Fálkinn


Fálkinn - 10.06.1949, Blaðsíða 3

Fálkinn - 10.06.1949, Blaðsíða 3
F Á L KI N N 3 Nokkur atriði úr sögu æskulýðshallarmálsins Æskulýðshallarmálið, sem svo er kallað, hefir nú um nokkurra ára skeið verið mál æsku liöfuðstaðar- ins. í þvi máli stendur æskan sam- an og sýnir þar með cindrægni og félagsþroska, þótt' skoðanir hennar séu skiptar í ýmsum öðrum málum eins og eðlilegt er. Aðalsteinn lieitinn Sigmundsson, liinn þjóðkuni æskulýðsleiðtogi, má með rétlu teljast upphafsmaður æskulýðsliallarmálsins, því að hann mun fyrstur manna hafa borið fram hugmyndina um æskulýðshöll. Á stofnfundi Ungmennafélags Reykja- víkur 18. april 1942 bar Aðalsteinn fram eftirfarandi tillögu: „Fundur- inn telur Ungmennafélagi Reykjavík- ur það meginnauðsyn að hafa ráð á húsnæði til starfsemi sinnar. Auk þess hefir fundurinn fullan úhuga á því að Ungmennafélagið reyni að bæta úr þeirri miklu aðkallandi þörf, sem æskulýð bæjarins er á at- hvarfi, sem hann geti leitað í liollra skemmtana og tómstundaiðkana. Þess vegna samþykkir fundurinn að félagið rannsaki möguleika á því að koma upp félags- og æskulýðs- heimili, til frambúðar eða til bráða- birgða.“ Aðalsteinn fylgdi þessari tillögu sinni úr hlaði með nokkrum orðum og var hún síðan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum . Var síð- an kosin nefnd íil að vinna að framgangi málsins með því að leita eftir stuðningi frá ráðamönnum ríkis og bæjar, og áttu þessir menn sæti i nefndinni: Formaður ung- mennafélagsins, Páll S. Pálsson, nú- verandi liéraðsdómslögmaður, Agn- ar Koefod Hansen, núverandi flug- vailarstjóri ríkisins, Kristján Guð- laugsson, ritsjóri, Sveinn Sæmunds- son, yfirlögregíuþjónn, og Aðalsteinn Sigmundsson. Ennfremur var kos- in fjáröflunarnefnd. Á fundi Ungmennafélags Reykja- víkur, 2. október 1942, sagði Aðal- steinn frá störfum nefndarinnar, og segir svo í fundargerðinni: „Nefnd- iu hafði rætt við borgarstjóra um möguleika á því að bærinn legði U.M.F.R. til lóð undir fyrirliugaða æskulýsðshöll. Höfðu undirtektir borgarstjóra verið hinar vinsam- legustu, og ráðlagði liann nefndinni að sækja um leyfi fyrir lóðinni til bæjarráðs“. Þá er þess einnig getið í fundargerðinni, að nefndin liafi rætt við forsætisráðherra um fjárliagsleg- an stuðning ríkisins við æskulýðs- höllina. Þá segir m. a. í fundargerð- inni, að ræðumaður hafi talið æski- legt að leitað yrði samstarfs við önn- ur æskulýðsfélög í bænum um þetta mál, og að ailir fundarmenn hafi verið samála um að æskilegt væri að sem víðtækast samstarf tækist i því efni, þar eð það „væri vísasti vegurinn til að gera drauminn um æskulýðshöll að veruleika“, eins og komist er að orði í fundargerðinni. Þáttur Ungmennafélags Reykja- víkur er aðeins rakinn hér með til- liti til afskipta Aðalsteins Sigmunds- sonar af æskulýðshallarmálinu. Iians naut ekki lengi við, þvi að hann lést ári eftir -stofnun félagsins. En merki hans ætlar æskan að bera fram til sigurs. í félagsriti U.M.F.R., sem út kom 1947, segir Páll S. Pálsson m. a.: „Aðalsteinn Sigmundsson var hugsjón sinni trúr og vann til hinstu stundar að framgangi æskuhallar- málsins“, og í sama riti segir Ingi- mar Jónsson kennari í minningar- argrein um Aðalstein: „Æskulýðs- hallarmálið var eitl þeirra mála, er hann taldi mest aðkallandi fyrir æskulýð liöfuðstaðar vors“, „Eg er á stama máli“, hætir Ingimar við og hefir sýnt það með störfum sinum. Og áfram miðaði æskulýðshallar- málinu hægt og liægt. í samræmi við fyrri samþyktir U.M.F.R. skrifaði formaður þess, Páll S. Pálsson, mörg um æskulýðsfélögum í bænum 22. janúar 1943, og bauð þeim til sam- starfs um að hrinda æskulýðsliallar- málinu í framkvæmd, og eftir það, og jafnvel fyrr, var málið á dagskrá á fundum einstakra félaga í fcœn- um, og á sameiginlegum fundum þeirra, og má i raun og veru segja að málið hafi borið að samtímis i fjölda mörgum æskulýðsfélögum bæjarins, knúið fram af nauðsyn tímanna og vitund æskunnar og leið toga hennar um að bráða nauðsyn bæri til að hefja félagslif ungs fólks í Reykjavík á hærra stig. Ekki að- eins með þvi að reisa félagsheimili fyrir allra stærstu æskulýðsfélögin, heldur einnig eitt stórt félagsheim- ili til viðbótar, æskulýðshöll, til að leysa sameiginlegan vanda i uppeld- is- og félagsmálum unga fólksins. Á fundum þeim, sem haldnir voru um æskulýðshallarmálið voru eng- ar ákvarðanir teknar um fjáröflun- areiðir, eða framtíðarfyrirkomulag stofnunarinnar, en ráðamenn í æsku- lýðsmálum mættu á fundunum og hvöttu til samstarfs um málið. 1 Frh. á bls. U. Tveir mánuðir eru nú liðnir frá vígslu nýju flugstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli, og reynsla hennar þennan stutta tima hefir verið ágæt. — Stórliýsi þetta, 682 þús. tenings- fet að rúmmáli, er tvær hæðir og ris. Aðalbyggingin er 381 fet á lengd, en tvær álmur ganga út úr lienni, önnur 166 feta löng, en hin 127. Herbergi eru alls 128 og gólf- flötur 52 þús. ferfet. —, í byggingu þessari eru afgreiðslusalir, biðstof- ur, veitingastofur, skrifstofur flug- félaganna, útlendingaeftirlit, toll- gæsla, símaklefar og póstafgreiðsla, gistiherbergi, veðurstofa, aðsetur flugvallarstjórnar og geymsluhcr- bergi fyrir alls konar flugsendingar. Öll nýtisku þægindi eru bæði i af- greiðslusölum og gistihúsinu. Veit- ingastofa og eldhús eru sérstaklega af fullkomnustu gerð. •— Talið er, að þetta sé langfullkonmasta flug- stöðin á Norður-Atlantshafsleiðinni. Ljósmyndirnar tók Fálkinn. Flugstöðvarbyggingin. Nýja flugstöðin á Keflavíkurflugvelli Sclusfofa gistihússins A cfri hæð. Eins mnnns herbergi. Afgreiðslusalur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.