Fálkinn


Fálkinn - 27.05.1949, Side 9

Fálkinn - 27.05.1949, Side 9
FÁLKINN 9 tók tæplega eftir þegar pabbi lienn- ar heilsaði, því að öll eftirtektin var á hrúgunni, sem sat í gamla söðlinum. Pabbi liennar fór að losa um þetta einkennilega, sem Helgu þótti.“ „Ertu ekki ósköp þreytt,“ heyr'ði hún pabba sinn segja, en hún heyrði ekki hverju var svarað., Loksins tók hann þetta úr söðl- inum, og setti það gætitega á hlað- ið. Gráni hristi sig óþolinmóður, þvi að Rauður og Skjóni voru komn- ir í túnið. Nú sú Helga fyrst eitthvert manns- mót á því, sem hafði verið í djúpa söðlinum. Á hlaðinu stóð iítil grann- vaxin kona, sem studdist við staf. Reiðfötin hennar voru mjög gömul, og -virtust hafa verið útbúin í íyrst- unni á stærri manneskju. Stór klút- ur var bundinn yfir höfuðið, og hann faldi nærri magurt og fölleitt andlitið. Jæja, Helgu fannst mesta furða livað rættist úr þessari skrítnu hrúgu úr djúpa söðlinmn. Þetta tilaut að vera hún Rjörg, sem pabbi og mamma voru að tala um í morg- un. Hetga varð allt í einu innilega glöð, en hvað það var gaman, að Rjörg skyldi koma til þeirra. Ætli mamma láti iiana sofa í mínu rúmi, hugsaði hún, ég get vel sofið hjá henni, hún er svo litil. Óiafur bað Björgu að ganga með sér í bæinn. Þolinmóð staulaðist hún á eftir bonum. Með hægri hendi studdist hún við stafinn, en með þeirri vinstri lié.lt hún uppi reið- pilsinu, sem var þungt af bleytu. Þegar þau voru komin inn í göng- in, losaði Björg sig við ótætis pils- ið, og þá sá Helga litla, sem fylgdi fast á eftir, að i ijós komu nettir fætur, í velgerðum sauðskinnsskóm og sauðsvörtum sokkum, siðan kom gamalt upplitað pils, sem einhvern tíma hafði verið svart, en var nú grátt af elli, og lieimaofin tvisttau- svunta, gömul en hreinleg, gerði búning Bjargar gömlu nærri glæsi- legan. Ólafur fór með Björgu upp í bað- stofu og gekk síðan til eldhúss, að hitta konu sína. Ásdis var þögul, og leit ekki upp, þegar maður hennar kom inn. Hann heilsaði henni hlýlega og bað hana að taka á móti Björgu. Ásdis leit upp, og það var auðséð á úlliti henn- ar, að lnin liafði grátið. „Ólafur, þú manst hvað ég sagði þér í morgun.“ Ásdís sagði þessi orð með nokkurri þykkju. Ólafur lést ekki taka eftir því, en svaraði hægt og rólega: „Já, Ásdís, ég man hvað þú sagð- ir, og ég lofaði þér Hka, að vera búinn að koma Björgu annars stað- ar fyrir i haust.“ Svipur Ásdísar mýktist og maður licnnar fann að öllu var óhætt. Það var ekki blöðum um það að fletta, að lijá Ólafi i Haga gekk slátturinn vel. Hann var alltaf bóndinn sá, jafn öruggur, bjartsýnn og fljótur til liðs við aðra, ef á þurfti að halda. Björg gamla sat flestum stund- um inni i bæ. Einstaka sinnum, þegar glaðast var sólskinið, og veðr- ið sem blíðast, tók hún stafprikið sitt, sem ávallt stóð við fótagaflinn ú rúminu hennar uppi í baðstofunni og staulaðist út á hlaðið, og fram að Sjónarhól, lengra fór hún aldrei. Ósjaldan skoppaði Helga litla í kring um gömlu konuna á þessum ferðum hennar. Þær voru mestu mátar. Dag nokkurn á slætti tók Björg stafprikið sitt og lagði i þessa venju- legu gönguför sína. Hún stansaði fyrir utan bæjardyrnar og leit í kring um sig, hvort hún sæi ekki solargeislann á heimilinu, hana Helgu litlu. En telpan virtist ekki vera lieimavið, svo að Björg gamla staul- aðist ein sins liðs sinn vana spöl, stansaði svolitla stund við hólinn og rölti svö aftur til bæjar. Þegar hún kom inn, lagði hún lcið sína inn i eldhús til Ásdísar. Uppi í baðstofu beið liennar rokk- urinn, því að hennar lielsta verk var að spinna allan ársins hring. Reynd- ar tók hún sér það stundum iétt, ef hún náði i skemmtilega bók, cn hvað um það, spuninn var hennar aðalstarf. „Gott er blessað veðrið,“ sagði Björg um leið og hún kom inn í dyrnar. Ásdis leit við, og svaraði stutt: „Ójá, ekki vantar það.“ Björgu gömlu duldist ekki kuld- inn í raddblæ húsfreyju, en hún var nú orðin margreynd og verald- arvön og hætt að fárast um hlutina. Björg sneri aftur til dyra, en varð um leið litið á sokkahrúgu, sem lú á stól i eldhúsinu, allt botn- laust og óviðgert. Án þess að hugsa sig um, sagði hún: „Má ég halda á þeim upp með mér?“ Ásdís leit fyrst á sokkahrúguna, og siðan á Björgu gömlu, og rann allt í einu til rifja að heyra góðlát- legt gamalmennið bjóða þessa að- stoð sína, •— og það henni, sem aldrei hafði vikið einstæðingnum svo mikið sem lilýju orði. Það var eins og Ásdis sæi Björgu nú í fyrsta sinn i réttu Ijósi, og hún svaraði spurningu hennar hægt og i mild- um tón: „Eg væri þér þakklát ef þú treyst- ir þér að hjálpa mér með þá, ég hefi venjulega i mörg horn að lita hér niðri við, um þetta leyti árs. En ég skal halda á þeim upp íil þín.“ Björg gamla staulaðist upp. Henni var óvenju hlýtt í huga. Það var sólskin i sál hennar. Hún hafði orð- ið fyrir nýjum, óvæntum áhrifum frá Ásdísi húsfreyju. Henni fannst vorylur streyma um meðvitund sína. hlýrri og liugnæmari en hún liafði fundið til í fjölda mörg úr. Hún renndi huganum yfir þennan tíma, sem liún var búin að dveljast liér i Haga. Allir, nema kannske Ásdís, höfðu verið henni hlýir og góðir. Iielga litla var henni elskuleg. -— En liklega gat liún ekki neitað þvi að húsmóðirin hafði stundum sýnt henni kulda; og auðvitað hafði það sært hana, þótt hún léti ekki á því bera. Hvað þýddi að vera að eyða orðum um það? — En nú í dag ómuðu allt i einu þessi orð fyrir eyrum einstæðingsins: — Eg skal lialda á þeim upp til þin. — Þcssi setning var sögð á allt annan hátt, og i öðruin róm, en Ásdís hafði nokkru sinni fyrr talað til hennar, — og Björg velti fyrir sér sokka- görmunum, og stagaði þá og bætti af þeirri vandvirkni, að það var því líkast, sem hún hefði sérstaka gersemi handa á milli. Björg liélt þeirri venju sinni, að vitja um sokkana og gera við þá af mestu kostgæfni, og var yfirleitt boðin og búin að inna af hendi hvert það verk, er gela hennar leyfði. Líðan hennar var öll önnur núna eftir að Ásdis var orðin lilýleg i við- móti við hana.. Það var fagran haustdag, sem Ólafur bóndi i Haga lauk við að gera að heyjum sínum. Oft hafði lieyskapurinn gengið vel i búskap Grafaraverkfall í New York. — Grafarar í New York hafa gert verkfall, að því er snertir kaþólska kirkjugarða í borginni, og hefir það staðið í margar vikur, og virðist ekki von enn um samkomulag. Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjun- um, Spellman kardínáli hefir skipað verkfallsmönnum að hætta verkfallinu, en það reynist árangurslaust. Hefir kardín- álinn því kvatt 200 presta og prestaskólanemendur iil að taka að sér grafarastörfin, og lítur sjálfur daglega eftir hvernig þeir framkvæma þau. hans, en aldrei eins og nú. Já, það mátti nú segja um bóndann þann, að hann var ánægður með sitt. Bú- mannsáhyggjur liafði liann litlar, það var annað, sem oili honum leiða. Hann hafði aðeins fengið þvi ráðið um vorið, að Björg gamla yrði i Haga fram að göngum, og Ólafur var einu sinni svo gerður, að hann vildi ávallt standa við það, sem hann hafði bundið íastmælum. En því var ekki að leyna, að nærri tók hann sér það, að fara nú að hrekja gömlu konuna burtu. Hann hafði ekkert út ú liana að setja, það gat verið að Ásdis hefði það. En það var víst ekki eftir neinu að bíða, hugsaði Ólafur og liélt rakleitt inn í eldliús. Þar settist hann á. stól, og horfði á snarleg handtök konu sinnar, sem var önnum kafin við sina búsýslu. •—- Ekki duldist Ólafi það, að Ásdís var glaðari uú um tíma, en frarnan af sumri, hver sem orsökin var. „Ertu nú búinn að ganga frá heyjunum þínum, bóndi minn?“ sagði Ásdís. „Já, svo á það að heita,“ sagði Ólafur. „Eg var annars að liugsa um, að fara að ákveða eittlivað með liana Björgu. Þú manst að það var ekki ætlast til að hún yrði hér nema fram til gangna, og sá timi er þegar kominn.“ Ásdís skipti litum og varð orðfá við. Hvað gat hún í raun og veru sagt við þessu? Gat það ekki meira en verið að .Ólafur væri þegar bú- inn að ráðstafa Björgu, þótt hann hefði ekki fært það í tal við hana? „Hvað finnst þér um það, kona?“ sagði Ólafur. „Ertu búinn að ráðstafa henni?" sagði Ásdis, án þess að Hta ú mann sinn. „Ónei, ekki er ég nú búinn að því ennþá, en það má ekki drag- ast úr þessu.“ „Ólafur.“ „Já, hvað er það, Ásdís mín?“ „Eigum við eklti að lofa Björgu að vera liérna áfram. Eg mundi sakna hennar ef liún færi, og Helgu litlu þykir svo vænt um hana, að hún sækir engu frekar ráð til min en hennar.“ Ólafur var þögull. Hann rétti konu sinni höndina, og handtak lians, traust og fast, sannfærði Ásdísi um það, að þau voru sammála, eins og svo oft áður. »FÁlKli« d erindi til allra VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.