Fálkinn


Fálkinn - 27.05.1949, Side 12

Fálkinn - 27.05.1949, Side 12
12 FÁLKINN ÚT í OPINN og sjáanlega voru varðmenn þarna og gerðu allt sem Archer skipaði þeim. Nú skildi hann að Archer hafði farið samkvæmt gerðri áætlun. Það var auðséð að Archer hafði afráðið að myrða hann undireins og liann hefði fengið þeirri ósk sinni fullnægt að koma í skjalasafnið. Þessvegna hafði hann ekki hugsað um að leiða liann á villigötur á leiðinni, eftir að þeir fóru úr bílnum. Þá hafði Archer ver- ið búinn að ákveða, að þegar Gregory væri kominn inn í liúsið skyldi liann ekki fara víðar, nema þessa stuttu leið niður í liöfnina. Gregory var lagið að geta litið á hvert mál með annarra augum. Archer var ekki venjulegur glæpamaður og það var ó- sennilegt að liann hefði nokkurn tima framið morð. Marxistahugsjónin var allt sem liann lifði fyrir. Archer vissi vel að ef liann sleppti Gregory þá gæti liann ekki afstýrt því að hann leitaði aðstoðar lögregl- unnar til þess að rannstaka húsið og finna upplýsingarnar, sem hann var að leita að. Arclier var líka svo skynsamur að liann sá að það yrði erfitt að halda Gregory í fang- elsi um lengri tíma. Þess vegna var hon- um nauðugur einn kostur, að stytta hon- um aldur. Samt taldi Gregory ekki ástandið von- laust. Það var vitað að Gestapo leyfði sér sitt af hverju, en enginn vildi fremja póli- tisk morð í Englandi. — Þér getið ekki gert það! hrópaði hann. — Þér getið það ekki. Við erum í Englandi — í London. — Eg get það og ætla að gera það, sagði Archer ákveðinn. — Það veit sá sem allt veit, að það er hræðilegt að saurga hendur sínar á morði, en mér er nauðugur einn kostur. Þér vitið alltof mikið. — Eg veit alls ekki neitt. Gregory reyndi að harka af sér. — Eg fékk ekki tækifæri til að sjá skjalasafnið. — En þér vitið hvar það er. — Mig varðar elckert um stjórnmála- starfsemi ykkar. Eg get gefið ykkur liá- tiðlegt loforð um að gleyma þessum stað. — Þér svíkið það loforð. Þér hafið sjálf- ur sagt að þér svífist einskis til að fá vilja yðar fram. Það er ekki nema klukkutími siðan þér reynduð svívirðilega þvingun við mig. — Þér ættuð að minnsta kosti að vera svo heiðarlegur að halda yður við sannleik- ann, sagði Gregory, sem afréð nú að taka upp annað lag. — Það er ekki af pólitísk- um ástæðum, sem þér ætlið að drepa mig, heldur af því að þér eruð liræddur um, að flokkurinn yðar komist að hvilikur svika- lirappur þér eruð. Þér viljið lieldur myrða mig en að sannleikurinn komi í Ijós. Og 22. DAUÐANN sannleikurinn er sá, að þér hafið stolið úr sjálfs yðar hendi peningum, sem flokkur- inn á. Og þér hafið notað peningana í frillukostnað — handa lienni Pearl litlu Wyburn. —• Hvað eigið þér við með þessu? spurði Chivers litli. — Eg sagði sannleikann. Stingið hend- inni i brjóstvasann á jakkanum mínum. Þar finnið þér skemmtilega mynd af fé- laga Archer og stúlkunni sem hann held- ur við í lúxusíbúð í West End. —- Þetta er andskotans lygi öskraði Arclier. Og myndin er fölsuð. Chivers steig fram. Það er best að ég sjái hana samt. En Archer vatt sér fram fyrir hann. — Þú mátt það eklci. Myndin er ekki þannig, að lieiðarlegur maður geti litið á liana. Eg sagði þér í símanum að þessi bófi hefði þvingað mig lil að fara með sig hingað. Það var með myndinni sem hann þving- aði mig. — Sé hann að fara með lygi gátuð þér eins vel farið með liann beint til lögregl- unnar, sagði Cbivers bvasst. — Nei, ég gat það ekki. Hann liefir gert þessa fölsun svo vel, að fólk mundi trúa honum. Og ég vil ekki gerspilla lífi sak- lausrar stúlku á þennan hátt. Þú hefir þekkt mig í meira en tuttugu ár, Joe Chiv- ers. Treystirðu mér eða ekki? Segðu skoð- un þina! •— Vitanlega, Tom, — vitanlega treysti ég þér, sagði Chivers afsakandi. —En ég varð bara tortrygginn af því að þú ert gjaldkerinn okkar. Leynilegu greiðslurnar hafa verið nokkuð miklar síðustu tvö árin, og þú ert sá eini, sem veist til hvers pen- ingarnir eru notaðir. — Hluslið þið á mig, sagði Archer og sneri sér nú að hinum. — Pearl Wyburn og peningarnir okkar koma hvorugt þessu máli við. Eg er fús til að gefa flokknum skýrslu hvenær sem er. En liér er staddur njósnari frá stjórninni. Honum hefir tek- ist að fá næga vitneskju til að eyðileggja starfsemi okkar. Eigum við að sleppa hon- um fyrir fult og allt? Gregory Jiorfði með eftirvæntingu á litla manninn og honum fellst hugur er hann sá Chivers lirista höfðuðið. — Þú hefir rétt að mæla, Tom. Þetta eru óskyld mál. Eg er hræddur um að við verðum að losna við hann. — Það held ég líka, sagði Archer fast- mæltur. — Því fyrr sem við losnum við hann því belra. Það er best, að við tæm- um vasana bans fyrst. Svo tökum við öll auðkenni af fötum hans, svo að lögreglan geti ekki þekkt hann þegar hún finnur líkið. Afklæðið þið hann drengir. Summers og Ben drógu Gregory niður af stólnum, leystu liandfjötrana af lionum og fóru að færa hann úr. Jafnóðum og þeir færðu hann úr réttu þeir Archer flík- urnar, en hann stakk fölsuðu Ijósmynd- inni í vasann og fleygði öðru dóti úr vös- i num ofan í skúffu. Svo tók hann hníf og spretti klæðskeramerkjunum af og slcar burt þvottahúsmerkin. Innan skamms stóð Gregþry nakinn á gólfinu en hnefakapp- arnir tveir héklu honum. Þeir slepptu lionum svo að hann gæji færl sig í fötin aftur, en stóðu hjá honum, tilbúnir að berja á honum ef hann sýndi mótþróa. Gregory klæddi sig hægt og hægt. Hann treyndi tímann eftir megni lil þess að láta sér detta eitllivað í hug til að bjarga sér. Það eina sem honum gat dottið í hug var að strjúka á dyr. En hann sá að ef liann reyndi það þá mundu þeir ráðast á hann, allir fjórir og berja hann til óbóta. Honum fannst einkennilegt að hugsa lil þess að kannske yrði þetta í síðasta skiptið sem hann færi í föt. Oft hafði verið mjótt á milli hans og dauðans, núna sið- ast í Þýskalandi og oft áður. En þá hafði liann verið vopnaður, og tilhugsunin um dauðann hafði ekki verið eins ógnandi. Nú var hann í London, í miðjum bæn- um sem hafði fjöhnennustu lögreglu í heimi. Hann var réttu megin við lögin og samt voru þarna tveir menntaðir Eng- lendingar, sem voru að ræða um að láta tvo áflogahunda myrða liann, af því að hann gæti verið hættulegur félagsskapn- um, sem þeir voru i. Honum lá við örvæntingu er hann fór í jakkann. Nú eða aldrei. Þegar hendurnar á hónum mundu verða bundnar aftur mundu þau bönd ekki verða leyst fyrr en í líkhúsinu. Hann bej^gði sig til að reima að sér skóna. Um leið og hann rétti úr sér sveigði hann út á hlið og rak hnefahögg í andlitið á Ben, sem hafði staðið bak við hann. Ben riðaði og Gregory beygði sig og vatt sér til dyranna, en allir fjórir réðust á hann. Hann var ekki kominn nema tvo metra er hann datt kylliflatur á gófið og Summers ofan á hann. Og nú bundu þeir hendur hans og fætur. Summers tók hann upp og dró skítugan silkivasaklút upp. Tók um nefið á Gregory svo að hann neyddist til að opna munninn lil að anda, og stakk þá klútnum upp í munninn á honum. — Eruð þér ákveðinn i að „afgreiða“ hann, meistari? spurði Summers allt í einu. — Já. Hann verður að hverfa. Farið með liann gegnum geymsluhúsið og kastið hon- um út af næstu bryggju, svaraði Arclier. ■— Allt í lagi, meistari. En þér vitið að þetta er morð? — Þið hafið háðir framið tvö morð áð- ur, sagði Archer kuldalega. ■— Þið kusuð að laka þetta slarf og lofuðuð að gera allt sem yklcur yrði skipað fremur en að lenda i Idóm lögreglunnar. — En það er nú samt ekki það sama sem að vera varðhundur hérna og berja einn af þessum bölvuðu nasistasvínum í bausinn, maldaði Summers í móinn.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.