og fíni spánski aðalsmaður ásarnt heittelskaðri konu sinni, syni og systur Madame La Hinque koma öll með slúlkunni. Þau eru á ferðalagi kringum hnött- inn og ætla að standa hérna við í tvo daga, eingöngu til að hitta Madame La Hinque. „Mér finnst þetta fara að líkj- ast lygilegu kvikmyndunum, sem þeir sýna á fjölleikahús- unum,“ segi ég. „Bíddu nú hægur,“ segir Da- víð og fer að vera óþolinn, „þú talar meira en mér fellur. Skil- urðu ekki að þessi gamli tigni aðalsmaður vill ekki láta son giftast hverri sem er, og að að- alástæðan fyrir þvi að hann kemur er sú, að hann vill lita á Madame La Hinque til að at- huga hvort hún sé slarkfær tengdamóðir. Hann veit ekki ann að en að faðir stelpunnar sé dauður og að Madame La Hin- que sé gift einum af rikustu og ættstærstu mönnunum í Am- eriku.“ „Hvernig getur þessi tigni, gamli spanski aðalsmaður lát- ið sér detta annað eins í hug?“ spurði ég, „það segir sig sjálft að hann hefir aldrei séð Madame La Hinque og því síður mynd af henni eins og hún er núna.“ „Eg skal skýra það fyrir þér,“ svaraði Tilhaldsrófan. „Það kem ur á daginn að Madame La Hinque liefir gabbað stel])una í bréfunum, sem hún liefir skrif- að henni. Skilurðu •— Madame La Hinque hefir gólfþvotta i fínu gistihúsi sem heitir Mar- berry, — það er við Park Avenue, og þar stelur hún bréfs- efnum, sem hún skrifar dóttur sinni á og ímyndar henni að liún eigi þarna lieima og lýgur hana barmafulla af sögum um hve ríkur maðurinn hennar sé. Og þó tekur það út yfir allan þjófabálk að Madame La Hin- que lætur dóttur sína senda sér bréfin á þetta gistihús og nær í þau úr póstinum til vinnu- fólksins þar. „Heyrðu nú, herra minn,“ sagði ég. „Madame La Hinque er forhertur svindlari að gabba fólk á þennan hátt, ekki sísl þegar gamall og tiginn spánsk- ur aðalsmaður á í hlut. Og auk þess,“ sagði ég, „hlýlur þessi tigni aðalsmaður að vera meira flónið, úr þvi að hann lætur sér detta í hug að nokkur móð- ir vilji vera án dóttur sinnar í öll þessi ár, sérstaklega er sú sama móðir á nóg af peningum. Hinsvegar veit ég vitanlega ekki upp á hár hve kænir gamlir spánskir aðalsmenn kunna að vera.“ „Það er hægt að útskýra þetta,“ sagði Davíð, „því að Madame La Hinque segir mér að það sem aðalsmaðurinn hafi gengist mest upp við sé þetta, að hún skuli hafa látið telpuna vera á Spáni til þess að hún fengi í öllum greinum það upp- eldi, sem ekta spánskri mey hentar, þangað til að hún er orðin nógu gömul til að vita sínu viti. En okkar á milli sagt held ég heldur ekki að þessi gamli aðalsmaður sé neitt gáfna ljós,“ sagði Davið, „þvi að Madame La Hinque segir mér að liann lialdi sig alltaf í þessu þorpi, þar sem ekki er svo mik- ið sem vatn í baðherbergjunum.“ „En mergurinn málsins er nú sá,“ liélt Davíð áfram, „að við verðum að koma Madame La Ilinque fyrir í stássherbergjum á Marberrygistihúsinu og útvega lienni rikan og höfðinglegan eiginmann og ganga frá þessu öllu áður en stelpan kemur, þvi að komist sá spánski að því að Madame La Hinque er ekki ann- að en ræfilstuska, þá geturðu hölvað þér upp á að hann rift- ar trúlofun sonar síns og stelp- unnar. Og þá steypir hann f jölda fólks i ógæfu, þar á meðal svni Damon Runyon: MADAMELAHINQUE Þetta er ein af kunnustu smásögum Damon Runyons, íþróttafréttaritaranis, sem allt í einu fór að skrifa smá- sögur, aðallega frá ranghverfunni á lífinu í New York, og varð um tíma vinsælasti smásagnahöfundur Banda- ríkjanna eftir O. Henry. Þessi saga hefir verið kvikmynd- uð undir nafninu: „Lady for a Day“.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.