Fálkinn


Fálkinn - 06.05.1949, Blaðsíða 9

Fálkinn - 06.05.1949, Blaðsíða 9
FÁLKINÍÍ 9 .— síÖai’ voi’ elskaöi og virti yfirborgarstjóri James J. Walk- er“, í persónu fyllirútsins Char- ley Bersteins. „Mr. Otto H. Kahn“ reynist að vera Rochest- er Red, og „Mr. Heywood Broun“ er Grikkinn Nick, sem spyr mig undir fjögur augu livers konar maður þessi Hey- wood Broun sé, og vei’ður stór- lega reiður við Rodney B. Em- erson þegar ég liefi lýs't rnann- inurn. Loks verður inikil þi’öng frammi við dj’rnar og með sér- staklega sterkri rödd baular Rodney B. Emerson: „Mr. Her- bert Bayai’d Swope“. Þá líta allir við og glápa, en maðurinn sem inn kemur er enginn ann- en Kiddi með draugasmettið. Hann nær í mig afsíðis og vill endilega fá að vita hver Her- bert Bayard Swope er, og þegar ég útskýri það fyrir honuin þá verður liann svo upp með sér, að hann lítur ekki einu sinni í áttina til Donegans grafara, þvi að hann er bara „Mr. Willi- am Muldoon“. En nú finnst mér þeir vera farnir að ganga nokkuð langt, jiví að ég heyri kvnnt: „Vara- forseti Bandarikjanna, lians há- göfgi Charles Curtis“ og sá sem inn kemur er gíneu-Mike, enda segi ég meiningu mína við Davíð Tilhaldsrófu, sem er á sífelldum þönum til þess að sjá um að alll fai’i rétt fram. En bann svarar bara: „Ef þú veist ekki að það er gíneu-Mike, hvernig getur þú þá verið viss um að jxað sé ekki Curtis vara- forseti ?“ En mér finnst allt jjetta bera vott um virðingarskort gagn- vart yfirvöldum oldcar, sérstak- lega þegar Rodney B. Emerson baular: „Okkar háttvirti lög- reglustjóri, mr. Groven A. Wha- len.“ Og inn skoppar „Villimað- urinn“, William Wilkins, sem einmitt um þessar mundir get- ur talist einskonar hundelt skepna, því að það er lagt fé til höfuðs honum í mörgum þinghám, út af ýmsum ofbeld- isverkum. Davíð hefir sérstak- ar gætur á Villimanninum og sér fæi-i að talca af honum gúmmíkylfu, sem hann hefir í buxnavasanum, því að það er skilyrði, að enginn kestanna sé vopnaður, þar sem þetta er afdráttarlaust góðra vina fundur. Eg liefi gát á greifanum og greifafrúnni, en það er ekki svo að sjá sem öll þessi nöfn hafi nein sérstök ábrif á þau. Eftir á frétti ég að þau sjái aldrei önn- ur blöð þarna í litla þorpinu sínu á Spáni en eitt litið sveita- blað, sem aðeins flytur innanliér- aðsfréttir. Ef ég á að vera hrein- skilinn þá er svo að sjá sem greifahjónunum hundleiðist, þó að brúnin á greifanum hækki talsvert er hann sér lióp af spriklandi stelpum koma inn. Þær eru aðallega úr næturglæsi- bæ miss Missouri Martin og af öðrum dansknæpum, en Rod- ney B. Emerson kynnir þær sem: Sophie Tuckei’“ — „Theda Bara“ — „Jeanne Eagles“ — „Helen Morgan“ — „Jemima frænka“ og ýms fleiri Kvik- mynda-dísa nöfn. Og nú líður ekki á löngu jxangað til jazzliljómsveit miss Missouri Martin, fyrrnefndir „Hí-hí-boys“ koma, og nú fer að lifna yfir söfnuðinum, sér- staklega eftir að Davíð hefir fengið Rodney B. Emerson til að taka tappana úr flöskunum með góða smyglara-kampavín- inu. Nú er farið að dansa og allir skemmta sér konunglega meira að segja lierra greifinn og greifafi’úin. Já, það reynist svo að el'tir að greifinn hefir slokað nokkur glös af góða kampavíninu þá er þetta veru- lega skemmtilegur og fyndinn glensmaður, jxó að enginn slcilji orð af jiví sem hann segir. Og að því er Henry G. Blake dómara snertir þá er nú farið að hitna á katlinum hans. Þeg- ar hér er komið sögunni geta allir séð að bann er farinn að lialda að allt þetta sé eins og jxað á að vera og liann liafi í raun og .veru boðið öllum þess- um höfðingjum heim til sín. Það þarf ekki annað en hella einum litra af góðu víni ofan í magann á gamla dómaranum, þvi að jiá trúir hann hverju sem vera skal. En það líður elcki á löngu fyrr en hann dans- ar jjangað til liann stendur á öndinni, og nú tek ég eftir að liann eltir Madömu La Hinque á röndum. Um miðnættið fer Davíð fram í eldhús lil þess að skera úr á- flogum sem eru þar í fullum gangi milli þeirra, sem eru að spila poker á eldhúsborðinu, en að öðru leyti fer allt fram með hinni mestu prýði. Það kemur á daginn að þetta eru „Herbert Bayand Swope“, „Curtis varaforseli11 og lögreglu- stjórinn, sem bafa farið í polc- er, en lians háæruverðugheit Roach Straton kemur í hópinn og tekur allt af þeim í þremur spilum. Innan skamms vitnast það að hans háæruverðugheit notar merkt spil, og þetta er ekki talið fínt, j)essvegna dangla jxeir í hans háæruverðugheit Jolin Roacli Stralon, og Davíð verður að ganga á milli. Mig fer nú hálfpai’tinn að langa til að komast á burt af jxessari dýrasýningu og fer að svipast um eftir greifanum og greifafrúnni til þess að geta boðið þeim góða nótt, en herra greifinn og miss Missouri Mart- in eru enn úti á dansgólfinu og miss Missouri talar grcifann sund ur og saman, og þó að greifinn skilji eklci eitt einasta orð af því sem liún segir þá dregur hún ekki af málæðinu sarnt. Ef málbeinið á miss Missouri Martin fer að tifa á annað borð j)á stendur henni alveg á sama jxótt enginn skilji hvað liún segir. Greifafrúin situr úti í horni hjá „Herbert Bayard Swope“ — öðru nafni Kidda með drauga smettið — sem reynir að veiða út úr henni með allskonar suð- rænum grettum og handapati, hvort nokkuð sé að hafa upp úr sér sem fjárhættuspilara á Spáni, og greifafrúin skilur vit- anlega ekkert, svo að ég verð að fara á stúfana og reyna að ná í Madarne La Hinque. Hún situr úti í skoti í hálfdimmu og ég sé ekki að Henry Blake dómari stendur hálfboginn yfir henni fyrr en ég kem alveg að þeim, og get jæssvegna ekki gert að jxví að ég heyrði hvað dóm- arinn segir: „Nú hefi ég verið að brjóta heilann urn það í tvo daga livort það sé mögulegt að þér munið eftir mér,“ segir hann. „Vitið þér hver ég er í raun og veru?“ „Hvort ég man Jxig, Henry,“ svaraði Madame La Hinque. „Jú, Jxað er víst og satt að ég man eftir þér — og meira að segja vel! Hvernig ætti ég að geta gleymt þér? En mér dett- ur ekki í hug að þú munir mig, eftir svona mörg ár.“ „Já, það eru orðin tuttugu ár síðan,“ segir Henry G. Blake dómari. „Hvað þú varst yndis- leg í j)á daga. Ja, yndisleg — Jxað ertu nú ennþá.“ Eg geri mér fyllilega ljóst að kampavín hefir mikil áhrif á Henry G. Blake dómara úr því að svona orð geta komið út úr honum, en hins vegar viðux’- kenni ég að í hálfdimmu og með svona bros á vörunum lítur nú Madame La Hinque ekki sem verst út. En mér fyrir mitt leyti fellur betur að dömur á J)eim aldri séu ekki alveg eins feitar. „Það var Jxér að kenna að J)að lor svona milli okkar,“ sagði Henry G. Blake dómari, — „úr því að þú tókst upp á að gift- ast þessum ístrubelg frá Chile var svo sem auðvitað livernig þetta mundi enda.“ Mér finnst ekki koma til mála að vera að ónáða Madame La Hinque og Henry G. Blalce dóm- ara þegar þau tala svona um gamla daga, svo að ég lcveð bara ungu hjónaleysin og læt J)að gott lieita. En þegar ég er að leita hjónaleysin uppi þá lendi ég beint í fangið á Davíð, Tilhaldsrófunni. „Þau eru ekki hérna núna,“ segir Davíð, — „einmitt í þessu augnabliki er verið að gefa þau saman í St. Malachykirlcjunni og konan mín heittelslcuð og Big Nig eru svaramenn. Við gengum frá Jxessum plöggum, sem þau þurfa að hafa, í gær. Þú getur víst hugsað þér að ungt fólk langar ekki til að láta giftinguna biða J)angað til þau hafa farið kringum hnött- inn.“ Þetta hvarf vekur auðvitað mikla athygli dálitla stund, en á mánudag fóru herra greifinn, greifafrúin, ungu lijónin og systir Madame La Hinque með lestinni til Ivaliforníu og liéldu áfram ferðinni kringum hnött- inn, og hér sitjum við eftir og liöfum ekkert að tala um nema gamli dómarinn og Madame La Hinque gifta sig líka. Þau fara til Detroit því að Henry G. Blake dórnari uppástendur að hann eigi bróður þar, sem reki pípulagningaverslun og muni láta liann fá atvinnu. Pei’sónu- lega hefi ég þá trú, að Henry Blake dómari ætli sér að koma upp smyglarastarfsemi við Kan- ada upp á eigin spýtur þarna í Detroit. Eg á bágt með að trúa J)ví að dómarinn geti unað við pipulagningar eða þess háttar. Og svo er ekki meira um Jætta er að segja, nema Jxað að nokkrum dögum síðar gekk Davið um með lieljarinikið skjal í hendinni og var afar æstur. „Ef ekki hver einasti hlutur, sem hér er skráður, kemur fjúkandi til baka í hendur réttra eigenda í herbergjunum i Mar- berrygistihúsinu, J)ar sem þeir voru teknix’, innan Jxriðjudags, Frh. á bls. U. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Hitstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Aliar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.