Fálkinn


Fálkinn - 29.04.1949, Page 12

Fálkinn - 29.04.1949, Page 12
12 FÁLKINN ÚT í OPINN lega, en þegar þangað kom sátu þeir og röbbuðu eins og þeir hefðu allir þekkst í mörg ár. Gamansemi Rudds smitaði hina og þótt Gregory yrði stundum að þýða fyndni hans svo að Loon skyldi hana, þá naut hinn værukæri Hollendingur samver- unnar samt. Hann efaðist ekki um að þetta væru bestu menn alveg eins og hann sjálf- ur. Þeir voru á móti striðinu ekki sist af því að það gerði erfiðara fyrir um að ná í góðan mat og nóg af öli. Þegar til Arnhem kom var ekki nema eölilegt að þeir færu inn í veitingasalinn á brautarstöðinni. Gregory og Jan Loon áttu að bíða 25 mínútur eftir lestinni og þótt Rudd ætlaði ekki til Groningen þá hafði Iiann þegar sagt þeim frá að ferðinni væri heitið til Zwolle, en þangað var sama lestin. Eitt ölglas, tvö glös, þrjú, fjögur glös. Ein tylft var tæmd af flöskum með besla ölinu sem til var og það voru kátir félagar sem römbuðu inn í I. flokks vagn í lest- inni nox-ður. Þeir höfðu hver sína nestis- körfu og mikið af öli til að skola matn- um niður með. Þegar vagnstjórinn kom borgaði Rudd aftur viðaukann við farmiðann. Og áður en vagnstjórinn fór út dró Rudd niður tjaldið fyrir dyrarúðunni, gaf manninum ríflegan jxening og fékk Jan Loon til að útskýra fyrir lionum að þeir vildu nauð- ugir láta trufla þennan skemmtilega fé- Iagsskajx af óviðkomandi kerlingum, sem rækjust þarna inn. En öðru máli væri að gegna ef vagnstjórinn sendi þi’jár fallegar stúlkur inn til þeirra. Þeir átu nestið með mesta gleðskajx, skáluðu fyrir Bretakonungi og bölvuðu Hitler. Líka drukku þeir skál Hollands- drottningar og hollenska hersins og beindu þeirri skál til Jans Loon. Þegar það var gert stakk Rudd upp á að þeir tækju lagið. Rudd var forsöngvarinn og Gregory tók vel undir en Loon murraði undir og sló jafnframt taktinn með stórum, rauðum hnefanum. Þeir sungu viðlagið að „We’re going to hang out our washing on the Sigfried Line“ og síðan „Tipperary“. Sið- an komu viðkvæmari og vöggulegri lög. Þegar Rudd hafði sungið allt sem hann mundi sagðist hann ætla að fá sér blund. Hann tók af sér skóna og hnipraði sig upp í horn. Loon hafði líka verið talsvert syfjaður um stund. Kannske var það öllu ölinu að kenna. Og þó var það ekki eiginlega á- stæðan. Gregory vissi nefnilega að skikk- anlegur hollenskur dáti getur drukkið öl ótakmarkað án þess að verða fullur eða syfjaður. Þess vegna hafði hann lætt DAUÐANN nokki'um deyfandi dropum í annað glasið sem Loon drakk í Arnhem. Þessir dropar áttu að valda því að Loon sofnaði áður en þeir voru komnir hálfa leið til Groningen. Korpólállinn vissi að ekki hlýddi að sofna þegar maður hafði fanga nxeðferðis, en hann vissi að þetta var mesti heiðurs- maður. Hann mundi ekki gera neitt það, sem gæti orðið Loon til óþæginda. Auk þess hafði fanginn sjálfur bent á að ó- hugsandi væi’i að komast á burt í þýskum hei’klæðum. Og enn óhægara var þetta þai-na inni í miðju landi. Meðan Loon var að hugsa um þetta steinsofnaði hann og tilkynnti það með sterkum hrotum. Lestin rann áfram. Hún hafði numið staðar i Zutfen er þeir voi-u að eta, og í Deventer meðan samsöngurinn stóð sem hæst. Þegar lestin kom til Zwolle svaf korpórállin sem fastast. Og enn svaf hann er lestin staldraði í Mejxjxel og Assen, en vaknaði loks er vagnstjórinn kallaði: All- ir skipta um lest í Groningen! Hann hrökk upp en varð brátt rólegi’i. Fyndni Englendingurinn prúðbúni var hoi’finn, en fanginn sat þarna ennþá og það skipti mestu. Hann mundi nú að lierra Rudd hafði sagt að liann færi af lestinni i Zwolle. Korpórállinn geispaði og neri augun. Þegar Iiann leit aftur á dátann á móti sér fór hrollur um, hann. Einkennisbúningur- inn var sá sami en þetta var ekki andlit liins unga, magra Jóhannesar Heckt, sem hann hafði átt að gæta. Samt fannst honum hann kannast við litla yfirskeggið og sköi’ðótta tanngarðinn. Meðan hann starði opnaðist munnuriun og kom á hann breitt glott og nú sá vesling- urinn Jan Loon að leikið hafði verið á hann. Fanginn hans liafði haft fataskijiti við herra Rudd. Rudd hallaði sér fram og klajipaði korji- órálnum á hnéð. — Ekkert að óttast, gamli kunningi. Þér skuluð ekki verða fyrir neinu lmjaski meðan þér hagið yð- ur skynsamlega. — Hvar? .... Hvar? stamaði Jan Loon og spratt upp. — Hvar meistarinn er? Hann hvarf, sjá- ið þér, en ég get ekki sagt yður livar. En, lieyrið þér, — hann bað mig um að fá yð- ur þennan miða. Með titrandi fingrum bretti korpóralinn sundur miðann, sem Rudd féklc lionum. Hann mátti búast við yfirheyrslum, fang- elsi, afsetningu, eftirlaunamissi og liver veit livað. Meðan hann var að reyna að jafna sig stakk hann 50 gyllina seðli, sem Gre- gory hafði lagt innan í hréfið, í vasann. Svo las hann skilaboðin skrifuð með blýanti. Kæri Jan Loon: — Gerið yður aldrei rellu út af smámunum! Þér eigið að afhenda fanga í þýskum herklæðum og með skil- ríkjum Heckt hermanns i fangabúðirnar í Groningen, og fanginn er enn lijá yður. Enginn í Groningen hefir séð manninn, svo að enginn veit að þetla er ekki sami maðurinn og sá, sem var í Nijmegen. Ef þetta uppgötvast síðar þá getið þér svarið að mannaskiptin hafi orðið eftir að þér aflientuð fangann. Ef þér gefið skýrslu um málið vinnið þér ekki annað en að vera kallaður fyrir rétt, verið þess vegna skynsamur og farið með fangann yðar í búðirnar í Groningen og látið skrásetja hann þar og farið svo lieim og gleymið öllu saman. Korpórállin var ekkert flón og skildi að það var vit í þessu ráði. Hann andvarjiaði, reif miðann í tætlur, svo leit hann á Rudd og sagði: — Þið Englendingarnir hafið gabbað m|g illilega. En samt ferst ykkur vel við mig. Það eru ekki margir flótta- menn sem eru jafn nærgætnir við fanga- vörðinn sinn. Hann leit út um vagngluggann og kom auga á ljósin yfir veitingaskálanum á stöð- inni. — Komið þér, sagði hann. Yður þykir gott öl. Mér þykir það mjög gott. Við fá- um okkur einn bjór áður en ég skila vður í fangabúðirnar, ha soldat Heckt? XVI. kap. Týndi sonurinn kemur heim. Sir Pellinore Gwaine-Cust rétti úr löng- um skönkunum og horfði með vanþóknun á Gregory. Svo Rheinhardt hefir þá verið tekinn og presturinn drepinn. Og á þessum fjórum dögum, sem þér voruð í Þýskalandi tókst yður að fá lieilan lands- fjórðung upp á móti vður. Svo tókst yður að lenda í hábölvuðum hollenskum fanga- búðum oð þaðan varð ég að bjarga yður. Sannarlega vel að verið, það verð ég að segja! — Alls ekki, sagði Gregory og örið á enninu hvítnaði. — Eg bjargaði mér það- an sjálfur. Eg átti liugmyndina og hún var góð. Undir eins og mér hafði tekist að koma orðum til yðar með manninum frá vegabréfaskrifstofunni þurftuð þér ekki að liugsa um neitt nema að skrifa nokkur bréf. Það var yður hægðarleikur að láta flytja mig frá Nijmegen til Groningen, og að senda Rudd til Hollands með skilaboð- in sem hann hafði fengið frá mér og að komast yfir hvaða dag átti að flytja mig og láta Rudd fara til Nijmegen þann dag og gera það, sem honum liafði verið sagt að gera. Og svo önnuðumst við, — hann og ég — það sem gera þurfti. Gregory þurfti ekki að láta segja sér að erindi hans til Þýskalands hefði mistekist að fullu. Hann var manna fyrstur til að viðurkenna það, en liann vildi ekki láta setja ofan í við sig. Jú, þér báruð við að hugsa þá, sagði sir Pellinore nokkru náðugri. ■— En það kostaði það, að þér senduð félaga yðar — hvað heitir hann nú aftur — Rudd, í fang- elsi, þar sem liann verður að dúsa til stríðs loka. Það er talsvert hart fyrir hann, finnst mér.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.