Fálkinn


Fálkinn - 06.05.1949, Page 7

Fálkinn - 06.05.1949, Page 7
FÁLKINN 7 SkíSakeppni fyrir einfætta. / Bad Gastein í Austurríki var nijlega haldið skíðamót fyrir einfætta menn. Hér sjást nokkr- ir keppendanna tilbúnir iil keppni i svigi. Til frekari öryggis eru skíðastafirnir búnir litlum skíðum að neðan. Sá, sem vann þessa keppni, fékk bctri tíma en besta stúlkan hafði í kvenna- heppninni á sörnu braut, þótt þar væru báðir fætur notaðir. Til vinstri: Vaktaskipti í Berlín. — Nýlega hefir verið skipt um varðsveitir á enska hernámssvæðinu í Ber- lín. Á myndinni sést fráfarandi setuliðsforingi, Herbert gener- almajór (t. h.) vera að heilsa eftirmanni sinum Bourne gen- eralmajór á Gatow-flugvellin- um í Berlín, áður en hann fer til Englands. Þar á Herbert að taka við formennsku i hernum. sinum, Charles prins, í Buckingham Palace. Dýrt fyrir útgefandann. — Áð sögn er til danslag eitt, sem heitir nafninu: „Every little pig has a curly tail“ — eða: allir smágrísir eru með hringaða rófu. Útgefandi lagsins var svo viss um að þetta væri rétt, að hann bauðst til að borga hverj- um þeim þúsund sterlingspund, sem gæti sýnt honum grís með beina rófu. Undir eins gáfu sig fram um hundrað manns, sem gátu þetta. Hér er einn af grlsunum með óhringuðu róf- una til athugunar á skrifstofu útgefandans í Denmark Street i London. Og forleggjarinn verður að borga stórfé á hverjum degi. En hann græðir hinsvegar ekkert smáræði á auglýsing- unni, sem hann hefir fengið fyrir lagið sitt með þessu móti. Nú á hún níu. — Frú Olga Pelzer, kona járnbrautarstarfsmanns á hernámssvæði Banda- ríkjamanna í Þýskalandi, eignaðist nýlega fjórbura, 3 stúlkur og i dreng. Myndin er af frú Olgu með fjórburana, sem bætast nú i barnahjörðina, sem fyrir var, en hún var þegar fimm barna móðir. HJÚSKAPUR OG BÖKUNARDUFT. „Ef þér vilji'ð lifa i gæfusömu hjónabandi þá segið konunni yðar að jsér elskið hana, einu sinni á virkum dögum og þrisvar á lielgi- dögum,“ segir síra J. M. Mclllrath :i tilefni af demantsbrúðkaupi sinu. En besta ráðið, sem hann getur gef- ið húsfreyjunum til þess að njóta hjónabandssælunnar sem lengst er svona: „Notið fegrunarlyfin með gætni. Andlitsduft getur kannske lokkað karlmennina, en það er bök- unarduftið, sem heldur honum föst- um.“

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.