Fálkinn


Fálkinn - 06.05.1949, Side 13

Fálkinn - 06.05.1949, Side 13
FÁLKINN 13 ÍRLAND. Frh. af bls. 5. lýðveldi 1916, en allt komst upp og milliliðurinn við Þjóðverja, sir Roger Casement var hengd- ur. En Sinn Fein elfdist og við kosningarnar til neðri málstof- unnar fékk flokkurinn 73 at- kvæði en hinir gömu þjóðernis- sinnar ekki nema 10. Sinn Fein neitaði að taka sæti í neðri málstofunni en stofnaði sjálf- stætt írskt þing, Dail Eireann í ársbyrjun 1919 og stofnaði lýð- veldi með de Valera sem for- seta. Nú va.rð ber stvrjöld milli Englendinga og íra. Sinn Fein drápu enska lögreglu og em- bættismenn livar sem þeir kom- ust höndum undir og bi’enndu opinberar byggingar. De Valera og Griffitli voru að vísu hand- teknir, en de Valera tókst að flýja til Ameriku, en aðrir Sinn Feinar sveltu sig í fangelsinu, svo sem Mac Swiney borgar- stjóri í Cork. Eins og málum var nú komið var eklti nokkurt viðlit að koma heimastjórnarlögunum frá 1914 fram. Lloyd George lagði því fram nýtt heimastjórnarfrum- varp; samkvæmt því skyldi Ul- ster skilið frá írlandi og livort landið fá silt eigið þing, í Dubl- in og Belfast, en Irar skyldu einnig senda 42 fulltrúa á enska þingið. Frumvarp Lloyd George varð að lögum i desember 1920, og gekk i gildi hvað Ulster snerti 1921. En Suður-Irar létu sem þeir vissu ekki af liinum nýju heimastjórnarlögum og settu sitt þing, Dail Eireann, eins og áður, 28. júní. Nú voru teknir upp samningar við íra og de Valera, Griffith og Michael Collins fóru til London. Bauðst Lloyd George þá til að berjast fyrir því að írar fengju jafnrétt- isstöðu innan breska ríkjasam- bandsins, „Dominion“-fyrirkomu lag, en Irar heimtuðu fullt sjálf- stæði og að Ulster yrði samein- að Irlandi. Loks tókst Lloyd George að komast að samkomu- lagi við Griffith og Collins, og samþykkti Dail Eireann það með litlum meirihluta. De Val- era lét af forsetastörfum en Griffith tók við. En þetla dugði ekki. Deilurnar i Irlandi liéldu áfram og Collins var drepinn. Loks lcomst á nýtt fyrirkomu- lag um „írska fríríkið“ og var það nú konungurinn og lítið annað, sem batt. Irar sátu t. d. hjá í síðustu heimsstyrjöld. — Og nú hafa írar afneitað kon- ungi og stofnað lýðveldi. Irar urðu skrifandi löngu á undan Norðurlandaþjóðunum. T. d. er á safni í Dublin biblía á gaelisku, sem talin er 1500 ára. En gaeliskan er málýska úr keltnesku, eins og leifar af máli Walesbúa. Irar hafa lengi bar- ist fyrir því að gaeliskan yrði mál þjóðarinnar á ný, þótt fáir kunni liana. Kringum 1910 voru það ekki nema einar 17.000 sál- ir í írlandi, sem ekki kunnu annað mál en gaelisku, en 13% af þjóðinni töluðu bæði gael- isku- og ensku. En þó að gamla málið sé í svona miklum minni- liluta eru Irar staðráðnir í að gera það að máli allra lands- búa, og segja að það muni tak- ast á tveimur mannsöldrum. Og gaeliskan hefir þegar verið tek- in upp sem opinhert mál. Þann- ig eru farmiðar með strætis- vögnunum á gaelisku. Annað inál er það, að auglýsingarnar aftan á þeim eru á ensku! 1 Dublin stendur „Baile átlia Cli- ath“ á öllum opinberum bréf- um, en enginn nefnir það heiti. Það er gamla nafnið, sem var á bænum við Liffey-á, áður en danskir og norskir víkingar komu þangað á 9. öld og stofn- uðu borgina Dyflin. I írlandi eru miklu fleiri leif- ar eftir norræna víkinga en t. d. í Englandi og Normandí. Og um allt Austur-Irland eru háir sívalir turnar, sem voru atlivarf fólksins þegar víkingarnir komu og eyddu byggðunum með báli og brandi. Ofan úr gluggunum efst á turnunum voru menn á verði og fylgdust með ferðum víkinganna, og þar geymdu þeir dýrgripi sína, og flestir turnarn- ir stóðust árásir víkinganna, enda er hvergi í Norður-Evrópu meira til af fornum dýrgripum en í írlandi. Sérstaklega liefir mikið af þeim fundist í „gullna dalnum“ við Tipparery. Að minnsta kosti tvær af kirkjunum í Dublin eru frá tímum víkinganna, og fyrir skömmu fundust skjöl frá söfn- uði einum, sem kenndi sig við Ólaf helga og byggði kirkju á 12. öld. Af heiðnum menjum er lítið, enda urðu Irar snemma kristnir. Kristnin verður rakin lil Patreks lielga, sem er graf- inn í Armagh. Elsti liluti St. Patreksdómkirkjunnar í Dublin er sagður vera bænaliús, sem hann byggði. Hann lifði á 4. öld, en sagt er að liann hafi fengið kristindómsfræðslu i söfnuði einum, sem til var í Irlandi fyr- ir hans tíð. Bera írar þess mikil ytri merki að þeir séu kristnir, því að dýrlingamyndir eru víða, jafnvel á biðstöðvum strætis- vagnanna. Og hin nýja stjórnarskrá Is- lands hefst með orðunum: „I nafni heilagrar þrenningar, sem allt vald kemur frá, og sem gerðir allra manna og ríkja verða að vera undir gefnar . . “ Þar stendur einnig að stjórn- arskráin gildi fyrir allt Irland, — Ulster líka. En Ulsterbúar vilja ekkert liafa við íra saman að sælda, og valda m. a. trúar- brögðin því. írar eru kaþólskir en Ulsterbúar mótmælendur. nafnið, herra Archer. Mig langar mikið til að tala við yður viðvíkjandi fnáli, sem skiptir okkur báða. Hann lieyrði djúpa, glymjandi rödd svara: — Eg á mjög annríkt, hr. Baird. Eg liefi ekki tíma til að tala við yður ef þér getið ekki sagt mér viðvíkjandi hverju þetta er. — Eg vil helst ekki tala um þetta í síma, sagði Gregory, — Þá sting ég upp á að þér skrifið, sagði röddin. — Sælir! —Bíðið augnablik, sagði Gregory óða- mála. Eg er nýkominn hingað lil Englands frá Budapest, en þar liefi ég verið síðustu þrjú árin. Það er maður þar, sem bað mig um að leita yður uppi. — Hver var það? spurði Archer tor- trvgginn. — Eg vil helst ekki nefna nöfn i siman- um. En ég hefi áríðandi skilaboð til yðar frá ungverskum vini. Eg verð að skila þeim persónulega. Þér giskið sjálfsagt á liver það muni vera, er ég segi að maðurinn á heima í Pest, á vinslri Dónárbakka. — Jú, það mun vera í lagi, sagði röddin. — Liggur því mjög á? — Já. Eg vil lielst hitta yður í kvöld, ef hægt er. — Getið þér komið hingað? — Já. — Gott. Komið þá klukkan niu. Klukkan níu ók Gregory í leigubil nokkra kílómetra suður fyrir Westminst- erbrú. Úi' Iíennington Road ólc bifreiðin í breiða götu, með umgirlum görðum fyrir framan húsin. Þrátt fyrir tunglsljósið var erfitt að finna húsið, sem Arclier bjó í, en hermaður út loftvarnarliðinu vísaði þeim til vegar. Þegar að húsinu kom fór Gre- gory út og bað bílstjórann um að bíða. Hann fór upp að húsinu og hringdi. Dyrnar voru opnaðar af konu með mag- urt, gáfulegt andlit. Gráa hárið var greitt aftur. Gregory mundi að Tom Arcber var giftur kennslukonu. Þetta var auðsjáanlega frú Archer. Hann sagði til nafns sins og hún svar- aði að maðurinn sinn ælti von á lionum. Hún lét hann fara fram lijá sér inn um dyrnar og kallaði um leið inn í húsið: — Tom, hr. Baird er kominn! Gróf rödd svaraði að innan: — Það er gott, Ellen. Láttu hann koma inn! Gregory var vísað inn í stofu, sem sjá- anlega var vinnustofa Archers. Sjálfur var Archer stór og þrekinn maður nær sext- ugu. Hann hafði auðsjáanlega verið vel að manni á yngri árum, en var nú orðinn nokkuð feitur. Hann sat við litið skrifpúlt, sem var alþakið blöðum, öskubökkum, reykjarpípum og fleiru. Augnaráðið var ekki beinlínis vinsam- legt er hann leit til Gregorys, en hann felldi sig við liann samt. Andlitið var undirhyggj u- laust og ærlegt. Gregory hrosti eins vin- gjarnlega og hann gat. — Það var gott að ég fékk að koma, hr. Archer. Má ég setjast? — Vitanlega. Archer benti á slitinn hæg- indastól með pipunni sinni. — Jæja, þér eruð nýkomnir frá Ungverjalandi? Var erfitt að komast liingað? — Erfitt er ekki rétta orðið, sagði Gre- gory og brosti. — Eg gat ekki sagt yður það í símanum, en það var frá Þýskalandi sem ég koin seinast. Archer hleypti svörtum brúnunum og það var grunsemd í augum hans er hann sagði: -— Hvað áttuð þér við með vinunum i Budapest, sem þér minntust á í síman- nm? Gregory yppti öxlum. — Þeir eru jafn ósennilegir og heimsókn mín í Ungverja- landi. En þeir koma heldur ekki málinu við. Eins og stendur skiptir ástandið í Þýskalandi meiry máli. Það er þar, sem ég licfi verið með vinum yðar. — Er það satt? Má ég spyrja — hverjum? — Annar er herra Reinhardt í Traben- Trabach. — Hefi aldrei heyrt þann mann nefndan. — Hinn er síra Waclnnúller í Ems. — Þekki hann ekki heldur. — Jæja. Mér kemur það ekki beinlínis á óvart. En eins og þér vitið þá eru þrir

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.